You are here: Home / Ásgeir Bjarnason
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
||||
Menu |
Sælir.
Ég þakka góð viðbrögð. Ég talaði við Rafstillingu og hann sagði mér þær sorgarfréttir að fyrir um ári hefði hann hent hálfu fiskikari af "sovíesku gulli" eins og hann orðaði það. En hélt að hann gæti kannski lappað upp á þann gamla. Á eftir að tala við hina, geri það sennilega á morgun. Takk aftur.
Kveðja
Ásgeir
P.S. Rafstilling er í Dugguvogi.
Sælir.
Ég er í vandræðum með alternatorinn hjá mér og vantar upplýsingar um fyrirtæki sem selja/gera upp tora.
Eru ekki einhver fyrirtæki sem gera upp gamla startara og alternatora og selja aftur, og maður getur jafnvel sett gamlan startara/tor uppí „nýjan“?
Kveðja
Ásgeir
Sæll Snorri.
Segðu mér eitt; hver er bremsugeta fólksbíls á 39" dekkjum?
Kveðja
Ásgeir
Sæll Kristinn
Ég held að þú hljótir að hafa sett eitthvað annað met fyrst þú þarft að taka gír og millikassa úr sama bílnum fimm sinnum í sama mánuðinum. Geturu ekki bara útbúið eitthvað svona "Cklick-on=Click-off system" á kassana ef þú ætlar að fara að leggja þetta í vana þinn?
Kveðja
Ásgeir