Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.11.2010 at 16:52 #712106
[quote="Kristinn":1ji8xe39]Veit um svona dæmi þá var loftflæðiskynjarinn skítugur..prófaðu að hreinsa hann. Kv Kristinn[/quote:1ji8xe39]
Hann var hreinsaður í dag, leit út eins og hann hafi verið dreginn uppúr moldarbarði.
Virðist hafa skánað eitthvað við það, en ekki fullkomið enn.
Kv Siggi M
29.11.2010 at 20:13 #711954Glæsileg Toyota.
29.11.2010 at 20:11 #216131Sælir félagar, um helgina var smíðað undir bílinn hjá mér 2,5″ opið púst, eftir að það var komið undir þá var ég var við gangtruflanir frá 2500 til 3000 rpm en bara þegar vélin er undir álagi, það kemur smá hik á mótorinn svo dettur hann aftur inn með fullu afli.
Það voru ekki neinir skynjarar gamla pústinu þannig að því er ekki um að kenna.
Þetta kemur bara þegar mótorinn er orðin heitur.
Það er ný hráolíusía og loftsía.
Þetta er 3.0 TDI common rail.Er einhver með einhverjar góðar hugmyndir um hvað þetta gæti verið ?
Kveðja Siggi M
23.11.2010 at 22:08 #216033Sælir félagar, þá koma að því að pústið þarfnast endurnýjunar þá spyr ég ykkur.
1. Með hvaða pústverkstæði mælið þið með í nýsmíði á pústi ?
2. Hversu breitt 2.5 “ eða 3.0 “ ?Þetta fer aftan á 3.0 disel turbo mótor, common rail.
Ætla mér ekki að kaupa orginal púst frá umboði þar sem það kostar báða handleggi og einn fót, ath verð þar í dag og bara stóri kúturin kostar 94 þ hjá Toyota.
Kveðjur Siggi M
13.11.2010 at 16:01 #709952[quote="sigurdurhm":3hjc3vaz]Kíktu á þetta! –
http://www.leoemm.com/brotajarn27.htm
Rúðuvökvi
Ég set einn lítra af venjulegum óblönduðum (bláum Comma) frostlegi (mono-etýlen-glýkol) út í 10 lítra plastbrúsa, bæti út í hann 2 matskeiðum af uppþvottalegi (sápu) og fylli síðan með hreinu köldu vatni. Þennan vökva, sem þolir allt að 10 stiga frost, nota ég á rúðusprautukerfi bílsins. Blár Comma frostlögur kostar hjá N1 (7/2/09) 3935 kr. 5 lítra brúsi eða 78,70 kr/lítrinn. Rúðuvökvinn kostar því innan við 80 kr. lítrinn (algengt verð í verslunum er 180 kr./l eða meira).[/quote:3hjc3vaz]3935/5 = 787 kr. Líterinn kostar því aðeins meira en 80 kr
07.11.2010 at 18:32 #708550Þetta er mjög einfalt, ef þú ætlar í 44" fáðu þér þá Lc 80 – 100 eða patrol
15.10.2010 at 18:27 #706008[quote="kristinnm":17oludem]Nú veit ég ekki hversu mikla þekkingu þú hefur á suðu og biðst velvirðingar ef ég er að nefna eitthvað sem þú þegar veist! Mig langaði bara að minna á að það er erfiðara en að segja það að fá alveg þéttar suður með MIG, ég hef heyrt að færum mönnum geti tekist það en mér tókst það ekki, langt í frá!
Bara svona til að hafa í huga.[/quote:17oludem]Ég hef nú aldrei heyrt aðra eins vitleysu, þeir sem segja þetta kunna einfaldlega ekki að sjóða.
06.10.2010 at 22:59 #705360Old-man-emu með gormum frá þeim líka eða OME gorma og Koni dempara.
25.08.2010 at 19:54 #701080Ég myndi halda að það væri Prófílstál aka Briddebilt, Smiðshöfði 15 Reykjavík S 5878999
http://www.facebook.com/pages/Reykjavik … 0721553439
Kv Siggi Már
21.08.2010 at 18:07 #700730Samkvæmt dagatalinu var bjórkvöldið í gær, þannig að þú ert aðeins of seinn. En það verður víst ágætis hátið í miðbænum.
20.08.2010 at 18:27 #700676Heimasmíðað kúludropp er ólölegt þ.e þar sem það er ekki löggilt.
Annars eru umræður um þetta efni hér
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=1626
Kv Siggi Már
20.08.2010 at 17:50 #214101Væri gaman að fá link á sem flestar síður hér.
Hérna eru 3 linkar á Toyotu varahlutasíður ( þar sem Toyota bilar aldrei ) það eru fleiri bíla tegundir hér líka.
http://www.ks-international.com/categories.php?mcat=27&catid=447
http://www.euro4x4parts.com/parts/?gclid=COvz8La_o6MCFRJi4wodsWNr3w
https://www.1sttoyotaparts.com/oempartscat.htmlSvo fróðleiks síður hér.
http://www.toyodiy.com/
http://www.gearinstalls.com/Koma svo deilum linkum hérna.
Kv Siggi Már
20.08.2010 at 09:13 #700310[quote="SBA":g82vzhkm]"Kirkjugarðarnir eru fullir af fólki sem hélt að það væri ómissandi"
Það saknar þess engin þó þú hringir ekki af fjöllum …….sorry
Kv.[/quote:g82vzhkm]
Sagði mamma þín þetta ??
19.08.2010 at 14:20 #700306[quote="AgnarBen":3rqllm46][quote="Danfox":3rqllm46]Ef að þessi 2 kort eru borin saman af dreifikerfi Símans og Vodafone er ekki spurning hvort fyrirtækið er með betri dreifingu á hálendi Íslands.
http://www.siminn.is/servlet/file/Kort_ … _ID=132597
http://www.vodafone.is/images/thjonustu … 010feb.jpg
Kv Siggi Már[/quote:3rqllm46]
Símakortið sýnir aðeins 3G dreifingu, ekki 2G (hefðbundið) þannig að það er ekki hægt að bera þessi tvö kort saman.[/quote:3rqllm46]
Sé það núna, var ekki búinn að reka augun í það, en þetta þýðir að það er best að vera með gsm frá Tal, þarf ekkert frekar að vera 3G
19.08.2010 at 12:23 #700300Ef að þessi 2 kort eru borin saman af dreifikerfi Símans og Vodafone er ekki spurning hvort fyrirtækið er með betri dreifingu á hálendi Íslands.
http://www.siminn.is/servlet/file/Kort_ … _ID=132597
http://www.vodafone.is/images/thjonustu … 010feb.jpg
Svo sá ég á heimasíðu Tals að þeir eru með reikisamning við Símann og Vodafone, spurning hvort það sé bara 2g reikisamningur eða 3G ??
Af heimasíðu Tals
"GSM samband Tals er eins og best verður á kosið því Tal nýtir sér dreifisvæði Vodafone og Simans. Tal býður því jafn góða þjónustu og aðrir en á lægra verði."
Kv Siggi Már
19.08.2010 at 11:37 #700298Hér stendur að Alterna sé bara með reikisamning við símann.
Tekið af heimasíðu þeirra.
"Hvernig er dreifikerfi Alterna?
Alterna rekur sína eigin símstöð og dreifikerfi en er þar að auki með reikisamning við Símann um not á samnýtingu á fjarskiptamöstrum út um land allt. Þetta þýðir að þjónustusvæðið er að minnsta kosti jafn stórt og þjónustusvæði Símans."
Kv Siggi
P.s Alterna er ekki með 3G
06.08.2010 at 07:35 #213859Hvernig hafa Ástralíu fóðringarnar reynst sem stál og stansar eru með í smanburði við orginal ? þarf að fara að skifta um fóðringar hjá mér að aftan í LC 90
Kveðja Siggi
01.05.2010 at 19:36 #692320Úpss, ég verð að játa mistök mín hér, ég hef ekki lesið þetta nógu vel yfir.
En er þá nokkuð annað en að kalla MR. cool í skýrslutöku hjá sýsla, ég man ekki betur en að því hafi verið hotað að kæra og sekta fólk ef það virti ekki bannsvæðið.
Kv Siggi
01.05.2010 at 16:53 #692310Það er ekki verið að mismuna nokkrum, bara lesa fréttirnar
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/0 … annsvaedi/
Kv Siggi
30.04.2010 at 18:25 #692282Hvað eruð þið margir ??
-
AuthorReplies