Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.05.2009 at 23:33 #647082
Ekki séns því um leið og þú snýrð fremri kerrunni þá beygir hin akkúrat í hina áttina…..
03.05.2009 at 03:16 #646858Magnað, Ladan hefur nefnilega alla gallana úr þessum tegundum sem þú nefnir.
Sjálfstæð fjöðrun að framan: Toyota
Algjörlega vélarvana: Patról
Eyðir skuggalega: Ford
Alltof lítil til að ferðast í: Jeep
Grindarlaus: PajeroKostur: ódýrt að kaupa sér sökum þess að enginn vill eiga þessi grey.
01.05.2009 at 01:23 #646808Prófaðu að fara í BSA varahlutir í smiðjuhverfinu, færð þar gormasæti/platta sem þú getur skrúfað í hina plattana og hefur þá aðgang að mesta gormaúrvalinu þ.e.a.s. út frá stífleika.
20.04.2009 at 23:58 #646172Dekk vírslitna ekki við umfelgun, helst skemmast gömul dekk við umfelgun og þá er það kanturinn sem fer uppað felgu sem rifnar.
Þetta er klárlega vírslit og það kemur bara í útkeyrðum dekkjum eða við högg svosem keyrt loftlaust á stein eða fullpumpað á miklum hraða.
18.04.2009 at 19:40 #646004Þessir súkkukantar eru of litlir fyrir minn smekk, en Lalli var að senda á þig mail.
18.04.2009 at 16:50 #645996Held að það hafi aldrei verið framleiddir kantar á þessar druslur, nema þá fyrir 12" felgur.
Væri helst að einhver hafi smíðað svona sjálfur og tekið mót. En einsog svo oft áður er voðalega lítið til í þessa bíla. Takk Samt
18.04.2009 at 13:16 #204260Er ekki einhver sem veit hvar er hægt að kaupa eða á brettakannta. Er búinn að tala við Brettakantar.is og Formverk, en formverk átti bara þessa stóru.
Þá er ég að leitast eftir brettaköntum sem eru hvað líkast orginal köntunum og fyrir 14″breiðar felgur.
Er þessvegna til í að skoða kannta af öðrum tegundum en ef það hentar.
08.04.2009 at 18:13 #645392Biddu hann auglýsir orðrétt
"Einnig getum við sérsmíðað hvað sem er allt eftir óskum viðskiptavinarins og þá erum við einnig með tæki fyrir einfalda járnsmíða- og trésmíðavinnu auk þess sem við reynum að sinna breytingum og viðgerðum. Það er bifreiðasmiðurinn Björgvin Kristinsson sem sér um og rekur þessa þjónustu."
Búinn að hringja í allan dag og fæ bara að hlustá Allt fyrir ástina, og svo talhólf.
Svona menn eiga ekki að vera auglýsa sig, og lágmark að geta svarað hnitmiðuðu meili, af eða á.
08.04.2009 at 07:43 #64538407.04.2009 at 19:43 #204195Er þetta fyrirtæki hætt eða, sendi þeim fyrirspurn og fæ engin svör. Og ekkert símanr. til að hringja í
15.03.2009 at 03:09 #643312Maður hefur séð ýmislegt en ekki svona grindarsíkkun og fjaðrir í þokkabót.
http://www.youtube.com/watch?v=pPM2lrYuQYQ&NR=1
Ótrúlegt fólk þarna fyrir vestan.
26.11.2008 at 23:38 #633672ertu búinn að prófa þig áfram með loftþrystingin í dekkjunum, hjá mér á 38" er bíllinn viðbjóður í akstri með 20 og 30pund. En mjög ljúfur í 25pundum, sem sérfræðingarnir niðrí toyotu vilja meina sé alltof lítið fyrir 3tonna bíl.
06.11.2008 at 02:46 #632122Nei Brjótur , það var ekki ætlunin að eigna mér neinn þráð. Á bara einn þráð og hann á það til að vera full stuttur.
Eftir að hafa horft uppá óléttar konur reykja og drekka á meðgöngu. Kasólétta konu djöflast á vélsleða þá finnst mér stundum nóg komið. Allt veit þetta fólk hvað er best fyrir börnin sín. Og allt hef ég séð þetta á þessari öld, ég hef engar áhyggjur af þessu shaken baby syndrome. Enda á það bara við um harkalegan ítrekaða hristing.
En slysin gera ekki boð á undan sér og þá á fólk oftast bara nóg með að bjarga sjálfum sér. Hef horft uppá jeppa velta í á og sem betur fer hafði fólkið ákveðið að skilja eftir 2 ungabörn. Og að fara á hálendi með ungabarn þegar allra veðra er von finnst mér ekki viðeigandi, nema þá að vera í það vel búnum bíl að hægt sé að sofa í góðu yfirlæti.Sammála Ulfr að þræðir hérna eiga það til að leysast uppí tóma þvælu. Úr barnabílstól í fjöðrunarkerfi yfir í karlrembu og skoðanahöft á barnlaust fólk og NÖLDUR. Mín reynsla af þessari síðu hefur verið að fólk reynir að svara eftir bestu getu, hvort sem það talar af reynslu eða skoðunum og finnst því óþarfi að saka það um tuð, væl og nöldur.
Hef því ákveðið að fara á barnaland að ræða bremsubreytingar.
05.11.2008 at 21:07 #632116Einu sinni var hollt að reykja, asbest og geislavirkni átti að leysa öll heimsins vandamál. En í dag er öldin önnur.
Vil bara biðjast afsökunar fyrir hönd þeirra félagsmanna old.f4x4.is sem voguðu sér að vera umhugað um heilsa ungabarna.
Ef fólk er vel útbúið þá sé ég ekkert að því að ferðast með ungabörn á hálendinu, en sé bara ekki tilgang með því vegna skammtímaminnis sem þessi umræddu ungabörn virðast flest þjást af. Sumir félagsmenn sem hafa kommentað hér eru margir hverjir þaulvanir ferðamenn og eiga allan hugsanlegan búnað því tengdu. Persónulega miðað við spurninguna þá sýnist mér þið ekki eiga heima í þeim flokki.
Svo skil ég ekki fólk sem spyr spurninga og fær síðan ekki þau svör sem þeim líkar og virðast þá alltaf vita betur.
05.11.2008 at 19:38 #632112Í guðanna bænum skelltu þér á fjöll með ungabarnið svo að hægt sé að slútta þessum þræði.
03.11.2008 at 13:43 #632074Sé ekki að 7mánaða gamalt barn hafi eitthvað gott/né gaman af því að vera tuktast í einhverri jeppaferð en jæjæ. Þú verður bara að spá í hvað gæti gerst , t.d ef þú veltur þá leggst toppurinn niður frá framhorni og í aftasta hornið á húsinu eða verr og þá t.d. gæti framsætið kramist yfir bílstólinn ef hann er afturí. Í öllum öðrum aðstæðum skiptir það annars ekki máli nema sé airbag einsog komið hefur fram í fyrri þráðum. Setja þetta á svið í huganum. allavegana myndi ég frekar taka meðvitaða ákvörðun sjálfur með þetta heldur en að fylgja einhverjum reglum sem henta kannski ekki.
15.10.2008 at 21:24 #631136Þetta er 30x60mm prófíll. Var athugað verðið á þessu í dag og það var á bilinu 500-1100kr m.
14.10.2008 at 19:58 #203062Getur einhver sagt mér hvað verðið á lengdarmeter á ca 1×2 tommu prófílstáli kostar??? á að notast í kerrufleka.
24.04.2008 at 23:40 #621478og hvað með það ekkert ólöglegt að mótmæla né standa fyrir þeim. Bara standa rétt af þeim og láta þessa fréttamenn hætta mala um að þetta sé eitthvað sem bara varði vörubílstjóra. Ég hef ekki tekjur af því að reka bíl og ætti því að varða hinn almenna borgara meira.
24.04.2008 at 23:15 #621474er ekki komið gott af þessum óskipulögðu mótmælum??? Hvernig væri bara að stofna síðu eða þráð þar sem fólk getur skráð sig og er tilbúið að koma hvenær sem er og þá yrði ekkert farið af stað fyrr en ákveðnum fjölda væri náð. Missir allan trúverðuleika svona nokkrir félagar saman að mótmæla og bara asnalegt. Svo vill löggan bara að við mótmælum bara einhverstaðar uppá hafravatni eða heima.
Þannig að skipulag er lykillinn að árangurstengdum mótmælum.
-
AuthorReplies