Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.06.2010 at 12:51 #695886
Grímur segir allt sem segja þarf um 2.8, búinn að eiga þrjá svoleiðis og þeir biluðu lítið en í þeim öllum var buið að taka heddið í gegn og stækka vatnskassa. Þeir virkuðu ágætlega svo lengi sem maður hélt þessu á blússandi snúningi eða einfaldlega láta þá malla þarna langt niðri í 1sta lága.
ég er núna með Patrol með 3 lítra vél en hún fór í 155 þús km eftir rúmega 6 ár. Það kom heljarinnar gat í stimpilkollin á innsta stimpli og sprunga í næst innsta stimpilinn, væntanlega vegna of mikils hita vegna of lítillar olíukælingar. Reyndar fór hún í Ártúnsbrekkunni en ekki kömbunum Fékk nýja vél í IH gratis en þurfti að setja hana sjálfu í.
Eitthvað gerði Nissan 2003 sem þeir vilja ekki segja nákvæmlega hvað var en þetta virðist vera í lagi núna, hef ekki heyrt um mikil vélahrun á vélum yngri en það. Ég treysti þessum vélum amk þokkalega í dag en nb það eru til dæmi að heddin hafi farið á þessum vélum líka. Ég vil meina að þessir kubbar sem menn hafa verið að setja á þessar vélar séu algjört eitur fyrir þær. það góða við 3 lítra vélina er að kælikerfið er miklu betra í henni en 2.8.
12.06.2010 at 12:37 #696068Held ég verði að vera sammála ssjo, ég var frekar á móti lokuninni á sínum tíma en ég held að daufleikinn á þessu spjalli hafi voðalega lítið með þá lokun að gera. Menn verða einfaldlega að hysja upp um sig brækurnar og vera duglegri að pósta inn skemmtilegu spjalli. Mér sýnist vera heilmikil fletting á F4x4 spjallinu, vantar bara að virkja fleiri til að pósta inn.
07.06.2010 at 10:57 #695520Patrol ´99 er ekki lengur með mekanískt olíuverk eins og eldri 2.8 bílarnir þannig að mér finnst góðar líkur á því að hann sé með loftflæðiskynjara.
18.05.2010 at 21:51 #693996Ef það lekur ekkert frá legunum þá myndi ég ekkert vera að hreyfa við þessu. Hef lítið (aldrei) heyrt um að þessar legur séu að fara, þær endast vanalega lengur en sólin ….
kv
AB
09.05.2010 at 23:32 #693214svo má bæta við að kunningi minn átti svona Starcraft offroad hýsi og var frekar ósáttur við það, sagði það níðþungt (grindin er eins og hún sé byggð fyrir kjarnorkuárás), enga fjöðrun og innvolsið ekkert merkilegt miðað við allan peninginn. Honum fannst miklu meira vit í því að fá sér bara venjulegt flott hýsi og smíða alvöru fjöðrun undir það, hentaði betur almennt fyrir íslenska vegi og ófærur.
09.05.2010 at 23:23 #693212sælir
ég hef alltaf verið með tjaldvagn þangað til í fyrra en þá keypti ég mér 9feta Coleman (Fleetwood) Redwood. Þessi tegund af hýsum eru þrælsniðug því annar vængurinn er með framlenginu sem breytir þeim væng í King size rúm. Þetta er þrællétt hýsi (500 kg) og ekkert mál að draga þetta á Patrolnum. Ég veit um engann sem er á annað borð með jeppa sem kvartar yfir þyngd á fellihýsum nema kannski 14feta hýsunum. Hýsið mitt er á örstuttum fjöðrum sem fjaðra ekkert og á einhverjum hjólbörudekkjum sem eru einungis nothæf í malbikskeyslu, það eina sem ég hef gert er að vippa fjöðrunum upp á rörið til að hækka það aðeins. Félagar mínir eru allir með Fleetwood eða Palomino og þau hafa öll reynst ágætlega. Viking hefur það orð á sér að vera Ladan í fellihýsaflórunni en ég hef ekki skoðað þau sjálfur.Félagi minn setti fyrir mörgum árum rör, 13" fólksbíladekk og fjaðrir undan Willys undir svona svipað hýsi og ég er með og er búinn að fara með þetta út um allt, mjúk og fín fjöðrun, ekkert síðri en loftið, þrælvirkar. Það sem loftið hefur framyfir fjaðrir er að það er hægt að lækka hýsið niður í "rétta" hæð (uppstig eins og áður og fortjald ekki á lofti).
Þegar hýsið er komið á réttan stað þá er maður ca 15 mín að opna það, svo er þetta bara spurning um hvað þú ert með mikið dót og hvernig þú kemur því fyrir.
kv/AB
29.04.2010 at 23:29 #692202[quote="Lella":1mibcraz]Er ekki hægt á þessari tækniöld að hafa upphafsmann við þráðin svo maður þurfi ekki að LENDA í því að opna eitthvað sem MHN startar ?[/quote:1mibcraz]
Það virðist vera sem að þú sért á eitthvað sterkari lyfjum en MHN þar sem það kemur skýrt fram undir titli þráðarins hver er upphafsmaður/kona hans.
kv/AB
25.04.2010 at 10:53 #691672Þarna er ég sammála Jóni, ég skil ekki af hverju Páll fær aðgang þvert á stefnu klúbbsins sem nú er ríkjandi. Að sama skapi skil ég ekki af hverju Páll vill ekki veita andsvör á sínu eigin spjalli þar sem aths komu fram. Hér hefur varla neitt verið rætt um þetta mál. Félagsmenn geta líka uppfært þennan þráð með andsvörum Páls og honum er líka frjálst að senda andsvör á félagsmann sem póstar þeim hér inn.
kveðja
Agnar
22.04.2010 at 23:26 #691522Ég er sammála þér að þau ættu að vera aðgengileg hér vefnum, ég leitaði líka og fann ekki.
Eeeennnnnn eftir smá gúggl þá fann ég þau í einum spjallþræði, hægt að hlaða þeim niður á PDF formi, sjá innlegg frá Stef (nr.4). Dagsett nóvember 2009, útgáfa væntanlega eftir aukaaðalfundinn.
[url:2ex8s2ma]http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=16&t=18903&p=125000&hilit=l%C3%B6g+kl%C3%BAbbsins#p125000[/url:2ex8s2ma]
21.04.2010 at 22:35 #691396F4x4 er með samning við Skeljung sem rekur Orkuna þannig að svarið er já. Er þetta ekki bara spurning um að setja F4x4 í hópareitinn, skila inn umsókninni og hringja svo í þjónustuverið og fylgja þessu eftir.
Samningur F4x4 við Skeljung hljóðar upp á 7 kr afslátt frá sjálfsafgreiðsluverði hjá Skeljungi og 5 kr afslátt frá dæluverði hjá Orkunni. Það er yfirleitt alltaf 1 kr hagstæðara að versla hjá Orkunni en á Skeljungsstöð.
kveðja
Agnar
11.04.2010 at 23:15 #690152Pitbull eru nokkuð spennandi dekk nú þegar MT er að hætta með R15 flokkinn sinn (amk búið að taka úr reglulegri framleiðslu). Einhvern tíman tók ég saman smá töflu um dekkjaþyngdir sem ég gróf upp og pósta henni hér aftur smá uppfærðri skv nýjustu tölum:
– Maddog 38.5×13.5-R15LT = 80 lbs
– Rocker 37×12.5-R15LT = 83 lbs
– GHII 38×15.5-R15LT = 86 lbs
– MT MTZ 38×15.5-R15LT = 93 lbs
– DC FC 44×18.5-15LT = 94 lbs
– MT Baja 46×19.5-15LT = 138 lbs
– Rocker 44X19.5-15LT = 142 lbsMaddog kemur nokkuð sterkt út í þessum samanburði en það er áberandi hversu fáránlega létt 44" DC-FCII eru miðað við önnur dekk í sama stærðarflokki, 44" Rocker eru meira að segja þyngri en 46" MT en ég sé engin merki um 42-44" Growler, því miður.
kv/AB
10.04.2010 at 17:39 #690196Þessi vefur er að verða ónothæfur, þvílíkt er skítkastið hér orðið og bíltegundamorðið !
[quote:2ceqhjny]Reyndar eru það oftast Patrol, Landrover eða Troober hlutar bílsins sem bila, verð að viðurkenna það.[/quote:2ceqhjny]
Ég er samt svolítið hugsi yfir því hvað í ósköpunum gæti hafa bilar hjá þér Jón sem kemur úr Patrol, því vélin er úr Isuzu Blooper (eða einhverjum sambærilegum brotajárnshaug) er það ekki ? Hvað annað bilar eiginlega í Patrol ……… man ekki eftir neinu í fljótu bragði !
kv/ABinn
09.04.2010 at 10:45 #690028fyrirlesturinn um "Aðgerðir gegn akstri utan vega" hefst á bilinu 14:00 – 14:40, líklega nær 14:40 ef eitthvað er að marka fyrirlestrarröðina.
kv/AB
08.04.2010 at 14:02 #689862Google Translate leysir svona gátur á no time.
07.04.2010 at 22:34 #689320[quote="Gunnar Ingi Arnarson":1la3vn3z]Hvað eyðir þinn mikið á dag Agnar?[/quote:1la3vn3z]
Það er nú voðalega erfitt að segja, 60-80 lítrar á dag líklega, fer eftir aksturslengd. Tankaplássið hjá mér, 180 lítrar, dugar alltaf í helgarferðir á fjöllum (föstudagseftirmiðdagur – sunnudagseftirmiðdag). Fer yfirleitt með hálfan aðaltank á föstudagskvöldi, byrja að dæla úr aukatanki seinni part laugardags og keyri heim á sunnudegi á restinni (þarf stundum að bæta á fyrir malbiksaksturinn heim ef ég kem niður einhvers staðar í órafjarlægð frá Borg óttans.
Hjólför Aldamótanna – Var með 220 lítra þegar ég lagði af stað frá Hrauneyjum og átti eftir hálfan tank þegar ég kom niður (gisti í Dreka), færi nokkuð gott svona að mestu leiti – eyðsla ca 170/180 lítrar.
Hann eyðir síðan 15-20 lítrum á hundraði á malbikinu í langkeyrslu, fer eftir vindi, hólum og hæðum, hvort hann er í 4×4 og loftþrýstingi í dekkjum. Bíllinn er á 44" DC, beinskiptur 3.0 dísel og um 3 tonn með tveimur köllum, tilbúinn í helgarferð.
kveðja
Agnar
06.04.2010 at 14:36 #689312[quote="Gunnar Ingi Arnarson":10kgdph7]
Annars eru diesel bílar að eyða svipað miklu á fjöllum og bensín bílar, oftast er búið að fikta það mikið í þessum diesel bílum að vélarnar eru löngu hættar að eyða þessu litla sem þær eru gefnar fyrir.
[/quote:10kgdph7]Það er hægt að leika sér mjög mikið með tölur í sambandi við eyðslu á fjöllum og segja hitt og þetta en að alhæfa og segja að bensín bíll eyði sama og dísel er mjög hæpin fullyrðing. Eyðsla fer mikið eftir því hvernig menn nota bílinn, því meira sem þú kítlar pinnan, því meira eyðir hann og því meira eldsneyti þarftu. Það er líka ekki sanngjarnt að bera saman td 44" patrol vs 38 Grand í svona samanburði. Díselvél fyrirgefur meira en bensín og það vita allir bensín karlar með alvöru vél að þegar þú stendur hana þá mokar hún bensíni í gegn, það segir sig sjálft, einhvers staðar kemur krafturinn frá. Því þyngri sem bíllinn er því meira mokar hún …..
Mér hefur alltaf litist ágætlega á Cherokee sem slíkan, léttur, 5 manna bíll með smá plássi í skottinu sem fer ágætlega með mann. Það þarf aðeins að lappa upp á drifrásina eins og Gunnar bendir á (er ekki líka einhver leiðinda SeleTrac millikassi sem þarf að skipta út líka ?) og hann á í vandræðum með pláss fyrir eldsneyti í lengri ferðum.
kv/Agnar
06.04.2010 at 09:46 #689300[quote="straumur":15lj6l75]…….. nema þú sért bara í þessu til að ferðast, þá geturðu alveg verið á túrbólausum hilux og þarft ekkert að spá í þetta meira, léttur, hægt að smíða fínt fjöðrunarsystem undir hann og málið dautt og gott fyrir budduna.Kv, Kristján[/quote:15lj6l75]
Þetta er alveg lykilsetning hjá Kristjáni, ætlarðu að vera í þessu til að fá standpínu og reyna að svekkja félagana eða ætlarðu að vera í þessu til að ferðast og það mikið. Þú veist það kannski ekki ennþá þannig að ef þú átt ekki mikið af peningum þá er best að finna sér ódýran, traustan bíl sem drífur þokkalega og bara prófa.
Það er enginn einn sannleikur í þessu, bara combination af mismunandi kostum sem öllum fylgja gallar, þetta er spurning um að velja það combo sem hentar þér.
kv/Agnar
ps. fjöðrun í Patrol er dæmi um góða gormafjöðrun sem hentar vel í fjallaferðir. Klafar eru góðir í ójöfnu undirlagi en fara stundum að verða til trafala í mjög þungu færi.
06.04.2010 at 00:02 #689290sælir
þetta eru ágætar og skemmtilega framsettar pælingar hjá þér, man þegar ég var að leita að mínum fyrsta bíl og þá var maður mikið að spá í þessum hlutum eins og þú. Eftir talsverðan tíma og pælingar þá komst ég að því að það var bara þrennt sem sem ég fókusaði á og það var fjöðrun, dekkjastærð vs. þyngd og peningar (sem ég átti ekki mikið af).Ég set spurningamerki við sumt í töflunni sem segir manni að maður eigi réttilega aðeins að nota hana sem viðmið en ekki sem endapunkt við drifgetu. Ef ég tala út frá minni reynslu þá er td hægt að komast alveg heilan helling (þó alls ekki allt) á gömlum ólæstum 38" 2.8 lítra Patrol en hann fær 2.1 í stuðul þarna (mat á þyngd eftir breytingar er nokkuð rétt). Á svoleiðis bíl getur þú vel ferðast með 46" Ford/Dodge og hef ég gert það heilmikið en ég set stórt spurningamerki við stuðulinn 1.7 hjá þeim á 44".
Það er einfaldlega svo margt fleira en þyngd og dekkjstærð sem hefur áhrif á drifgetu, góð fjöðrun skiptir miklu máli, ökumaðurinn sjálfur, færið innan dagsins getur verið breytilegt, sumar dekkjategundir virka betur en önnur í mismunandi færi, stundum virkar ekkert fyrr en í ákkúrat réttum loftþrýsting, stundum er betra að vera á slitnum dekkjum, stundum er betra að vera á grófum osfrv osfrv.
Þú ert aðeins að ofmeta kraftfaktorinn í drifgetu, vissulega skiptir hann máli í ferðahraða í þokkalegu færi og bröttum brekkum/hengjum en kraftlausir bílar komast vel áfram og enda á sama áfangastað og villidýrin (bara korteri seinna 😉 Þetta doldið meira spurning um funfactorinn og hvað menn vilja fá út úr þessu.
Læsingar, lolo, aukatankar og leitarljós eru allt aukahlutir og skulu bara teknir sem slíkir, ef þú átt peninga þá er fínt að hafa þetta en hafðu ekki of miklar áhyggjur af því til að byrja með, betra að fá sér solid bíl sem er í lagi, virkar á fjöllum og lágmark 38" …. það er mín skoðun. Eitt af því fyrsta sem ég keypti mér voru góðir kastarar framan á bílinn, mæli með því ef þú ætlar að stunda helgarferðir en ekki bara dagsferðir.
Prófaðu bara nógu andskoti marga bíla, það er svo misjafnt hvað menn fíla, sumir vilja power og mikinn léttleika, aðrir bara góða ferðabíla sem eru sjö manna en þyngri og kraftminni osfrv osfrv, hugsaðu bara um að finna gott eintak af þeirri tegund sem þú fílar með sem mestum aukahlutum fyrir þann pening sem þú vilt leggja í þetta.
kv/Agnar
31.03.2010 at 13:24 #688372Er ekki lokað upp frá Skógum ?
31.03.2010 at 00:04 #688590sælir
ég verð þarna líka á ferðinni á 44" Datsun, geri ráð fyrir að verða við jökuljaðarinn upp úr kl. 18. Ágætt að vita af fleirum þarna á ferðinni þar sem ég verð einbíla.
kveðja
Agnar
893 0557
-
AuthorReplies