Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.12.2008 at 22:48 #635640
Þakka svörin.
Nú ætla ég að koma upp um heimsku mína í GPS málum. Ég hélt að það væri sjálfsagður hlutur að það væri áttaviti og hæðarmælir í öllum svona tækjum. Eru þetta fídusar sem eru 5.000-12.000kr virði að hafa?Og svo til að hafa allt í sömu setningunni; hverjir halda námskeið í notkun á svona tækjum? Svona svo maður kunni eitthvað á þetta þegar maður villist.
Kv.
Ásgeir
28.12.2008 at 13:47 #203420Sælir vitringar.
Ég er algjör nýliði í GPS tækninni en er fullur vilja til að læra, en er ekki viss hvaða tæki hentar mér. Ég er að leita að ódýru handtæki til að taka með í rjúpnaveiði og einstaka fjallaferðir að sumri.
Ég hef verið að velta fyrir mér kaupum á Garmin GPS handtækjum. Eins og staðan er í dag líst mér vel á Garmin eTrex. En það er til í tveimur útgáfum; eTrex Legend og eTrex Vista og eftir því sem ég kemst næst (eftir skoðun á heimasíðu Garmin á Íslandi) er eini munurinn sá að Vista tækið er með rafeinda-kompás og hæðamælir (Baro-mælir) en Legend tækið ekki. Þess vegna velti ég því fyrir mér hversu mikilvægir eru þessir eiginleikar og eru þeir þessi virði að borga 5.000-12.000 kr aukalega fyrir þá?Kv.
Ásgeir
02.11.2008 at 23:26 #203149Sælir.
Ég er að velta fyrir mér kaupum á 1999 árgerð af Terrano II 2.7 dísel óbreyttum, og er að velta fyrir mér veseninu við að koma 33″ undir hann. Ég er búinn að leita dyrum og dyngjum að spjallþráðum um þetta efni hér á vefnum og er eiginlega frekar litlu nær. Upplýsingar eru mjög misvísandi og frekar takmarkaðar. Getur einhver sagt mér nákvæmleg hvað þarf að gera til að koma 33″ undir með sem minnstri fyrirhöfn? Er einhver sem stendur í þessum breytingum í dag sem er til í að leyfa mér að sjá hvað hann er að gera? Eða jafnvel einhver sem á nákvæmlega svona bíl sem er til í að leyfa mér að skoða, og segja mér hvað hann gerði?Kveðja
Ásgeir
20.07.2008 at 22:20 #626234Eitthvað svona?
http://www.imp.is/default.asp?cat_id=88Eða svona?
http://www.seglagerdin.is/nseglagerdin/ … %5Fa/bila/Kv.
Ásgeir
02.06.2008 at 20:18 #623854Ég man nú ekki hverjir eiga þennan metan pallbíl, en ég veit að hann er af gerðinni Dodge Dakota og er hvítur á litinn og með RISA stórar og svakalega áberandi METAN merkingar á hliðinni. Mætti honum einmitt um daginn og sneri mig nærri úr hálsliðninum enda ekki á hverjum degi sem maður sé amerískan V-8 metanbíl.
Kv.
Ásgeir
24.05.2008 at 15:34 #623392Þessir bílar eru langt því frá að vera hráir, þeir líta út eins og kokteill af LC 80 og LC 100 en koma til með að vera seldir hér heima undir nafninu Icetoy. Mig minnir að hann eigi að vera með sama drifbúnað og LC og þal. með alvöru hásingu að framan, en ég er ekki viss með vélina.
Hjalli er búinn að vera að vinna í því að fá bílana skráða hérna heima en það er eitthvað vesen að fá Kínverjana til að gefa út einhverja gerðarviðurkenningu eða einhvern fjandann. Prófið bara að slá á hann Hjalla á mánudaginn, síminn í Bílakringlunni er 587 1099.Kv.
Ásgeir
20.05.2008 at 00:44 #623082í fljótu bragði man ég bara eftir bmvehf.is, VDO, bílaverkstæðið Holt (holt1.net), Vélaver, Mopar.is, cfmoto.is og svo var einhver hestaverslun uppá Bíldshöfða sem ég get enganveginn munað hvað heitir einhvern tímann með hjól en ég held að það hafi verið samskonar hjól og VDO eru að selja.
Kv.
Ásgeir
18.05.2008 at 22:37 #623072Heiðar.
Hver er hámarkshraðinn á Kynmco hjólinu þínu? Hvað ertu búinn að eiga það lengi og hvaða viðhaldi hefurðu þurft að sinna á þeim tíma?
Kv.
Ásgeir
14.05.2008 at 20:03 #622754Óhappið sem Múkinn hér fyrir ofan lenti í var í Jökulsá á Fjöllum og barst þar með straumnum eina 500 metra. Bílstjórinn sá þann kost vænstan að skella sér til sunds í beljandi stórfljótið og reyna að labba til baka í þeirri vona að mæta einhverjum eða allavega reyna að komast uppí Herðubreiðalindir og gera skálavörðum viðvart. Þegar hann náði landi fleiri hundruð metrum neðar var hann svo kaldur og magnþrota að hann gat sig nánast hvergi hreyft. Þá var þýskur hjólreiðamaður þegar farinn af stað inn að Herðubreiðarlindum til að láta vita af óhappinu. Síðan var kallað út allt tiltækt lið björgunarsveita og lögreglu og Landhelgisgæslan látin vita. Þyrlan átti þó erfitt um vik að komast á staðinn þar sem töluverð þoka var á staðnum. Brugðu björgunarsveitarmenn þá á það ráð að fleyta björgunarbáti í böndum niður að Múkkanum og reyna þannig að ná til farþeganna. Sá bátur rifnaði og björgunarmennirnir komust við illan leik upp á þak rútunnar, sem nú var nánast alveg komin á kaf. Þegar þarna var komið var þyrlan komin af stað en fór frekar hægt yfir sökum þoku og þurfti að þræða í lágflugi upp ána. Nú var kominn vélknúinn björgunarbátur á staðin og var hann notaður til að ferja fólkið í land. Engin teljanleg slys urðu á fólki, en þetta er þó rútuferð sem rennur farþegunum seint úr minni.
.
Þetta er sagan í mjög grófum dráttum eins og ég man hana úr bókinni Útkall; Upp á líf og dauða, eftir Óttar Sveinsson sem kom út árið 2000. Í þeirri bók eru alveg magnaðar myndir og ótrúlega skemmtileg frásögn um óhappið. Ég hvet alla til að lesa Útkalls bækurnar hans Óttars, alveg frábærar bækur.Kv.
ÁsgeirP.s. Múkkinn var lagaður og notaður í mörg ár eftir þetta og gæti þess vegna verið enn í notkun
05.05.2008 at 20:28 #622440Talandi um plastbox. Rúmfatalagerinn er að selja box undir sessur sem ég held að gætu verið sniðug á svona pallbíla.
Þar sem þetta hjálpartól með linka virkar ekki þá er hér linkur á mynd af svona boxi http://www.rumfatalagerinn.is/rl/vefver … y_id=90829
Kv.
Ásgeir
05.05.2008 at 15:14 #622200Það sem ekki er ætlað fyrir almenning ætti að vera á lokuðum þræði sem þessum en aðrir þræðir opnir. Mér finnst algerlega fráleitt að loka spjallinu alveg fyrir almenningi.
Kv.
Ásgeir
04.05.2008 at 21:48 #622078Eftir aðra umferð á sýninguna breyttist viðhorf mitt töluvert. Þetta var hin skemmtilegasta sýning og alltaf e-ð í gangi. Búið að setja upplýsingar við flesta bíla og starfsmenn boðnir og búnir að veita manni upplýsingar, eitthvað hafði meira að segja bæst við af bílum. Ég fer þó ekki ofan af því að það var allt of mikið af bílum sem áttu ekkert erindi á þessa sýningu, en það var samt alveg þess virði að fara og hellingur af merkilegum tækjum.
Kv.
Ásgeir
03.05.2008 at 18:47 #622062Menn eins og Þorsteinn eru sko ekki á hverju strái og er ég alveg kjaftstopp yfir viðbrögðum hans. Ég hef þegar sett mig í samband við hann og sagt honum að ég muni þekkjast boðið.
Kv.
Ásgeir
02.05.2008 at 21:23 #622048Gleymdi að nefna að 4×4 básinn var eini básinn sem var tilbúinn og fullmannaður. Einhverjar óánægjuraddir heyrði ég vegna þess að 4hlauparinn var svo gamall en mér fannst hann bara koma vel út þarna.
Kv.
Ásgeir sem er ennþá pirraður
02.05.2008 at 19:33 #202392Ég verð bara að segja eins og er að ég varð fyrir VERULEGUM vonbrigðum með sýninguna. Ég fór núna áðan og er alveg miður mín að ég skuli hafa látið plata af mér 1500 kr.
Sárafáir básar voru tilbúnir og þeir sem voru tilbúnir voru ómannaðir, upplýsingar um þessa fáu áhugaverðu bíla voru í algjöru lágmarki og sumstaðar engar upplýsingar að fá. Allt of mikið af bílum sem voru þarna eiga ekki heima á svona „dellu“ sýningu. Maður fær ekki miða þegar maður borgar sig inn og því get ég ekki farið aftur á morgun og séð sýninguna fulluppsetta án þess að borga mig inn aftur.
Þessi sýning ætti að vera sýningarnefnd 4×4 víti til varnaðar.Kv.
Ásgeir pirraði
18.04.2008 at 22:21 #202326Ég er með póleraðar álfelgur og er búinn að reyna hin og þessi efni til að hreinsa þær en ekkert virðist virka almennilega. Það eru alltaf einhverjir blettir og smá ský á felgunum. Hvaða efni hafa reynst ykkur reynsluboltum best við þessar aðstæður?
Hér er mynd af svipaðri felgu frá sama framleiðanda. http://i31.photobucket.com/albums/c375/ESCKracker/058_HD.jpg
Kv.
Ásgeir
09.04.2008 at 20:29 #620008Úps
09.04.2008 at 20:28 #620006Ég er sammála Hjörleifi að öllu leiti. Það verða að vera bílar þarna sem höfða til sem flestra, þeas. frá 32" og allt uppí 54" og á sem breiðustu verðbili og af sem flestum tegundum. Veit meira að segja um eina Lödu Sport sem myndi sæma sér vel þarna, og svo náttúrlega pikkinn minn:)
Kv.
Ásgeir
08.04.2008 at 18:51 #619948Ég hef nú átt nokkur stykki og Lada er og verður alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér, enda einhverjir bestu bílar sem ég hef átt.
Þessir EÐAL bíla eru ennþá framleiddir með gamla laginu en árið 1995 komu þeir með nýjum aftur enda og nýrri innréttingu og 1,7 lítra vél. Þeir bílar sem framleiddir eru í dag eru með þennan sama aftur enda en aðeins uppfærðri innréttingu. Á árunum 2000-2001 voru fluttir inn að mig minnir ein 50 stykki og voru seld að mestu leiti til bílaleiga oþh. Nú fyrir síðustu jól voru síðan fluttir inn enn fleiri bílar og er enn verið að selja þá.
Nivan sem við þekkjum hérna heima er líka framleidd fimm dyra og með dísel vél en hún stenst því miður ekki mengunarkröfur ennþá, en það er í vinnslu.
Chevrolet og AvtoVAZ tóku saman höndum og smíðuðu Chevrolet Niva, sem var upprunalega hannaður af Rússunum en Chevy menn hrærðu síðan aðeins í.
Ekki hefur verið starfrækt eiginlegt Lada umboð eftir að B&L gáfu þær upp á bátinn en Planið var allavega að selja þá fyrir mann sem heitir Sigurður og bílaverkstæði I Halldórssonar(minnir mig að það hafi heitið) var með varahlutalager og verkstæði fyrir þá.
Ég veit um eina til sölu á 33" dekkjum með Fiat 2000 mótor, hafðu samband ef þú hefur áhuga.Kv.
ÁsgeirLuxury
Auto
Don’t
Argue
29.03.2008 at 17:57 #618734Ég er mjög fylgjandi fyrirhuguðum mótmælaaðgerðum og hef verið að fylgjast með mótmælum trukkabílstjóra. En þá datt mér í hug. Er ekki hætt við því að ef að ríkið lækkar/afleggur álögur á eldsneyti að það lækki bara tímabundið og hækki svo aftur eftir nokkra mánuði? Svipað og gerðist með matarskattana, olíufélögin taka þá bara meira til sín. Verður ekki að gera kröfu um eitthvað eftirlit til að koma í veg fyrir að það gerist?
Kv.
Ásgeir
-
AuthorReplies