Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.01.2008 at 21:43 #611518
Það er ekki alveg hægt að líkja því saman að reyna að keyra lyftara beint í einhvern tíma annarsvegar og bíl hinsvegar.
Í lyftara er öfugur spindilhalli miðað við í bílum og þyrfti því að bakka lyftaranum til að fá marktækan samanburð.
Það er ekki auðvelt að bakka bíl á miklum hraða….
16.01.2008 at 23:54 #610484Ég var að skoða sama hlut hjá mér í xtra cab, er eflaust svipað í dc.
Það eru öðruvísi barkar fyrir handbremsuna á 4runner, og ef þú ætlar að vera með aukatank hinumegin við drifskaftið þá gengur ekki upp að nota 4runner stífurnar. Og helst þyrfti að setja 4runner bensíntank í staðinn fyrir hiluxtankinn ef það ætti að nota þær stífur. Þannig að ég myndi telja best að smíða frá grunni, það er snyrtilegast og jafnvel minni vinna en að fara að breyta hinu.
29.12.2007 at 00:20 #607434Bensín er klárlega mun eldfimara en dísil og hefur meira orkuinnihald per kíló.
Blossamark bensíns er mun LÆGRA en dísils
Meðan nýtni í dísil vél er 39-42% er nýtni bensínvélar ekki nema kring um 25%.
Þannig að eyðsla getur verið svipuð í lítrum talið.Aftur á móti þolir bensín betur að þjappast saman en dísil, svo skrítið sem það er.
Oktantalan er einmitt mælikvarði á hversu vel bensín þolir að þjappast saman án þess að það verði sjálfsíkveikja, því hærri oktantala þeimur meira þol. Af þeirri ástæðu verður oft að keyra bensínvélar þar sem þjappan hefur verið hækkuð, með útborun á sílender eða plönun á heddi, á oktanhærra bensíni.
Ein ástæðan fyrir að magurri blanda bensíns og lofts brennur heitar er að þegar minna er af bensíni fer minna af varmanum sem myndast í að hita eldsneytið, einnig er þá meira loft til skiptanna svo bruninn ætti líka að vera hraðari.
Dísil hefur cetantölu sem segir til um hæfni dísil til að brenna við þjöppun, því hærri tala þeimur auðveldari bruni.
26.12.2007 at 23:50 #607430Varðandi marine diesel olíuna (MD olía), þá er hún ekki vænlegur kostur á bíla, hún er það þykk að ef hún fer undir +20°C þá stappfyllir hún allar síur af vaxi.
Flotaolíuna (marinegasoil), hef ég ekki prófað í frosti ennþá svo ég get nú ekki svarað til um hana en hún er talsvert þykkari en dieselolían á bensínstöðvunum svo það er ekki víst að það sé gott að nota hana í frosti (þar fyrir utan er hún lituð svo það er lítið að græða á henni).Með blöndu á bensín og dísil.
Ég veit að pabbi notaði fyrir mörgum árum bensín sem var tappað úr slöngum á olíubíl með því að reka dísil á eftir því (gert til að ekki færi bensín í dídil tankana). Bíllinn brenndi ekki dísilnum og var þetta á endanum það slæmt að hann þurfti að skipta um smurolíu á 500 km fresti þar sem hún var orðin gegnsósa í dísil.
Bíllinn var ’71 K5 Blazer.Varðandi blossamark
Blossamark bensíns er talsvert lægra en bæði á steinolíu og dísil. aftur á móti þolir bensín betur að vera þjappað saman áður en sjálfsíkveikja verður.
Þess vegna er bensíni blandað saman við loft áður en þjöppun fer fram og svo kveikt með neistanum á kertinu. Einnig verður hlutfallið milli bensíns og lofts að vera rétt svo bensínið brenni
Í dísilvél er loftinu þjappað saman mun meira en í bensínvél og er loftmagnið alltaf það sama ef vélin er ekki með túrbínu (undantekning er þó nissan 3.3 dísil, túrbólaus). Hitin sem myndast við þjöppunina er notaður til að kveikja í olíunni, og ákvarðast kveikjutíminn við tíma á innsprautun olíu.
26.12.2007 at 23:05 #607794Ég tók stöngina undan mínum Toy X-tra cab og prófaði hann svoleiðis, eftir nokkra daga fór stöngin í ruslið
09.12.2007 at 16:29 #606092Mér þykir mjög hæpið að gott sé að nota bens gormana, í benzanum er átakið á gorminn dobblað, þ.e. gormurinn er ekki út við hjól, heldur er hann á miðjum armi milli hjóls og innri bolta á arminum.
Þegar gormurinn er í bílnum þá er hann það mikið pressaður að hann er aðeins helmingurinn af slappri lengd, þannig að það er spurning hvort þeir henta undir bíl þar sem átakið er ekki dobblað.
kv
Addi
07.12.2007 at 07:11 #605874Ég veit að Björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd á einn gang af Dick cepek 44" sem þeir myndu eflaust láta, en hann er reyndar fyrir 16,5" felgur
kv
Addi
11.11.2007 at 22:37 #602684Ef ég man rétt þá eru gjöldin 25 krónur af bensíni og 40 krónur ad diesel, þannig að þeir sem keyra á diesel eru að borga mun meiri þungaskatt en þeir sem eru á bensíni, ekki beint sanngjarnt, eyðslumunurinn er ekki svo mikill
07.11.2007 at 22:57 #602484Þetta þykir mér svakalega léleg ending, en ertu búinn að prófa að skella 24 voltum á geymana í svona 10-15 mín og setja svo aftur 12V?
Ég keypti mér rauðan Optima geymi hjá Bílabúð Benna haustið 2000, vorið 2003 fór ég á sjó í viku á Dalvík og hafði gleymt að slökkva ljós inní bílnum, þegar ég kom í land var 7°c frost og geymirinn frosinn og tók þar af leiðandi ekki hleðslu. Ég fékk start og keyrði bílinn þannig á Skagaströnd, þar var geymirinn þýddur upp og hlaðinn og hefur verið í notkun alla tíð síðan og aldrei klikkað.
Félagi minn átti eins geymir sem var orðinn 13 ára gamall og eftir því sem hann sagði var búið að sjóða á honum einu sinni og frjósa tvisvar, eina ástæðan fyrir því að hann tók hann úr bílnum var að hann þoldi ekki lengur bassahöggin í græjunum sem hann var búinn að troða í bílinn, hann startaði fínt ennþá.
Þetta var aðalástæðan fyrir því að ég prófaði svona geymir.Ókosturinn er að þeir eru MJÖG dýrir.
30.09.2007 at 22:45 #598232Mér finnst alger óþarfi að drulla svona hrikalega yfir einhverja bíltegund þegar menn eru að reyna að leita sér upplýsinga um vandamál sem eru að trufla þá. Þetta eru óþarfa athugasemdir sem hjálpa engum. Auðvitað mega menn hafa sínar skoðanir en svona þræðir eru ekki rétti staðurinn.
Kv.
Addi
P.S. Ég er ekki á patrol
24.09.2007 at 20:11 #597722Sælir
Ég fór með minn hiluxinn minn í breytingaskoðun rétt eftir áramót og var mér þá sagt af skoðunarmanni hérna á Sauðárkrók að það væri komið inn að maður þyrfti að koma með vottorð uppá hjólastillingu á bílnum og hefði það tekið gildi 1. jan. En þar sem hann var ekki búinn að fá upplýsingar um þetta í handbókina gæti hann ekki beitt þessu ákvæði ennþá og slapp ég því fyrir horn
19.09.2007 at 00:19 #5973784WD
18.09.2007 at 12:35 #597342Það fer svolítið eftir því hvort þú ert að hreinsa bert járn eða málningu hvaða sýru maður notar.
Ef þú ert að hreinsa af málningu myndi ég bara nota sýruvask sem fæst hjá olís. Hún gerir málninguna að vísu matta en eyðileggur ekki eins mikið.
Ef þú ert að hreinsa af beru járni þá er sýran sem er notuð til að hreinsa RF járn eftir suðu alger snilld, það ætti að fást í flestum verslunum sem selja suðuvír (hef hingað til fengið þetta á vélaverkstæði KS á Sauðárkróki).
16.09.2007 at 23:11 #597176Það skiptir svolitlu máli hvernig gírkassa og millikassa er verið að tala um, sem dæmir er þetta frekar mikið vesen í v6 4runner og hilux ’89-’95 þar sem húsið fyrir lágadrifið og restin af millikassanum eru ein eining með 23 rillu öxli sem kemur í gírkassann. Á 2,4 kassanum er hægt að skrúfa lágadrifið framan af kassanum og er öxullinn framúr 21 rillu öxull sem passar í hulsuna aftan á annað eins drif og þarf þá að nota milliplötu.
Það eru nokkuð góðar upplýsingar um þetta á [url=http://www.marlincrawler.com/htm/transfercase/pickup_dual.htm:wu7baqy1][b:wu7baqy1]marlincrawler[/b:wu7baqy1][/url:wu7baqy1]
-
AuthorReplies