Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.02.2006 at 22:02 #542298
Sæll Alli,gaman að fylgjast með þessum köppum,endilega punktaðu niður meira sem þú hefur frétt.Er Jónas enn á sínum jeppa,eða var hann skilinn eftir?
Með chevy kv.
06.02.2006 at 00:24 #541622Sælir,það var jú tekið fram að þessi vél væri í Willys,sem flestir vita hvað er þungur,1,5-1,8 T.Skjóttu nú inn eiðsl.og hrossum,Ragnar, ef einhver veit það ert það þú.
01.01.2006 at 19:18 #537640Sæll Benedikt ,þú sagðir"ekkert komist í snjó á þeim" áttu þá við að dekkin sem slík séu vonlaus í snjó eða þau bara aldrei séð snjó? Svo hef ég heyrt að 42" irok gleipi mörg hross strax í 5 psi.Er það satt?
PS: Sorry ég skuli ryðjast svona inná þráðinn.
28.12.2005 at 22:24 #537306Alltaf gaman að fá ferskar fréttir af jeppaferðum og færð á hálendinu,verst þegar þær kafna í slagorðum milli manna(og kvenna).
14.10.2005 at 23:38 #529188Sæll Andri,gaman að enn skuli vera til jeppamenn sem hugsa og framkvæma stórt.Eg ráðlegg þér eindregið að smíða trukkabox aftan á 383 chevy,t.d.Muncie-465,New process-435, T- 18 eða T- 19,úr scout.Þetta eru box sem þola alvöru átök og aldrei hitavandamál.Ef þú hinsvegar ert á 38" eða minna gæti TH 400,vel haldið,en hún mun ræna þig nokkrum hrossum sem þú verður hvort sem er ríkur af.
Með Chevy KV.
PS: Hvaða hedd eiga svo að fæða græjuna,hvaða knastur,hvernig tor og sfr.
Einn forvitin.
06.06.2005 at 23:06 #523832Sæll Jon ofsi.Lenti einu sinni i keimlíku,nema það var bensinvél án turbo.þjappaði vel á öllum en ældi upp um kvarðan við góðan snúning,ástæðan kom í ljós þegar milliheddið var tekið af,(V 8)einn knasturinn fyrir útblásturs ventil var nánast uppétinn og þar að leiðandi blés hún niður í stað út.Þetta eru mín 50 cent.Gangi þér vel.
Með kv. Mr.Gearbox.
19.05.2005 at 08:33 #522830Sammála siðasta ræðumanni,ég "heyrði" reyndar að hún hafi smeygt sér úr hverri einustu spjör,en það er nú ábyggilega kjaftasaga.En talandi um markmið á toppnum,ferðafélagi minn einn góður,ákvað i kaffistoppi á Hvollsvelli kl:9 að neyta hvorki matar né drykkjar fyrr en á Goðasteini,öllum að óvörum var færið nokkuð þungt upp jökul, alla vega fyrir suma,skemst er frá því að segja að vinurinn ,sem ávallt stendur við orð sín,var orðinn illa matar og drykkjar þurfi kl:15 loks þegar toppnum var náð,og þáði hjá mér kjúklingalæri ,sem er hreint ótrúlegt því hann borðar ekki kjúlla að öllu jöfnu.Sá hefur verið orðinn svangur. Mopar or no car!!!
Með Kv. MR.Gearbox.
PS.Hvað er með þetta tjakkskaft kannast enginn við það?
19.05.2005 at 08:01 #522706Gu dag,hann Ási var nú bara með eina spurningu.Og ég ætla að svara.Já ég er virkur á þessu spjalli og gengur bara ágætlega með það.
Með kv. MR.Gearbox.
07.05.2005 at 16:07 #522294Mér finnst þessi vefur bara flottur,og gengur vel að klóra mig áfram,skil ekkert i þessu rausi hjá mörgum um ónyta vefsíðu,svo er hægt að breyta vitleysuni sem maður skrifar alveg hægri vinstri,svona rétt eins og jeppanum,bara snjallt.
Líka með félagskveðju MR.Gearbox. x-552
15.04.2005 at 23:59 #521198Gömlu góðu textarnir i myndaalb. komnir á sinn stað,glæsilegt.Það er bara allt að gerast, gott mál,þetta kemur allt með heita vatninu.
15.04.2005 at 23:05 #521196Nú heitir hann" Strandir"sem er miklu betra.Hann er nú búinn að sigla norður á strandirnar nokrum sinnum blessaður.
15.04.2005 at 21:26 #521194Einhver hrokagikkur hefur skírt Willysinn minn "Toyota" í albúminu mínu,þetta er nú full langt gengið .Hvað er að ske!!!! skemdarverk???
11.04.2005 at 20:01 #520898Til hamingju,gaman þegar þessir gömlu drekar ræskja sig og snýta svo þessum "asíutröllum"
.Með chevy Kv. (að sjálfsögðu).
06.02.2005 at 14:43 #515518Alltílagi að prófa,þessi slanga sér um að skipta upp,þú gerir það bara manual,bara gaman.Annars er ég alveg orðin ruglaður á hvor stebbin er.
05.02.2005 at 22:16 #515514Glæsilegt,og þú sem ætlaðir yfir í diesel með snuðgír,comon….en ég get hiklaust mællt með MSD,hann er mikið betri í gang,bætir við sig í hægagang og gefur öflugan neista allt upp í 8000 rpm.Mikið atriði að hafa sterkara háspennuk.og svera þræði til að ná allri virkni.
Chevy kv.
03.02.2005 at 23:26 #515502Það fást "off road" nálar i edelbr.hjá Bila.Benna.Það hjálpar eithvað.
Chevy kv.
03.02.2005 at 23:16 #515500Það er nánast eðlilegt að mótorinn koksi þegar hann er kaldur sérstaklega ef að innsog er ekki á því köld vél þarf jú meira bensýn þar til vinsluhita er náð.
PS flottur Bronco sem þú átt.
Með chevy kv.
03.02.2005 at 18:08 #515492Bendir allt til þess að torinn sé að yfirfylla sig,þá er þrent í stöðunni,of mikill þrístingur inná tor,þolir max 7 pund.Flothollt of hátt stillt.Örfín korn undir nálum sem loka inná hólfin,svo þær ná ekki að loka.Hvaða tegund er þessi tor?
Með chevy kv.
17.01.2005 at 13:01 #513642Gu dag.Þú minnkar þjöppu úr 8,5 nyður í 7,5 sem er ekki gott,nema þú ætlir að blása hressilega í stað þess að sjúga.Þú græðir að vísu stærri ventla og stærri göng með 360 hedd,en þjappan verður að vera minimal 9,5 eða 10.til að ná allri virkni,og þá er líka hægt að fara í heitari knast,meira lift og allan pakkan,nei þá er betra að skipta bara alveg í 360ci mótor.I þínu tilfelli væri alvek grá upplagt að "létt" porta 318 heddin .En besta leiðin til að sjá hvort vélin vill meira bensín eða minna(4 hólf eða 2 hólf,stærri nálar eða minni nálar) er að skoða kertin,sótsvört=minna,ljósbrún=passlegt,grá=meira bens.Einfallt og virkar. Chevy kv.
27.12.2004 at 22:34 #511810Getur verið að Eyþór sé nú loksins að starta Langj.rallinu??
-
AuthorReplies