Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.01.2008 at 13:44 #608826
Er ekki kjörið að stefna öllum á miðju landsins á laugardeginum kl 14:00, slá upp veislu og halda svo hátíðahöldum áfram í skálum allt í kring, Setur, Laugafell, Nýidalur, Gæsavötn, Grímsvötn, Hveravellir etc og láta síðan hátíðahöldin enduróma um allar rásir (eða brasið eftir veðri).
B.Rich
23.12.2007 at 01:27 #601062eða bara jólakvíði?
13.11.2007 at 12:38 #6010024 stk 46" fyrir 16"
Björgvin RichardssonOg þá þarf ég að fara að láta breikka felgurnar – hvað mæla menn með breiðu undir 4,5 tonna FORD-fjós?
04.11.2007 at 16:17 #600958Ég tæki einn skammt af 46" fyrir 16".
Björgvin Richardsson
6641821
11.10.2005 at 09:30 #528708Ekki get ég nú verið sammála því að 44" geri ekki neitt gagn, allavega ekki þegar 44" Trxus er annars vegar. Þau eru undir mínum hlunk, E350, sem sýnir 4,5 tonn á viktinni uppá Kjalarnesi tilbúinn á jökul með alla tanka fulla.
Hann hefur nú yfirleitt verið að gera svipaða hluti og 38" 2,5-3 tonna bílar og 44"Patrolar og þá á ég við spraut í brekkur, ferðahraða í þungu færi, flot í krapa og almenna drifgetu. Það er helst í blautu sumarfæri sem ferðahraðinn er e-ð minni, en það er nú kannski mest til að hlífa sjálfskiptingunni.
Að ég tali nú ekki um þegar kemur að því að klofa yfir íshryggi og sprungur eða klifra upp ísilagða árbakka.
Eftir það litla sem ég hef séð til 46" þá er ég nokkuð efins um að hún skili einhverju meiru en 44" Trxus hún er mjórri þannig að flotið ætti að vera svipað en kloflengdin er nátturulega tommu meiri ef málin eru rétt.
Hvort 49" sé málið á síðan eftir að koma í ljós. Ég efast ekki um að drifgeta í þungu færi geti verið meiri, en eftir reynsluna af 44" þá er ég nokkuð efins um að hefðbundinn búnaður (Dana 60 og sjálfskiptingar) endist til lengdar.
Eftir nokkur ár á fjöllum þá er það mín skoðun að það að komast heim segi meira en mínútur til eða frá á hverjum legg.
B.Rich
05.09.2005 at 09:46 #526208sjá myndir í albúmi!
02.09.2005 at 08:15 #196202Hafa einhverjir verið á Vatnajökli síðustu viku eða tvær eða vita um færi og snjólínu?
14.04.2005 at 09:10 #521132Einhvern veginn hefur maður allavega fengið það á tilfinninguna að ef IH hefði gert það að kröfu fyrir breytta Patrola með tölvukubb að innspýtingin væri tengd afgashitamæli sem skrúfaði fyrir eftir stuttan tíma við t.d. 800°C hefðu ófáar millurnar sparast í vélaskiptum.
Heyrði af einum sem setti mæli í og var alveg steinhissa að hann var fastur í 900°C þegar hann stóð tíkina upp Kambana. Og svo eru menn hissa að heddin fari hægri og vinstri.Einn sem er með afgashitamáli frá Gulla æi Samrás – og fer eftur honum!
23.03.2005 at 13:59 #519616Var að tala við staðarhaldara sem var að renna í hlaðið á Völlunum og hann sagði að það væru pollar í lægðum en fært ef smá skynsemi væri með í för.
Benti einnig á að leið af jökli um Fúlukvísl væri varhugaverð, mikill klaki hafi verið fyrir skemmstu í brekkunum við girðinguna sunnan Oddnýjarhnjúks en væntanlega fært norður af honum við Dauðsmannsgil.
Miðað við veðurspá má gera ráð fyrir að nóg verði að gera á dælunni næstu daga!
Góða helgi.
B.Rich
13.01.2005 at 08:42 #513292Prófið að pota með hörðu áhaldi, t.d. skrúfjárni, í annarsvegar höfuðkúpuna og hinsvegar í svera bjórvömbina á ykkur. Á hvorum staðnum eru meiri líkur á því að skinnið spretti?
Nákvæmlega það sama á við um dekk, ef það potast í það oddhvass steinn eru í raun meiri líkur á því að komi gat ef loftið heldur á móti heldur en þegar dekkið getur gefið eftir. Þetta á þó aðeins við að ákveðnu marki, ef of lítið loft er í dekkinu getur það lagst saman við felgubrún ef of greitt er ekið og höggið verður of mikið.
28.10.2004 at 11:17 #507192Þetta er hárrétt athugað hjá Theodor, það þarf afl til að snúa 44" Trxus. Þau standa fullar 44" á meðan DC er ekki nema 42" og eru mun breiðari. Í þungu færi kallar þetta á auka kælingu á sjálfskiptingu og hitamæla á skiptingu og afgas ef þú ætlar að vera viss um að vera ekki að skemma e-ð.
Ég er með 17" felgur og finnst það koma fínt út. Ég lét sjóða góðan kant og dekkin smellpassa á felguna en samt var ég alltaf að snúa þeim þangað til ég límdi þau. Þau snérust kannski ekki mikið í einu en afturdekkin sérstaklega voru alltaf að mjaka sér part úr hring í hvert skipti sem tekið var vel á þeim.
Mér hefur ekki ennþá fundist ástæða til að negla þau þó ég eigi þann möguleika ennþá, það er fanta grip í þessum dekkjum og engin ástæða fyrir nagla nema til að fá grip á blautum ís. Ég hef ekið við hliðina á DC undir Patrol sem spólaði á hjarni í brekku á meðan ég gat stoppað, tekið af stað og snúið við á sama staðnum!
Og ég get líka tekið undir með þyngdina, skellti þeim á baðviktina og hún sýndi 97 kíló fyrir dekk á felgu!
B.Rich
27.10.2004 at 12:18 #507184Ég er með þessi dekk undir E350 sem viktar 3,7 tonn tómur.
Þau svínvirka í snjó, frábært grip og eru undir þessum þunga bíl að gera svipað og 38" 90 crúser.
Ég lét ekki negla þau en míkróskar miðjuna.
Þau eru hinsvegar það breið að þau narta í öll hjólför og eru þess vegna ekkert sérstaklega skemmtileg sem keyrsludekk.
Annað sem ég rak mig hastarlega á er að framleiðandinn sprautar inní þau kvoðu til að fá þau hringlóttari. Vandamálið er að þessi kvoða losnar þegar hleypt er úr og þá er ekkert gaman að reyna að halda gripnum á götunni með lausan kílós klump í hverju dekki.
Ef ég fæ mér svona dekk aftur þá læt ég setja þau á, fer svo og hleypi úr og keyri spöl í skafli, fer með þau aftur til að tæma drulluna úr og læt svo líma þau á og balansera.
Að lokum, þessi dekk munu ekki virka fyrir bíla undir 2,5 tonn, til þess eru þau alltof stíf. Þau bælast varla fyrr en undir 4 pundum og ég er oftast með þau í kringum 2 í snjó.
En Suburban viktar nú sitt þannig að honum veitir sjálfsagt ekkert af þessu!
B.Rich
26.07.2004 at 09:48 #505064Econoline 7,3L með öllum pakkanum, 3,7 tonn með tóma tanka.
Er nema von að þetta spori djúpt!
B.Rich
30.06.2004 at 10:11 #504308Það er náttúrulega ekkert vit að fara útí svona breytingu nema setja í leiðinni four-link og þá annað hvort gorma eða loftpúða. En ætli Palli tæki ekki aðeins meira en 300 kall fyrir það, mig minnir að breytingin á Sigurfara hafi kostað e-ð meira á sínum tíma?
B.Rich
07.06.2004 at 11:21 #500330Sæll Vals
Ég var nú ekki kominn með afgashitamælinn þegar skipt var um púst en hefði nú haldið að hann lækkaði frekar en hitt við það að léttara er fyrir vélina að blása frá sér?Nei það var tölvukubburinn sem olli reyknum og hærri hita. Þessir kubbar gera náttúrulega lítið fyrir vélina annað en það að ausa meiri olíu inn. Miðað við það að mér tókst aldrei að framleiða neinn reyk á fjöllum þó drjúgt væri tekið á fannst mér það einsýnt að þesssi vél myndi þola aukna innspýtingu.
Við það að setja kubbinn í breyttist lausagangurinn, bíllinn fór að ganga skrikjótt og var í raun eins og bjáni sérstaklega á meðan hann var kaldur. Það var svartur reykur á eftir honum á öllum gatnamótum sem minnkaði ekki fyrr en hann var farinn að vinna létt og kominn á góða siglingu. En aflið var nóg, það var létt verk að þeyta honum á seinna hundraðið á stuttum tíma.
En við það að taka á þegar búið var að hleypa vel úr og svolítið verið að troða, rauk afgashitinn upp. Ef reynt var að nota overdrive-ið á meðan tekið var á í lága drifinu fór hann hratt yfir 750°C viðmiðið mitt, en ég er með nemann vélarmegin við túrbínuna.
Vegna þessa alls finnst mér einsýnt að þessi kubbbur sé svolítið overkill og að hann nýtist ekki vel fyrr en kominn er intercooler.
En það er lítið mál að henda honum úr og í þannig að hann er bara í hanskahólfinu á milli túra!En blessaður fáðu þér sverara púst, það gerir ekkert nema gott.
B.Rich
07.06.2004 at 11:21 #493072Sæll Vals
Ég var nú ekki kominn með afgashitamælinn þegar skipt var um púst en hefði nú haldið að hann lækkaði frekar en hitt við það að léttara er fyrir vélina að blása frá sér?Nei það var tölvukubburinn sem olli reyknum og hærri hita. Þessir kubbar gera náttúrulega lítið fyrir vélina annað en það að ausa meiri olíu inn. Miðað við það að mér tókst aldrei að framleiða neinn reyk á fjöllum þó drjúgt væri tekið á fannst mér það einsýnt að þesssi vél myndi þola aukna innspýtingu.
Við það að setja kubbinn í breyttist lausagangurinn, bíllinn fór að ganga skrikjótt og var í raun eins og bjáni sérstaklega á meðan hann var kaldur. Það var svartur reykur á eftir honum á öllum gatnamótum sem minnkaði ekki fyrr en hann var farinn að vinna létt og kominn á góða siglingu. En aflið var nóg, það var létt verk að þeyta honum á seinna hundraðið á stuttum tíma.
En við það að taka á þegar búið var að hleypa vel úr og svolítið verið að troða, rauk afgashitinn upp. Ef reynt var að nota overdrive-ið á meðan tekið var á í lága drifinu fór hann hratt yfir 750°C viðmiðið mitt, en ég er með nemann vélarmegin við túrbínuna.
Vegna þessa alls finnst mér einsýnt að þessi kubbbur sé svolítið overkill og að hann nýtist ekki vel fyrr en kominn er intercooler.
En það er lítið mál að henda honum úr og í þannig að hann er bara í hanskahólfinu á milli túra!En blessaður fáðu þér sverara púst, það gerir ekkert nema gott.
B.Rich
07.06.2004 at 09:00 #500322Þið fyrirgefið mér að blanda diselhlunknum í bensínumræðuna – ég var bara að benda á að það hlýtur að vera óeðlilegt að 2 tonna bíll eyði meiru en 4 tonna þó sá létti sé með bensínvél. Að sjálfsögðu eyðir díselvél að öllu jöfnu minna en bensínrokkur enda er það gulrótin með öllu olíugjaldshafaríinu. En ég á eftir að sakna þungaskattskerfisins þegar mér liggur á yfir jökul og díselrokkurinn svolgrar í sig líter á kílómeterinn!
En varðandi hrossafjöldann Jónas, nú reikni mér fróðari menn. 7,3L Powerstroke er orginal 235 hestöfl. Hvað við bætist þegar 4" galopið púst er komið undir veit ég ekki, en veit þó að ég fann töluverðan mun á bílnum við ekki stærri aðgerð. Svo er það tölvukubburinn. Sá sem ég er með er skráður +125 hross en hefur verið mældur í bekk skila 140 hrossum. Það sem ég fann var stóraukið afl en þó var enn meiri munur á toginu enda eyddi bíllinn minna á langkeyrslu þar sem hægt var að láta hann vinna á lágum snúning lengur áður en hann skipti sér. Einnig varð skiptingin öll miklu sneggri. Það sem sást var svartur reykur og snarhækkaður afgashiti. Ég er því þeirrar skoðunar að þessi kubbur sé of stór nema að til komi intercooler, sem er næstur á innkaupalistanum.
B.Rich
07.06.2004 at 09:00 #493064Þið fyrirgefið mér að blanda diselhlunknum í bensínumræðuna – ég var bara að benda á að það hlýtur að vera óeðlilegt að 2 tonna bíll eyði meiru en 4 tonna þó sá létti sé með bensínvél. Að sjálfsögðu eyðir díselvél að öllu jöfnu minna en bensínrokkur enda er það gulrótin með öllu olíugjaldshafaríinu. En ég á eftir að sakna þungaskattskerfisins þegar mér liggur á yfir jökul og díselrokkurinn svolgrar í sig líter á kílómeterinn!
En varðandi hrossafjöldann Jónas, nú reikni mér fróðari menn. 7,3L Powerstroke er orginal 235 hestöfl. Hvað við bætist þegar 4" galopið púst er komið undir veit ég ekki, en veit þó að ég fann töluverðan mun á bílnum við ekki stærri aðgerð. Svo er það tölvukubburinn. Sá sem ég er með er skráður +125 hross en hefur verið mældur í bekk skila 140 hrossum. Það sem ég fann var stóraukið afl en þó var enn meiri munur á toginu enda eyddi bíllinn minna á langkeyrslu þar sem hægt var að láta hann vinna á lágum snúning lengur áður en hann skipti sér. Einnig varð skiptingin öll miklu sneggri. Það sem sást var svartur reykur og snarhækkaður afgashiti. Ég er því þeirrar skoðunar að þessi kubbur sé of stór nema að til komi intercooler, sem er næstur á innkaupalistanum.
B.Rich
03.06.2004 at 16:13 #500298Þið hljótið að keyra með gjöfina í gólfinu og spóla á milli allra ljósa! Trukkurinn minn er undir 22L í innanbæjarakstrinum og fer undir 20 í langkeyrslu, eftir að ég setti í hann tölvukubbinn og rokkurinn orðinn 400 hestöfl fór hann undir 19L/100km á langkeyrslunni.
Og takið eftir því að þetta er hátt í 4 tonna bíll!
Er 7,3L Powerstrokeinn svona mikill sparibaukur miðað við þessa japönsku rokka?
B.RichP.s. Ég játa að það er hægt að láta hann eyða alveg helling á jökli, 70-80L/100 km hefur mér sýnst ekki vera óalgengt. Enda kaupi ég bara Norður-Noregs olíuna af AO
03.06.2004 at 16:13 #493039Þið hljótið að keyra með gjöfina í gólfinu og spóla á milli allra ljósa! Trukkurinn minn er undir 22L í innanbæjarakstrinum og fer undir 20 í langkeyrslu, eftir að ég setti í hann tölvukubbinn og rokkurinn orðinn 400 hestöfl fór hann undir 19L/100km á langkeyrslunni.
Og takið eftir því að þetta er hátt í 4 tonna bíll!
Er 7,3L Powerstrokeinn svona mikill sparibaukur miðað við þessa japönsku rokka?
B.RichP.s. Ég játa að það er hægt að láta hann eyða alveg helling á jökli, 70-80L/100 km hefur mér sýnst ekki vera óalgengt. Enda kaupi ég bara Norður-Noregs olíuna af AO
-
AuthorReplies