Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.03.2008 at 11:26 #615828
Eiríksjökull var "sigraður" um árið af þeim Hafþóri Hveravallaskreppi Ferdinandssyni, Páli Halldóri Halldórssyni, Benedikt Ólafssyni og fleiri góðum mönnum (líklega árið 1994 eða þar um bil). Þá var farið á Pajeró með lógír. Mikil ævintýraför sem endaði raunar með því að bíllinn var spilaður með "handafli í plús" upp brattasta jökulinn. Menn urðu frá að hverfa og skilja bílinn eftir hangandi í spotta – hann fauk hundruð metra í óveðri og var allur í stöppu þegar að var komið að nýju. Hann var laminn í mál á staðnum og keyrður fyrir eigin vélarafli á toppinn. Það er að vísu teygjanlegt hvor sigraði hvern, jeppinn eða jökullinn, því jeppinn var held ég ekki settur á götuna síðar. Páll leiðréttir mig ef minnið svíkur mig í einhverju þessu. Mig grunar að þeir Hafþór og Páll hafi einnig verið þeir fyrstu (e.t.v. með Úlla olíulausa og þeim bræðrum) til að aka um flest fjöll á Vestfjörðum og á Hornströndum á árunum 1985-1988. Ferðakveðja, BÞV.
06.12.2006 at 10:44 #566736Sælir félagar.
Ég gleðst yfir þeim jákvæðu viðbrögðum sem þessi umræða á þræðinum hefur skilað – a.m.k. erum við nú betur upplýst um alla þá vinnu og kraft sem stjórn er með í gangi í málinu. Snorri á kollgátuna, síminn virkar vel og þar ræða menn meira en hægt er að setja á spjallið.
Auðvitað eru allir sammála um það sem sem Snorri lýsir, þ.e. að við þurfum að varðveita sem allra best frelsi okkar til að ferðast um landið, þó þannig að náttúran sé virt og henni ekki spillt.Ferðakveðja, BÞV
01.12.2006 at 22:07 #569918Sælir félagar.
Ég er nú svo gamall að verða (ekki orðinn) að ég kann ekki að blogga, msn’a, né að hakka tölvuforrit… Ég var samt í fyrsta sinn nú að lesa blogg Ofsans og Benna formanns og sé nú glögglega að þessir góðu menn sitja ekki auðum höndum í klúbbstörfunum, enda átti ég aldrei von á því þekkjandi þessa öðlinga og reyndar marga fleiri í framvarðasveit klúbbsins.
Hins vegar volgnar manni um hjartaræturnar að sjá að nú er komin á koppinn einhver vinna, með markmið og raunhæfan tilgang. Frábært mál! Kannski var þessi vinna alltaf í gangi, en þá vissum við skríllinn ekki af henni og horfðum bara á Róm brenna…
Frábært stjórn og áfram – áfram!
Talandi um upphaf þráðarins hjá Lúdda, þá bara grætur maður sig í svefn á hverju kvöldi yfir því að neikvæðnin (og bölsýnin) skyldi ná undirtökunum varðandi hugmyndir um að klúbburinn sækti um lóð fyrir nýbyggingu í Norðlingaholti fyrir ca. tveimur árum. Því miður var það allt flautað út af borðinu eftir að Benni, Jón Ebbi og ég skiluðum skýrslu til stjórnar um þau mál. Ef menn hefðu sett jákvæðu hliðina upp í vindinn þá, ætti klúbburinn e.t.v. skuldlaust eigið húsnæði í dag, á besta stað mt.t. hagsmuna félagsmanna… ???
En – svona er lífið – oft tómt vanþakklæti fyrir góð og vel meint störf. Hvet annars ALLA félagsmenn að senda inn ferla og leiðir sem rétt er að halda til haga, hvort sem þessi vinna leiðir til þess að F4x4 gefur út kort eða aðrir – í öllu falli er gríðarlega mikilvægt að halda til haga heimildum um leiðir í gagnagrunni ábyrgs félags eins og F4x4.
Ferðakveðja,
BÞV
24.11.2006 at 23:43 #566724Sælir félagar!
Gott að fá upp eftirfarandi frá formanni vorum;
"EN við gerum okkur hins vegar líka grein fyrir því að það eru mjög fáir sammála okkur og flestir sem að þessum málum koma telja að skilgreining slóða eftir notkun og veghaldi sé það sem koma skal og því viljum við vera skrefinu á undan og vera búin að vinna þessa vinnu þegar kemur að því að stjórnvöld fara af stað. Þannig tryggjum við að okkar sjónarmið komist sem best til skila."
Ditto!!! Þetta er akkúrat það sem ég er búinn að vera að reyna að segja, síðan á síðustu ölden e.t.v. kem ég hlutunum ekki vel frá mér. Þetta snýst um að vera skrefinu á undan, til þess að geta tekið örugga forystu til farsælla hluta þegar kallið kemur frá stjórnvöldum, hvort sem það eru ráðherrar, misvitrir sýslumenn eða spilltir lögreglumenn!
Ferðakveðja, BÞV
24.11.2006 at 21:38 #566716Sælir félagar.
Auðvitað þarf að upplýsa menn um það hvað verið er að gera, enda reiknar maður með því að klúbbur sem hefur yfir að ráða jafn öflugum netmiðli, að upplýsinar um það sem er að gerast varðandi grundvallarhagsmunamál félagsmanna; ferðafrelsið, upplýsi félagsmenn um hvað er að gerast og kalli eftir viðbrögðum þeirra. Hvernig annars er hægt að reikna með viðbrögðum og hugmyndum?
Bara til að fyrirbyggja upphrópanir um þessa athugasemd, þá er hún ekki sett fram til að rífa niður, vera með svartsýni né hvað þá heldur bölsýni. Ég vona svo að mín persóna (þó glæsileg sé) þurfi ekki að þvælast frekar fyrir mönnum í umræðunni – þetta snýst hvorki um mig né aðrar persónur eða leikendur á leiksviði ferðamennskunnar, heldur um grundvallartilgang félagsins og hagsmuni jeppamanna á Íslandi.
Líka til að fyrirbyggja annan misskilning sem ég hef heyrt varðandi þau sjónarmið sem ég hef verið að benda á; Mín draumsýn er alls ekki sú að hér vaði allt í boðum og bönnum, aðeins megi aka merktar leiðir á tilteknu korti né nokkuð annað í þeim dúr.
Hins vegar hef ég bent á að umræða þarf að fara fram í grasrót klúbbsins um framtíð þessara mála – hana hefur að miklu leyti skort. Sú umræða og hugsanlegar lausnir sem út úr henni kæmu væru síðan veganesti fyrir forsvarsmenn klúbbsins í hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum og öfgamönnum sem helst vilja setja alla 4wd bíla í brotajárn – bara til öryggis! Þessir aðilar eru til – við verðum að horfast í augu við það og bregðast við og tæta hagsmuna okkar.
Af skrifum Benna má ráða að verið sé að vinna ötullega í þessum málum nú, enda fullt tilefni til þar sem farið er að hundelta saklausa ferðamenn um allar trissur. Því ber auðvitað að fagna. Um leið kalla ég eins og Ólsarinn og fleiri eftir því að fyrirsvarsmenn klúbbsins upplýsi okkur um gang mála. Sameinaðir stöndum vér…Ferðakveðja, BÞV
23.11.2006 at 23:20 #566690II. kafli. Stjórn vegamála og veghald.
5. gr. Vegagerðin er veghaldari þjóðvega samkvæmt lögum þessum. Vegamálastjóra er þó heimilt að fela einstaklingi, fyrirtæki, sveitarstjórn, stofnun eða samtökum þessara aðila veghald einstakra vegarkafla að nokkru eða öllu leyti.
6. gr. Nú er heimild 5. gr. notuð og skal þá Vegagerðin hafa eftirlit með að lagning og viðhald vega þeirra eða gatna, sem um er að ræða, sé framkvæmt á viðunandi hátt. Sé um vanrækslu að ræða að dómi Vegagerðarinnar skal hún gefa veghaldara fyrirmæli um að framkvæma nauðsynlegar umbætur innan hæfilegs frests. Ef umbætur eru ekki gerðar getur Vegagerðin látið framkvæma þær á kostnað veghaldara og/eða rift samningi við hann.Það er að mínu viti byggt á fákunnáttu (eða hrapalegum misskilningi) að ætla að byggja á þessum ákvæðum um veghaldara þegar kemur að því að BANNA etv. akstur á vegum sem enginn veghaldari er að.
Það sjá allir heilvita menn hvað það mun þýða í raun…
Ferðakveðja, BÞV
23.11.2006 at 22:58 #566686Gott að einhver vaknaði!
Ég bendi á að ég skrifaði að "margir af áhrifamönnum klúbbsins hafa talið best að gera ekki neitt". Ég nefndi þig hvergi á nafn og hef reyndar ekki heyrt þig halda slíkum sjónarmiðum á lofti – fyrr en þá nú ef þú ert að gangast við þeim…
Þú talar um að mér hafi orðið lítið ágengt í málaflokknum í minni formannstíð (fyrir 6 árum) sem er rétt. Ég vældi og skældi í mönnum, kom með tillögur og hvatti menn til dáða um að hafa frumkvæði í þeirri baráttu sem mér þótti þá einsýnt að væri framundan í þessu efni – hvatti menn til að hugsa og skilgreina slóðahugtakið o.fl. o.fl. Ég einfaldlega fékk engan hljómgrunn hjá t.d. þáverandi umhverfisnefnd sem mér þótti eðlilegast að myndi leiða þá vinnu.
Ég tek fram að það var ekki ætlunin að halda fram ómálefnalegri gagnrýni, eða upphrópunum og niðurrifi og finnst leitt ef menn upplifa skrif mín þannig. Miklu frekar hef ég með vísan til fortíðar viljað hvetja menn til framtíðar í þessu efni. Ég hins vegar kem hlutum e.t.v. klaufalega frá mér á prenti og þessi upplifun þín er klárlega staðfesting á því.
Það er rétt að ég veit ekki mikið um fundahöld núverandi stjórnar (enda engar upplýsingar um þau fyrirliggjandi). Vonandi er þar á ferðinni jákvæð og árangursrík vinna, enda er betra seint en aldrei í þessu efni sem öðru!
Þetta með fjölmiðlana skildi ég ekki alveg – en það má einu gilda hvaða leiðir eru farnar, ef raunverulegur og ásættanlegur (og betri) árangur næst eins og þú talar um.
En að lokum þetta, hefur þú ekki áhyggjur af þeirri lýsingu og framtíðarsýn sem fram kom í ræðu ráðherra í þinginu? Þótt ráðherra sé hin mætasta persóna og hafi góðan talanda, þá getum við ekki bara leyft okkur að hlusta á ómin frá málflutningi hennar, sem æðsta yfirmanns þessa málaflokks, heldur þurfum við að halda einbeitingunni og hirða líka um innihald orðanna.
Vonandi er ráðherra samt bara óheppinn eins og ég, með klaufalega framsetningu – meinar vel en er misskilinn….
Ferðakveðja, BÞV
23.11.2006 at 21:24 #569186Sæll Hafsteinn!
Þú átt kollgátuna – þetta er framtíðin. Varla er ráðherrann að fara með fleipur, enda hefur hún því miður misvitra ráðgjafa á báðar hendur sem leiða hana áfram. Ég setti mínar vangaveltur um málið undir liðinn "Ferðakort 4×4" sem er undir innanfélagsmál. Tel betra að við tjáum okkur þar en á opnum þráðum – ef þessir Árnskotar eru þá ekki að "hlera" þar líka…
Ferðakveðja, BÞV
23.11.2006 at 21:16 #566674Sælir félagar.
Það er ljóst að við eigum öflugan og skynsaman talsmann í Dagnýju Jónsdóttur alþingismanni. Ég hvet ykkur til að kíkja inn í umræðuna á vef alþingis, en haldnar voru 5 eða 6 ræður um málið.
Umhverfisráðherra sagði í niðurlagi svarræðu sinnar: "Áfram verður haldið vinnu við að skilgreina vegi og vegaslóða utan þjóðvegakerfisins og ég hef sett af stað starf sem miðar að þessu í nánu samráði við sveitarfélög sem hlut eiga að máli þess efnis hver tilgangur einstakra vega sé og hverjum þeirra megi loka. Eins og ég sagði er veghaldið mikið atriði og það er ástæðulaust annað en að þeim vegum á hálendinu verði lokað fyrir umferð vélknúinna ökutækja þar sem tilgangur vegar er óljós eða enginn aðili, opinber eða einkaaðili, gengst við veginum sem veghaldari. Ég vil í þessu sambandi ítreka skipulagsskyldu sveitarfélaga í þessum efnum svo og lögsögu samvinnunefndar um skipulag miðhálendis Íslands."
Að vísu nefndi hún "gott samstarf" við F4x4 og Vík fyrr í ræðu sinni. Engu að síður geta menn séð að umræðan er öll í þeim farvegi hvort; a) vegurinn sé á korti, b) hvort hann hafi tilgang, c) hvort ljóst sé hver sé veghaldari og d) hvað sveitarfélögunum finnist um hann….
Ráðherra lýsir því beinlínis yfir að ástæðulaust sé annað en LOKA þeim vegum sem hafa óljósan tilgang EÐA enginn aðili opinber né einkaaðili gangist við veginum sem VEGHALDARI.
Þar hafið þið það – teningunum er kastað, ráðamenn eru búnir að mynda sér skoðun um viðmið í þessu efni! Þessi orð ráðherra þýða auðvitað á mannamáli að öllum vegum sem Vegagerð ríkisins, sveitarfélög eða einkaaðilar (Landsvirkjun og Rarik) sinna ekki sem veghaldarar með tilheyrandi viðhaldi og ábyrgð – VERÐUR LOKAÐ. Við erum að tala um 60-70% af hálendisvegum og slóðum á þessu skeri!!!
F4x4 hefur ekki haft nennu til að leiða umræðuna, slóð hefur ekki verið skilgreind né tilraun til þess gerð, enda hafa margir af áhrifamönnum klúbbsins talið best að gera ekki neitt! Ótrúlegt en satt!
Ég á þó enn séns í stöðunni – ég geng í Vík og treysti á þá…
Ferðakveðja, BÞV
23.11.2006 at 20:48 #566672Sælir félagar.
Ég var að komast að því nýlega að ferðamaður var dæmdur SEKUR nýlega í héraðsdómi vegna aksturs um veginn niður á Skeiðarársand, sem nb. er víða stikaður og hefur verið ekinn í meira en 45 ár! Var honum gert að greiða kr. 50.000 í sekt. Um er að ræða einn af "gullleitarmönnunum" svo kölluðu, sem hafa verið að aka þennan sama slóða síðan upp úr 1960. Fyrir þá sem ekki hafa ekið slóðann, þá standa við hann tvö hús, hann er merktur inn á kort, opinn hverjum sem er og hefur verið ekinn án athugasemda í alla þessa áratugi. Að vísu hafa landeigendur reynt að sporna við því að illa búnir bílar séu að þvælast þarna, enda sandbleytur og vandræði við hvert vegmál… Þeir eru orðnir leiðir á því að þurfa að sækja illa búna bíla á sandinn.
Sem betur fer fékkst áfrýjunarleyfi til að koma þessu máli fyrir Hæstarétt, enda arfavitlaus niðurstaða hér á ferð.
Ég vissi t.d. ekki af þessu máli þegar ég flutti málin tvö vegna mótorhjólamannanna um daginn en datt í hug að láta ykkur vita. Þetta sýnir enn og aftur að það er sótt að okkur úr ýmsum áttum og út um allt – og meira að segja misvitrir dómarar eru tilbúnir að taka slaginn gegn okkur og núgildandi lögum!Lifi frelsið til handa þeim sem frumkvæði hafa – aðrir þurfa að lúta frumkvæði annarra – bæði um frelsi og helsi…
BÞV
12.11.2006 at 22:44 #566650Sæll Snorri.
Ég vissi ekki að málið væri komið inn á borð hjá Alþingi. Þetta er akkúrat það sem ég á við. Málið verður tekið á dagskrá og reynt að koma á það einhverju skikki – það er morgunljóst.
Ég hefði helst viljað að Ferðaklúbburinn 4×4 tæki frumkvæðið í þessu máli og kæmi fram með þá lausn sem menn telja skynsamlega og farsæla m.t.t. allra þeirra hagsmuna sem uppi eru í málinu. Það er óþægilegt að fá mál aðeins til umsagnar – dæmin sanna að þegar t.d. lagafrumvarp er komið á prent og búið að leggja það fram, þá er mikil tregða til að breyta því svo nokkru nemi. Þess vegna er mikilvægt að eiga frumkvæðið, enda eru líklega fáir betur til þess fallnir en félagar í F4x4 sem eru hoknir af reynslu um þessi mál.
Ferðakveðja, BÞV
12.11.2006 at 21:48 #565932Sælir félagar.
Það heyrist lítið af rannsókn sýslumannsins á spillingunni. E.t.v. erum við hér að sjá það sem Jón Baldvin og ýmsir aðrir hafa bent á í sambandi við hlerunarmálin, að það er ekki heppilegt að löggan sjálf sé að rannsaka spillingu og meint lögbrot í eigin röðum. Líklega verður það seint sem eitthvað af viti kemur út úr því.
Það sem mér finnst skrítið er að ekkert heyrist af þessu máli frá Ólafi Helga, né frá fréttamönnum sem ég bjóst nú eiginlega við að tækju málið áfram. Annars hverfur svona umræða í öllu bullinu sem berst með fréttum daglega. Þannig er núna verið að endurvekja í Blaðinu umræðu um spillingu í fíknó sem staðfest var fyrir nokkrum árum, þar liggur nú fyrir frásögn frá þáverandi dómsmálaráðherra um að tiltekinn lögreglufulltrúi hafi gengið erinda manns sem almennt var þá talinn einn harðasti dópsali landsins og virst vera skíthræddur við hann. þetta væri ekkert merkilegt nema af því að nú eru uppi vangaveltur um að gera þennan sama löggumann að yfirmanni leyniþjónustunnar hans Björns Bjarnasonar….
Hver skyldi hafa eftirlit með honum ef af verður…?
Ferðakveðja,
BÞV
12.11.2006 at 21:33 #566646Sælir félagar.
Ég er sammála þessu – hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá eru þessi mál í mikilli deiglu nú um stundir og við skulum ekkert gleyma því að kannski er aðalástæðan mikill utanvegaakstur, sérstaklega vélhjóla á liðnum mánuðum og misserum. Það er auðvitað óþolandi að t.d. Reykjanesskaginn og Fjallabaksleiðirnar eru meira og minna útstrikaðar af hjólaslóðum á stórum köflum, langt upp í hlíðar.
Menn þurfa að sameinast um að leysa ágreining um hvað teljist utan vegar og hvað ekki á málefnalegan hátt, þannig að allir geti sem best við unað. Ef Ferðaklúbburinn 4×4 vill ekki taka forystuna í þeirri vinnu, þá gera það bara einhverjir aðrir. Hvort sem það verða menn frá Landvernd, umhverfisráðuneytinu, alþingi eða dómstólunum, þá verða settar skýrari reglur í þessu efni, enda ekki vanþörf á.Spurningin er bara hvort mennirnir sem eiga hvað mestra hagsmuna að gæta í því hvernig til tekst (jeppamenn landsins) ætla að sofa áfram þyrnirósarsvefninum í málinu og láta aðra um að móta lög og reglur í þessu efni.
Ferðakveðja, BÞV
30.10.2006 at 23:20 #565910Sælir félagar.
Það sem er athyglisvert í málinu er sú staðreynd að mennirnir eru teknir 3. júní sl. Engin frumgögn eru lögð fram og í raun ekkert fyrr en að "frumskyrsla" lögreglu uppá heilar 15 línur ratar inn í málið 13. júní og þá í tvennu lagi – þ.e. "ein skýrsla á mann" og þeim þriðja sleppt… Þó er í skýrslunni getið um að 3 vélhjól hafi verið tekin og að myndband af öllu saman sé til hjá LHG.
Málið er siðan ekkert rannsakað frekar (af hverju?) og ákæra á hendur tveimur að þremur hjólamönnum gefin út þann 19 júní sl., eða einungis 6 dögum eftir að frumslyrlsa liggur fyrir (hlýtur að verða Íslandsmet!)
Þegar málið er tekið fyrir hjá héraðsdómi suðurlands á Selfossi, er nyndbandið sagt týnt… Aðspurður "man" lögreglumaðurinn úr þyrlunni ekki til að fleiri hafi verið á mótorhjólum í þessu máli. – Hann getur ekki gert grein fyrir manninum sem skýrlega sést á tali við hann sjálfan á dskj. nr. 12 sem lagt hefur verið fram í málinu…
Hann efast í lokin um að maðurinn, sem hann í upphafi lýsti óhikað sem sjálfum sér á dskj. nr. 12, sé í raun hann sjálfur. Raunar man hann á þeirri stundu lítið eftir staðháttum og getur lítið staðfest um það sem sést á framlögðum myndum í málinu…
Að lokum upplýsir lögreglumaðurinn aðspurður, að það að handhafar lögreglu- og ákæruvalds láti aðrar reglur gilda um sig, félaga sína og þá sem þeim eru þóknanlegir – sé spilling…
Ferðakveðja,
BÞV
04.04.2006 at 12:44 #548122Ágætu félagar.
Þessi þráður er um margt athyglisverður, en mig langar aðeins til að koma að mínum pælingum um Hálendismiðstöðina í Hrauneyjum og þjónustuna þar. Á ferðum mínum í gegnum árin hef ég haft það fyrir sið að stoppa helst alltaf í Hrauneyjum, taka olíu, loft, drekka kaffi og slafra hamborgara eða súpu. Stundum hefur maður líka gist þarna ef þannig hefur verkast.
Oftast hefur mér fundist gott að koma þarna, starfsfólkið skemmtilegt og fín þjónusta. Yfir vetrarmánuðina eru viðskiptin að stórum hluta byggð á jeppa- og vélsleðamönnum sem eru á ferðinni. Helstu hagsmunamál okkar eru því að ætíð sé til gott eldsneyti og loft á fákana og góður viðurgerningur fyrir okkur mannfólkið.
Þarna um daginn, þegar Þórir lenti í þessum hremmingum með olíuna var ekkert loft í boði í Hrauneyjum og heldur enginn ísvari. það er auðvitað algert hallæri að ekki sé hægt að bjóða upp á virka loftdælu á þessum stað, sérstaklega m.t.t. þeirra jeppamanna sem þarna eru á ferðinni, vilja hafa ástæðu til að stoppa og eiga viðskipti. Ef svo við bætist að ekki sé hirt um eldsneytisgeyma og þess gætt að þar leynist ekki vatn/sjór, þá er nú ekki beinlínis hægt að segja að mikill metnaður ráði för í rekstrinum…. það að eiga Ísvara á stað sem þessum er líka svo augljóst og sjálfsagt að ég nenni ekki að eyða orðum til að lýsa hneykslan minni!
Á uppeftirleiðinni stoppuðum við til að fá okkur að borða og satt best að segja brá mér verulega þegar við blöstu hálf tómar hillur innan við afgreiðsluborðið. Í raun var lítið meira en einni kassi af Hrauni í boði og tveir pakkar af smokkum… Þetta var alls ekki í takt við það sem maður átti áður að venjast á þessum stað, þar sem var hægt að kaupa nánast allt til alls sem mann gat vantað í vetrarferðum. Þessu verður að breyta, það er ekki nóg að byggja við húsin og stækka þau, það verður að vera ástæða til að stoppa og kaupa þjónustu. Gott eldsneyti, loft og matur eru þar helstu hagsmunamálin.
Ég hitti Þóri á bakaleiðinni af jöklinum og skil vel hans gremju og pirring – það er fátt leiðinlegra en að eyðileggja ferðahelgi með þessum hætti og greiða auk þess kr. 50.000 fyrir ónýta/lélega olíu. Aðgát skal samt höfð í nærveru sálar og í minni sveit skriðu menn hvorki inn í né út úr rassgötum og vona ég að menn fari ekki að taka upp á slíku…
Ferðakveðja,
BÞV
31.03.2006 at 11:02 #547930Ég gleymdi að minnast á það að með því að kaupa 100 ferða lykil þá greiða menn á jeppa (ekki vörubíl) aðeins kr. 270 pr. ferð. Ef menn vilja ekki ráðast í slíka fjárfestingu, þá er hægt að lækka gjaldið í kr. 600 með því að kaupa 10 ferða kort.
Þetta er því almennt ekki dýrt og að mínu viti fráleitt að Ferðaklúbburinn 4×4 fari að væla um frekari afslátt fyrir félagsmenn.
Það er fullt af öðrum og þarfari verkefnum í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn.
Ferðakveðja,
BÞV
31.03.2006 at 10:34 #547926Sælir félagar.
Þetta mál hefur verið rekið á síðum Mbl. um nokkurt skeið, en þar hefur Ellen Ingvadóttir tekist á um þetta við Gísla Gíslason stjórnarformann Spalar. Á umræðunni eru margir vinklar og hefur hún m.a. bent á samninga við húsbílafélagið og dregið fram fáránleikann í því að flestir á stóru ammrísku pikköppunum eru jú með pallhýsi (húsbíll) stóran hluta ársins.
Á hinn bóginn hefur Gísli bent á að einhversstaðar þurfi mörkin að liggja og að þessir stóru bílar séu vörubílar í skilningi laga og reglna.
Það má ekki gleyma því að þessir bílar eru að því er mér skilst, vsk bílar, en samt á venjulegum númerum. Þeir eru fluttir inn á lægri tollum en "litlu pikköpparnir", þar sem þetta eru vörubílar í skilningi laga og reglna. Er ekki málið þá bara að fá þá fellda út úr þeim flokki alfarið, þannig að þeir séu ekki vsk bílar á bláum númerum og að menn greiði sömu aðflutningsgjöld og á minni bílum.
Það hlýtur að verða að vera eitthvað samræmi á hlutunum – maður getur ekki bæði borðað kökuna og átt hana… eða hvað?
Ferðakveðja,
BÞV
29.03.2006 at 21:39 #547764Sælir félagar.
Sammála þessu. Alltaf nauðsynlegt að leiðrétta fullyrðingar og fréttaflutning sem byggður er á vanþekkingu og sleggjudómum.
Ferðakveðja,
BÞV
23.03.2006 at 09:56 #547240Hó Beggi.
Iss, það liggur ekkert á, það kemur vetur eftir þennan vetur. Ég mæli ekki með hraðpósti – það er allt of dýrt. Betra að taka þetta bara með vorskipinu og vera svo klár fyrir næsta vetur… 😉
Ferðakveðja,
BÞV
07.03.2006 at 23:39 #543246Sæl Ella.
Sóðarnir fóru flottan túr um síðustu helgi í Hrafntinnusker. Ég held að óvissan plagi þá sem aðra varðandi næstu helgi… 101 er nú annars flottur staður 😉
Ferðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies