Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.04.2004 at 13:58 #498425
Þakka upplýsingarnar Marteinn. Mig langar að útfæra hugmynd Elvars aðeins öðruvísi.
Ég geri ráð fyrir að margir væru til í að komast yfir nothæfa útgáfu af 1:100.000 kortunum til notkunar í Nobeltec. Það ég þekki til eru langflestir að nota það forrit þó önnur séu í gangi líka (kannski hugmynd að tékka á því í könnun á aðalsíðu!). En eins og bent er á, um leið og LMÍ gæfu út disk og einn keypti, væri þetta komið á fjölda tölva innan fárra stunda.
Aukningin sem orðið hefur á notkun þessara forrita í ferðamennsku er svipuð aukningu í almennri tölvueign og -notkun landsmanna þó hún sé aðeins á eftir þeirri bylgju og ekkert sem bendir til annars en að þetta ferli haldi áfram. Innan fárra ára verður tölvuborð staðalbúnaður í flestum jeppum og menn fara umvörpum að keyra eftir kortunum, kaupa leiðir eða kópera frá öðrum, kannski án þess að hafa alltaf til þess fulla yfirsýn.
Ég lít því á það að hafa aðgang að bestu kortunum til þess arna sem öryggisatriði fyrir framtíðina og bestu kortin í dag sem ná yfir allt landið eru jú þau gömlu 1:100.000.
Ég geri ekki ráð fyrir að LMÍ séu tilbúnar að gefa þetta, eða ríkissjóður eða aðrir að koma að því, en þar sem LMÍ hafa á seinni árum breyst úr staðri ríkisstofnun í talsvert liprara þjónustufyrirtæki er kannski hægt að finna leið til að ýta við málum.
Ég myndi stinga uppá því að stjórn 4×4 ásamt öðrum félagasamtökum sem þetta myndi nýtast (Slysó, ferðafélögin etc.) að ógleymdum ríkisstofnununum (Landvirkjun, RARIK, OS etc.) settust á rökstóla og fyndu leið til að koma þessu á. Það mætti t.d. gera með fyrirfram pöntun samtaka eða einstaklinga þannig að tryggð væru kaup á ákveðnum fjölda eintaka eða að menn gæfu upp kortnúmer sem mætti taka af þegar afurðin er tilbúin og menn svo fengið disk í pósti. Þannig væri LMÍ búnar að tryggja ákveðna greiðslu fyrir kostnaði áður en ráðist væri í verkið. Áframhaldandi tekjur mætti síðan tryggja með því að bjóða áskriftarþjónustu að uppfærðum kortum og læsa þeim þannig að orginal diskur þurfi að vera til staðar svo þau nýtist. Nú og ef enginn vill kaupa er málið dautt.
Auðvitað verða alltaf einhverjir til að brjóta af sér og stela, en á að stoppa alla framþróun og fórna öryggi út af því?
kkv,
B.Rich
13.04.2004 at 11:43 #194188Þó gömlu herforingjaráðskortin (1:50.000) séu góð þá duga þau skammt austast og vestast þar sem þau eru ekki til fyrir Nobeltec svo ég viti!
Hefur einhver:
a. skannað inn kort, t.d. 1:100.000, á þessum svæðum og komið þeim inn í Nobeltec?
b. Komið kortum LMÍ af diskinum þeirra inn í Nobeltec, með eða án þeirra vitundar?
c. Rætt við LMÍ að kaupa af þeim þessi kort á formati sem hentar Nobeltec?Ég myndi glaður borga LMÍ (eða öðrum) fyrir nothæf kort af þessum svæðum sem uppá vantar – er orðinn frekar leiður á að keyra eftir, í sumum tilfellum gömlum, misgóðum útgáfum af 1:250.000
kkv,
B.Rich
01.04.2004 at 11:50 #502329Það kæmi mér á óvart ef Patrol gæti snúið 44" Trxus, frétti að það hefði verið reynt á einum sem fór á sýningu, hann komst af höfðanum niður Ártúnsbrekkuna en sprakk svo á limminu og var dreginn dauðuppgefinn til baka:-)
En grínlaust, 44" Trxus stendur fullar 44" á móti FC sem er um 42". Að auki er Trxusinn 21" á breidd og munar um minna. Svo eru þau með 6 strigalög í hliðum og þó Patrol sé ekki nema hálfu tonni léttari en hlunkurinn minn þá munar um það, ég bæli dekkin ekki einu sinni að framan fyrr en ég er kominn undir 4 pund. Þannig að þó Patrol tækist að snúa dekkjunum er það mér mjög til efs að þau kæmu vel út undir svo léttum bíl.
En ég er mjög ánægður með þau undir Fordinum!
kkv,
B.Rich
01.04.2004 at 11:50 #495012Það kæmi mér á óvart ef Patrol gæti snúið 44" Trxus, frétti að það hefði verið reynt á einum sem fór á sýningu, hann komst af höfðanum niður Ártúnsbrekkuna en sprakk svo á limminu og var dreginn dauðuppgefinn til baka:-)
En grínlaust, 44" Trxus stendur fullar 44" á móti FC sem er um 42". Að auki er Trxusinn 21" á breidd og munar um minna. Svo eru þau með 6 strigalög í hliðum og þó Patrol sé ekki nema hálfu tonni léttari en hlunkurinn minn þá munar um það, ég bæli dekkin ekki einu sinni að framan fyrr en ég er kominn undir 4 pund. Þannig að þó Patrol tækist að snúa dekkjunum er það mér mjög til efs að þau kæmu vel út undir svo léttum bíl.
En ég er mjög ánægður með þau undir Fordinum!
kkv,
B.Rich
24.03.2004 at 16:42 #499901Frétti að þetta hefði víst ekki gerst á Vatnajökli, heldur þegar þau voru á leið frá Brúarjöklinum í átt að Kárahnjúkum. Eins og þeir þekkja sem farið hafa um þetta landsvæði eru þar víða sléttur sem gaman er að þeysa, EN, það er líka nóg af giljum og hólum.
Í þetta skiptið var einn hóllinn með hengju á hinni hliðinni og þar flaug Patrol framaf, endastakkst og keyrði toppinn að aftanverðu alveg niður. Og eins og komið hefur fram er bílinn talinn ónýtur.
Hefur svo sem gerst áður á þessu landssvæði en sem betur fer virðist aðeins hafa orðið eignatjón í þetta skiptið.
B.Rich
24.03.2004 at 16:42 #492647Frétti að þetta hefði víst ekki gerst á Vatnajökli, heldur þegar þau voru á leið frá Brúarjöklinum í átt að Kárahnjúkum. Eins og þeir þekkja sem farið hafa um þetta landsvæði eru þar víða sléttur sem gaman er að þeysa, EN, það er líka nóg af giljum og hólum.
Í þetta skiptið var einn hóllinn með hengju á hinni hliðinni og þar flaug Patrol framaf, endastakkst og keyrði toppinn að aftanverðu alveg niður. Og eins og komið hefur fram er bílinn talinn ónýtur.
Hefur svo sem gerst áður á þessu landssvæði en sem betur fer virðist aðeins hafa orðið eignatjón í þetta skiptið.
B.Rich
12.03.2004 at 13:44 #193965Veit einhver hvar maður gæti fundið snúningsfætur/platta fyrir captain stóla (Econoline), vefsíða, fyrirtæki e-ð?
B.Rich
01.03.2004 at 12:04 #490316Ég er ekki með þær hér en þú getur hægri smellt með músinni á myndirnar á síðunni hengar Eyglóar og vistað þær hjá þér.
Ég skal gá heima hvort þær séu fleiri og senda þér.
Annars eru þetta, fyrir utan þitt fjölskyldufólk, Freyja mín minnst, Arndís og Stefanía Einars Stef og svo Sigursteinn hans Ingós. Og svo tíkin Dimma sem er alltaf í miðjum krakkahópnum.
kkv,
B.Rich
01.03.2004 at 12:04 #496898Ég er ekki með þær hér en þú getur hægri smellt með músinni á myndirnar á síðunni hengar Eyglóar og vistað þær hjá þér.
Ég skal gá heima hvort þær séu fleiri og senda þér.
Annars eru þetta, fyrir utan þitt fjölskyldufólk, Freyja mín minnst, Arndís og Stefanía Einars Stef og svo Sigursteinn hans Ingós. Og svo tíkin Dimma sem er alltaf í miðjum krakkahópnum.
kkv,
B.Rich
01.03.2004 at 11:46 #490312Nei því miður, ég hafði nú bara slökkt á GPS-inu enda var nú veginum fylgt að mestu og þar sem það passaði bara brunað beint af augum upp og niður brekkur og ólíklegt að það væri hægt við aðrar aðstæður.
kkv,
B.Rich
01.03.2004 at 11:46 #496894Nei því miður, ég hafði nú bara slökkt á GPS-inu enda var nú veginum fylgt að mestu og þar sem það passaði bara brunað beint af augum upp og niður brekkur og ólíklegt að það væri hægt við aðrar aðstæður.
kkv,
B.Rich
01.03.2004 at 10:24 #193885Fórum á 5 bílum í Hvanngil frá Keldum. Skroppið í Strútslaug og burrað svo gegnum Reykjadali norður á Dómadalsleið. Þrátt fyrir dumbunginn í höfuðstaðnum um helgina var bjart á okkur allan tímann og jafnvel sólarglæta inn á milli. Færið var grjóthart og bara hleypt úr til að bæta fjöðrunina.
Eins og sjá má á myndunum er ekki mikill snjór á þessum slóðum frekar en annarsstaðar en enginn krapi og allir blámar harðfrosnir. Stöku lækur skemmti okkur þó aðeins í tilbreytingarleysinu.
Stóri hlunkurinn stóð sig vel í fyrsta helgartúrnum, þó hann sé með alvöru rör var fjöðrunin svipuð og í LC90 og Patrolnum, dóttirin svaf vært þó siglt væri á seinna hundraðinu á Mælifellssandinum. Og þó tölvukubburinn sé ekki kominn í var aflið nægt til að henda þessum 4 tonnum upp allar brekkur. Eitt framdekk gegnum snjóbrú var ekkert mál, bara læsa og setja í lága-lága og bakka uppúr!Myndir hér:
http://www.eyglo.com/tvertaleid/hvanngil04/index.htmB.Rich
28.01.2004 at 10:51 #486200Sammála jeppa, engin spurning 3" rör og engan kút – setti þetta í minn gamla LC ’88 og það skítvirkaði.
B.Rich
26.01.2004 at 12:11 #485432Á þessari slóð má sjá útsýnið af Eyjafjalla- og Mýrdalsjökli um helgina.
http://www.orion.is/arni/ferdir/
22.01.2004 at 10:57 #484472Sammála Jakanum – þetta er bráðsniðugur búnaður (þegar hann virkar). En veit enginn hvað þetta kostar, hvað kostaði t.d. þessi búnaður hjá þeim í Ægi?
B.Rich
19.01.2004 at 10:48 #484686Þú klárar fljótt af öðrum geyminum þannig og bíllinn hleður hann ekki upp sjálfur heldur verðurðu að gera það sjálfur.
En ég get selt þér 24v-12v converter fyrir lítið – sjá auglýsingu!
B.Rich
09.12.2003 at 15:31 #482406Engin spurning, þú vilt ekki bara hestöfl heldur gott tog á lágum snúning. 4,2L díselvélin sem kemur í þeim er kostagripur og endist oftast bílinn ef rétt er með farið.
Öll fjörðun virkar, bara misvel. Ef þú vilt aðeins það besta eru loftpúðar málið.
Fjallakveðjur,
B.Rich
19.11.2003 at 10:45 #480966Ég fór í gegnum þessa pælingu fyrir stuttu þar sem ég var að fá heim bíl og ákvað á endanum að eiga ekkert við þetta. Aðalástæðan var sú að ef e-ð kæmi uppá með dekkin, t.d. að eitt þeirra væri ferkantað, þá færi fárra þiðsundkallasparnaður fljótt útum gluggann. Ekki þægileg staða að rukka slíkt inn yfir Atlantsála. Það er þó alltaf hægt að labba inn í Fjallasport og berja í borðið.
B.Rich
07.11.2003 at 11:52 #479812Notaði svipaða lausn og Agnar, nema notaði kúluliði frá R. Sigmundsson til að geta fært borðið fram og aftur. Eina sem vantar þarna er stærri plata sem boltast í gírkassahúsið, þ.e. götin þurfa að vera lengra frá öxlinum svo þetta verði ekki of svagt.
Hef hinsvegar verið að skoða þetta að setja skjáinn uppí loft í Fordinum. Í stærri bílum sýnist mér þetta vera frábær lausn, hægt að útfæra skjá á armi sem hægt er að færa hvert sem er, beint fyrir framan bílstjórann þess vegna, og þess á milli uppí loft svo börnin geti horft á DVD. Það er hægt að fá LCD skjái fyrir ekki stóran pening, 15" á 25 þús kall í Bónus! Best væri að taka laptopp, saga skjáinn af þar sem léttari skjár fæst varla, hengja hann í loftið og hafa svo tölvuna sjálfa á/við mælaborð, í hanskahólfinu eða milli sætanna. Muna svo bara að setja þykkt gúmmí/svamp á hornin á skjánum svo enginn slasi sig á honum. Og losunarbúnað svo fljótlegt sé að henda þessu úr og í.
B.Rich
22.10.2003 at 09:02 #478324En hvað halda menn um þessi nýju 46" dekk hjá Fjallasport – er þetta góður kostur í stað 44" Trxus?
B.Rich
-
AuthorReplies