Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.10.2005 at 14:11 #196485
Vita menn um eina slíka sem selur varahluti og aukahluti í jeppa? kveðja, Arnþór
12.10.2005 at 13:57 #529136Sagan er þessi: vélin er keyrð hátt í 200 þús km og hefur lekið smurolíu sl. 3-4 ár og fór lekinn vaxandi. Kom hann fram á ýmsum stöðum og erfitt að greina upprunann. Undir það síðasta var olía farin að smita út undan ventaloki. Fræðingar sögðu að vélin væri farin að "blása" þ.e. úr strokkum væri farið að blása inn í rýmið sem smurolían ferðast um. Í fyrri viku var heddið tekið af. Þá kom í ljós að strokkar voru orðnir slitnir og loftaði greinilega niður með hringjunum. Hedd, ventar og heddpakkning annars í lagi. Ráðgert var að rýma út strokkana og setja yfirstærð af hringjum. En við frekari skoðun kom í ljós að sveifarás er boginn og stangalegur orðnar slitnar. Auk þess óvíst að dugi að setja yfirstærð af hringjum. Áætlaður viðgerðakostnaður er nú orðinn mjög hár. Þess vegna er ég að huga að því að setja nýja/aðra vél í bílinn.
Þætti gott að heyra fleiri ábendingar um hvað væri vit að gera í stöðunni.
Arnþór
12.10.2005 at 10:07 #196438Sælir félagar, 2,8 l ´díselvélin mín var að gefa upp öndina. Mig vantar því aðra vél í annars ágætan og vel breyttan 38″ bíl. Hvað er helst til ráða? Allar hugmyndir og tilboð vel þegin.
kveðja, Arnþór
02.05.2005 at 14:59 #522008Sælir félagar, ég vil þakka nefndinni fyrir að vinna þessa þörfu skýrslu. Hins vegar er ég mótfallinn því að klúbburinn byggi hús til fundahalda. Ég tel húsnæðisvanda klúbbsins stórlega ýktan eða í versta falli auðleysanlegan með frekara samstarfi við Ferðafélagið (samnýting skrifstofu pg ekki síst þeirra stóra salar í kjallaranum). Húsnæði til fundahalda er til í hundraðatali um allan bæ og ekkert mál að fá afnot. Enda höfum við gert það með bara allgóðum árangri alla tíð. Skrifstofuhúsnæði og geymslur í hvaða stærð sem er fást á leigu fyrirhafnarlaust og það getur verið kostur að vera leigjandi (eins og einmitt nú þegar farið er að þrengja að okkur). Þá segir maður einfaldlega upp leigunni og finnur sér stærra.
Mér finnst að við þurfum að liggja meira yfir "Framtíðarsýn" og "Skilgreining á þörfum" áður en farið verður af stað. Það er t.d. alls ekki okkar að byggja húsnæði til að leigja öðrum. Ég skil heldur ekki það auglýsingagildi sem eigin húsnæði á að hafa. Að vera í "eigin húsnæði" hljómar dáldið grand og er sannarlega í anda þjóðarsálarinnar. Hins vegar er þetta ekki einfalt mál og er að mínu mati stórháskalegt fyrir félagsstarfið.
Í þessu sambandi vek ég athygli á að Leikfélag Reykavíkur hefur að margra mati enn ekki náð fyrri getu eftir að þeirra húsdraumur rættist. Þar á bæ var félagslíf og list því betri sem vatnið á gólfi búningsklefanna í kjallaranum í Iðnó stóð hærra. Önnur félagsleg hörmungasaga er húsbygging Karlakórs Reykjavíkur (Ýmir) sem nú er til sölu í því skyni að bjarga kórnum frá yfirvofandi félagslegri og fjárhagslegri eyðileggingu.
Þá er að nefna Sinfóníuna sem aldrei hefur átt sitt hús en leikur þó betur um þessar mundir en nokkru sinni fyrr.Klúbbstarfið okkar fer fram vítt og breytt um landið, í mánaðarritinu okkar, á smærri félagsfundum og nefndafundum, í ferðum upp um fjöll og firnindi, í bílskúrum hér og þar og í seinni tíð ekki síst hér á internetinu. 300 fermetra fundahús í Reykjavík að verðmæti 30-40 milljónir króna er alls ekki knýjandi. Hins vegar líst mér frekar á að klúbburinn stuðli á einhvern hátt að því að viðgerðaaðstaða bjóðist klúbbfélögum sem þess þurfa. Sem Patroleigandi myndi ég satt að segja setja gott viðgerðaskýli/skúr við Setrið framar á forgangslistann.
Ef hugmyndin um húsbyggingu verður ofaná tel ég afar mikilvægt að stofnað verði sérstakt félag um byggingu, eignarhald og rekstur hússins og fjárhagur þess aðskilinn algerlega frá fjárhag klúbbsins. Með því móti verður dregið úr hættunni sem klúbbstarfinu kann að vera búin.
kveðja,
Arnþór – R1727
30.03.2005 at 08:14 #520012Sæll Jóhann Pétur,
ég á handa þér orginal kamb og pinion ef það kemur að einhverju gagni. Þetta er úr ’93 Patrol. Kveðja, Arnþór (email: arnthor.thordarson@ndf.fi)
07.01.2005 at 21:03 #512450Bestu þakkir fyrir allar þessar ábendingar.
Kveðja,
Arnþór
05.01.2005 at 12:09 #195167Sælir félagar. Ég er með Patrol 2.8 lítra dísel með túrbínu og millikæli. Túrbínan lekur orðið meiri og meiri smurolíu sem berst yfir í millikælinn og svo alla leið inn í soggrein. Ég er að velta fyrir mér hvernig maður fer að því að laga þetta. Mér sýnist helst að það sé farin pakkdósin á túrbínuöxlinum. IHelgason selur ekki þessar pakkdósir. Veit einhver hvar fær maður nýja slíka pakkdós?
Hvað ber helst að varast við að rífa úr túrbínuna og í sundur og skipta um sjálfur.
Þarf etv. sérfræðing í þetta?
Etv. er hægt að benda mér á gamlan spjallþráð um þetta málefni. Þakkir og kveðja, Arnþór
04.01.2005 at 09:10 #512166Aldeilis fínn dagur hjá ykkur á Skjaldbreið sl. sunnudag. Virkilega gaman fyrir okkur sem heima sátum að sjá myndirnar ykkar. Lýsi ánægju minni með síðuna þína, Þrándur. Flottar myndir og ekki síður myndatextarnir. Vafalaust mjög fróðlegt fyrir marga.
kveðja, Arnþór
14.09.2002 at 14:07 #191681Spurning dagsins: er okkar ágæta stjórn búin að dagsetja árshátíð Ferðaklúbbbsins í ár? Arnþór
27.08.2002 at 14:52 #191658Bendi á frétt um málið í netútgáfu norska blaðsins Verdens Gang:
http://www.vg.no/pub/vgart.hbs?artid=354165k
Arnþór
29.07.2002 at 21:11 #462596Ég heyrði á tal tveggja góðra f4x4-manna í Fálkanum í dag: Orsök vandans sem hér er rætt um er að með aldrinum tapar Patrol-vatnskassinn hæfileikanum til að kæla vatnið sem um hann streymir. Fíngerðar kælirillurnar, sem eiga lykilþátt í að flytja varmann úr vatninu yfir í loftið sem gegnum kassann streymir, einfaldlega étast upp og hverfa af kassanum. Einhvers konar tæring að utanverðu. Að framan getur kassinn virst í lagi en þegar skoðaður er bakhlutinn kemur hið sanna í ljós. Afar áhugavert sem hugsanleg orsök hitavandamáls og síðan bilaðrar heddpakkningar.
Arnþór
-
AuthorReplies