Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.10.2006 at 00:12 #565136
sælir
Ég man eftir þessum þræði og mig minnir að Skúli H. fyrverandi formaður hafi verið að skrifa eitthvað hvernig þetta var gert í gamla Runnernum hans !
kv
AB
24.10.2006 at 17:29 #564610sælir
Ég hef það sterklega á tilfinningunni að Síminn ætli sér að nota úreldan grunn NMT kerfisins til að byggja upp CDMA450 kerfi og uppfylla þannig einhverjar kröfur um öryggiskerfi í kringum landið (á sjó) og nota gagnaflutningsgetuna sem krydd. Af hverju í ósköpunum ættu þeir að vera að eltast við miðhálendið ?
Ferðaþjónusta á hálendinu er bundinn við tiltölulega fáa staði þar sem mikið af ferðamönnum kemur eins og t.d. Landmannalaugar, Laugarveginn, Þórsmörk o.s.frv. og eru þessi svæði nokkuð vel dekkuð með VHF og jafnvel beintengd suður í gegnum landlínu. Ég sé ekki að Síminn sjái sig knúna til að rigga upp einhverju "landsdekkandi" öryggiskerfi fyrir okkur hina, sérstaklega þegar ríkisstjórnin hefur nú kynnt háleitar hugmyndir um útbeiðslu Tetra. Ég er sammála Eik og held við getum afskrifað CDMA450 núna strax.
Erum við ekki að einblína of mikið á að eitt kerfi geti dekkað landið allt? Væri ekki betra að hugsa þetta út frá öðrum forsendum og segja t.d. að með einhverjum tveimur kerfum sé landið dekkað. Eina sem þarf að gera er að bera saman þau svæði sem eru í skugga í báðum kerfum og útrýma þeim með uppbyggingu t.d. VHF kerfisins. Kerfin tvö sem ég er með í huga eru VHF og Globalstar en það síðarnefnda er ansi nálægt því að vera orðið á samkeppnishæfu verði (ódýrara en Irridium) og skuggablettirnir eru ekki umtalsverðir eða hvað (það er kannski erfitt að kortleggja þá) ? Það verður alla vega forvitnislegt að fylgjast með framþróun Globalstar á næstunni.
kv
Agnar
23.10.2006 at 12:09 #564900sæll Kristmann
Lentirðu í einhverjum kappræðum við pabba þinn í sunnudagsmatnum í gær um lofthreinsara og gasdempara 😉 Það hefði reyndar verið mjög forvitnilegt að sjá Súkkuna þína í action í Vatnajökulstúrnum í vor og bera hana saman við 100 Crúserinn.
Svo ég leggi nú eitthvað af viti í þessa umræðu þá held ég að þessi standpínukeppni (sem er bytheway bara nokkuð skemmtileg fyrir okkur hina dellukarlana sem fylgjumst með af hliðarlínunni) sé því miður bara ákkúrat það, menn eru líklega ekkert að komast lengra á þessum tröllum nema kannski í miklum krapabreiðum og við háar skarir í ám. Auðvitað getur munað um 44" framyfir 38" í 5% tilfella og sjálfsagt hefur 49" eitthvað fram yfir 44" í 4% tilfella (vantar kannski aðeins meiri reynslu á þessa bíla) en það bara skiptir ekki máli held ég. Þetta er einfaldlega standpínukeppni um kraft, þægindi og BÍLADELLU á háu stigi….. sem er bara allt í lagi Eitthvað verða menn að finna sér til dundurs í þessu snjóleysi !
kv
Agnar
p.s. 90 Cruiserinn vegur ca 2200 kg +/-100 kg á 38" án farþega og ekki fullur af drasli.
18.10.2006 at 13:48 #198753sælir
veit einhver hvar hægt er að kaupa klemmur til að festa vinnuljós í „rennuna“ á bílnum (Patrol ´92) ?
Finnst það betri lausn en að festa í skíðabogana.
kv
Agnar
16.10.2006 at 09:48 #563554sæll Tryggvi
Ég er með IPF tveggja geisla (ekki punkt). Háu ljósin lýsa meira til hliðana en lágu en ég hef ekki ennþá fundið þörfina fyrir meiri punktlýsingu en þeir lágu gefa. Ljósmagnið frá þessum kösturum er flott og þeir baða upp umhverfið, sérstaklega í snjó. Ég hef notað þá mikið á veturna síðustu þrjú ár, bæði í offroad ferðum og líka á fáförnum sveitavegum. Ég var áður með Hella 3000 og munurinn á milli þessara kastara er svakalegur.
IPF ljósin hafa ekki truflað mig og gamla Pattann vegna orkunotkunar þótt ég sé bara með einn geymi í bílnum og er með allan andskotann tengt við hann.
Eina er að þeir eru smá viðkvæmir, það er álbotn í þeim og það eiga til að koma sprungur í þá ef þeir eru ekki [url=http://gullengi25.fotki.com/jeppaferdir/ferir_ri_2006/vatnajkull/img_5999.html:2mlx5u5x][b:2mlx5u5x]stífaðir af að ofan[/b:2mlx5u5x][/url:2mlx5u5x].
kv
Agnar
p.s. bið að heilsa Valgeir kerfiskalli
15.10.2006 at 22:19 #563530sælir
já þú ert að líta framhjá því að þú átt að kaupa þér tveggja geisla [url=http://http://www.arb.com.au/ipf_930_australia.htm:1skk8iad][b:1skk8iad]IPF Super Rallye 930[/b:1skk8iad][/url:1skk8iad] ljós hjá Benna með gulu gleri (best í snjónum). Bestu kastarar fyrir peningin að mínu mati og lýsa eins og móðir !
Kosta um 40 þús með plug and play tengisetti. Mæli einnig með að stífa kastarana af að ofan, hægt að fá það frá IPF líka.
Minnir að hái geislinn sé 170W en sá lági 100W og hægt er að fá þau bæði sem punktkastara og dreifi … en þú veist þetta kannski allt saman
kv
Agnar
15.10.2006 at 13:59 #563524ég er sammála Snorra varðandi þetta mál, ég finn ekkert að því að Kjölur verði malbikaður tilhanda ferðamönnum (þ.m.t. okkur) enda er þessi vegur hvort eð er enginn F-vegur að sumri til. Uppbyggður vegur (hraðbraut) væri stórslys fyrir þetta svæði.
Ég sé þó fyrir mér stóraukinn fjölda útkalla hjá björgunarsveitum að sækja erlenda og innlenda ferðamenn að hausti til þegar þeir ætla að skreppa á Hveravelli eftir þessum fína nýja malbikaða vegi
kv
Agnar
12.10.2006 at 10:14 #563308sælir
Við búum við skrýtinn raunveruleika í dag. Þarna var maður dæmdur fyrir brot á náttúruverndarlögum án þess að valda nokkrum náttúrspjöllum (hann festi sig væntanlega í skurðinum á leiðinni til baka) en við upphaf slóðans hefur (utan vegar skv dómsorði) hefur verið grafinn skurður og 60 metra frá er malbikaður vegur. Er ekki augljóst hver framdi hin raunverulegu náttúruspjöllin í þessu tilviki ??
kv
A
10.10.2006 at 19:54 #563012ok, takk fyrir það.
kv
AB
10.10.2006 at 12:56 #198695sælir
Veit einhver hvort LC 90 (með 3.4 lítra bensínvélinni) er með sama kram að framan og díselbíllinn ? Þá er ég að tala um ´97 – ´04 módelin.
kv
Agnar
08.10.2006 at 21:47 #562866Goðasteinn eða kannski Þursaborg….. ekki það að þeir tengist truntum á nokkurn hátt að mínu viti en þeir eru alla vega ekki rétt (nákvæmlega) merktir á kort.
kv
AgnarBen
06.10.2006 at 14:55 #561974um aldna höfðingja, þessi Patrol er svo ljótur að hann er fallegur, svokölluð hringkenning …… eða eitthvað svoleiðis.
Meira um svona þræði takk, bráðskemmtilegt að fylgjast með þessum pælingum þó maður hafi ekki lagt orð í belg.
kv
Agnar
03.10.2006 at 10:54 #562046sælir
Talaðu bara við þá upp í P.Sam, þeir geta sagt þér allt sem þú þarft að vita um þetta. Ég er ekki viss um að þetta sé allt svona slétt og skorið eins og fram kemur hér að ofan, t.a.m. þá er einhver blæbrigðamunur á ´98 og ´97 vélinni en líklega er það eitthvað í sambandi við heddið þar sem það var hundlélegt í ´97 bílnum og fór í þeim flestum í 100 – 150 þús.km.
kv
Agnar
14.09.2006 at 00:17 #560096Lúther, prófaðu að tala við [url=http://http://www.f4x4.is/new/profile/?file=4947:23il8l2c][b:23il8l2c]Óskar Andra[/b:23il8l2c][/url:23il8l2c], hann á ábyggilega eitthvað fyrir þig.
kv.AB
25.07.2006 at 11:43 #556758sælir
Það er líka rosa flott tjaldsvæði við Berserkjahraun, þegar þú kemur niður úr skarðinu þá beygirðu til vinstri (Stykkishólmur til hægri) og strax út af veginum, ekur síðan í gegnum Berserkjahraunið, um leið og þú kemur út úr því hinum megin eru grasflatir við hraunjaðarinn sem gaman er að gista við. Engin hreinlætisaðstaða er á staðnum.
Góða ferð
Agnar
19.07.2006 at 22:36 #556586sælir
svona smá til viðbótar þá má minnast á það að heddin fóru í hrönnum í LC 90 árg. ´97 í ca 100-150 þús km. Þetta virðist hafa verið lagað í ´98 bílunum (ath að það er ekki alveg sama vél í ´98 bílnum og ´97 ef vel er að gáð). Einnig eru afturöxlar veikir í LC 90 en búið er að skipta mörgum þeirra út (annað hvort við breytingu eða brot) fyrir sterkari öxla. Ég var líka nokkuð ósáttur við hversu erfitt var að fá stálfelgur undir Cruiser, bara endalaust úrval af 12.5" breiðum álfelgum.
Ég þekki ekki þetta boddý af Patrol en stærsti gallinn við 2.8 lítra vélina eru heddin en þau fara eins og áður sagði í ca 150 þús km +/- 30 þús km. Stundum er þó nóg að plana þau.
kv
AB
11.07.2006 at 11:51 #198234sæl öll
Á einhver eða veit einhver hvar hægt er að leigja lokaða kerru (í trúss) einhvers staðar sem þolir smá vatnaakstur (Fjallabak, Þórsmörk) ?
Bílaleigurnar leigja manni ekki nema með bíl. Allar upplýsingar vel þegnar hér á spjallinu eða í síma/email.
kveðja
Agnar
893 0557
agnarben@hotmail.com
02.07.2006 at 23:56 #555698sælir
Tók GPS punkt vestan megin við nýja vaðið en það er nokkuð þægilegt, það liggur í boga niður og upp með ánni aftur fyrir landtöku. Kannski ágætt að elta einhvern svona í fyrsta skiptið. Þú notar þennan punkt að sjálfsögðu á þína ábyrgð, hann er tveggja ára gamall og kannski hefur vaðið breyst.
635876 N
172889 W
WGS 84
Gamla vaðið er ofar og er talsvert dýpra og straumharðara.
kv
Agnar
25.05.2006 at 21:53 #552980….. maður gluggar í hana við fyrsta tækifæri.
kv
Agnar
25.05.2006 at 00:29 #552970sælir
Þetta er almennilegur þráður…..
Hefur einhver hér gluggað í bókina "Hálf öld liðin frá fyrstu bílferð um Fjallabaksveg", Guðmundur Sveinsson, Björgvin Salómonsson. – Dynskógar 1997 ?
kv
Agnar
-
AuthorReplies