Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.11.2009 at 22:38 #664866
Ég var eitthvað búinn að kynna mér þetta áður en ég setti 70 cruiser hásinguna undir hjá mér, það á að vera hægt að bolta þetta á þannig að þetta snúi fram ef þú víxlar vinstri og hægri armi.
En ég veit ekki hvort það þarf að stilla stöngina uppá nýtt, það er frekar líklegt samt.
Í hvaða bíl er þetta?
Og hvort ertu að nota standard hilux köggul eða sverari köggulinn úr V-6 bílnum?Ein spurning samt, er sama legu stærð í hliðarlegunum á 70 cruiser kögglinum og hilux kögglinum?
30.10.2009 at 17:05 #664044[quote="Atttto":3gppymr6]það er í góðu lagi að taka þetta beint út af geymunum
taka bara út af þeim báðum og hliðtengja þá, þá helduru 12 voltunum og þá eru ekki að eyðileggja geymana
þetta er voða einfalt.
[/quote:3gppymr6]Hvernig í ósköpunum getur þú bæði hlið og raðtengt sama geymasettið án þess að allt fari til helvítis?
Spyr sá sem ekki veit
29.10.2009 at 13:01 #664174Félagi minn er með þetta á dráttarvélinni sinni, gömlum bens vörubíl og 60 cruiser.
Hann síar feitina, blandar hana 10-15% steinolíu og 5-10% bensín, hann er ekki með 2 tanka heldur startar beint á þessu vandamálalaust eftir því sem ég best veit. Eina vandamálið sem ég hef heyrt af eru síurnar, hann aftengdi orginal síurnar að olíuverkunum og setti litla ódýra universal síu í staðinn sem hann þarf að skipta um örar en orginal síuna. Gangurinn í vélunum er mýkri, en ókosturinn við að keyra á þessu, sérstaklega á traktórnum er grill lyktin sem liggur stöðugt í nösunum á manni og gerir mann sí svangan. Ég hef fundið lyktina af þessu og hún er nákvæmlega sú sama og að standa við kolagrillið í Skiptabakka með læri á, soldið spes að finna þessa lykt úr púströri.
26.10.2009 at 14:47 #641914Ég er loksins kominn með þetta í minn bíl, ég setti tvo V-6 kassa saman og svínvirkar.
Á sama tíma setti ég framhásingu undan 70 cruiser undir bílinn og setti þá afturhlutfallið úr 70 cruisernum sem er 4,56 hlutfall í afturdrifið hjá mér.
Þetta kemur þannig út að í 1-1-lága fer bíllinn 0,8 km/h í hægagangi samkvæmt GPS, ég hef ekki haft tækifæri til að prófa þetta við alvöru aðstæður, en þetta er þó búið að bjarga því að ég þurfti ekki að hleypa úr yfir skafl á Sprengisandsleið í sumar.Í 4-4 háa er gírunin svipuð og hún var með 5,71hlutföllin í fimmtagír áður, en ef það er létt framundan er mjög þægilegt að setja bara í 4-5 eða 5-5 og dóla á 2000 sn/min. Mér finnst þetta alger snilld og ég hef ekki orðið var við að bíllinn hafi misst neitt afl við þetta.
30.08.2009 at 22:23 #655394[quote="ElliOfur":23krgwyz]Hvað má muna mörgum prósentum til eða frá í breytingaskoðun?
Ég var að skrúfa 35" undir og nú sýnir mælirinn bara uþb 8% of mikið en var uþb 16% á 33". Mig grunaði ekki að það væri svona mikill munur…[/quote:23krgwyz]Skekkjan má vera 10% yfir og 4% undir réttum hraða
02.03.2009 at 17:02 #642210[url=http://http://www.partsdinosaur.com/:3kde6e4l][b:3kde6e4l]http://www.partsdinosaur.com/[/b:3kde6e4l][/url:3kde6e4l]
Ég fékk tímareimar kit hjá honum, en þú verður að flytja þetta gegnum ShopUSA og hringja út til að borga dótið
02.03.2009 at 10:18 #641774Þetta heyrði ég í stöðinni í síðustu þorrablótsferð Skagafjarðardeildar:
"Yðar konunglega tign, yðar konunglega tign, auðmjúkur þjónn þinn kallar"
25.02.2009 at 00:56 #641882ég er búinn að skeyta saman 2 V6 gírkassa sem stendur til að setja í bílinn í vor á sama tíma og framhásingin verður sett undir (ég er með V6 Hilux), ég ætla að nota fremri kassann sem keyrslukassa, mér hefur verið sagt að þessi kassi sé notaður við mun stærri vélar en þennan 3ja lítra bensín kettling sem er í bílnum svo ég hef engar áhyggjur af aftari kassanum sem verður hvort sem er alltaf í fjórða nema þörf sé á niðurgírun.
Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að steikja syncroið í aftari kassanum ef ég nota hann, það er jú bara hannað til að bremsa af einn öxul og kúplingsdisk, ekki heilan gírkassa í viðbót. En ég ætla að taka bakkgírstannhjólið úr fremri kassanum svo það verði eingöngu hægt að bakka á aftari. Ég færi líka aftari stöngina og millikassastöngina fram þannig að þær verða allar í einum hnapp þarna á hefðbundnum stað.
21.11.2008 at 18:20 #633208Ég fór með minn bíl í skoðun um daginn, þá nýkominn á loftpúða, skoðunarmaðurinn ætlaði að breytingarskoða hann, en þar sem ekkert var minnst á í skráningarskírteini né öðrum pappírum að bíllinn væri á fjöðrum að aftan, taldi hann ekki að hægt væri að krefjast breytingarskoðunar þar sem ekkert væri til um hvernig fjöðrun hefði verið undir bílnum, þó það væri alveg morgun ljóst að þessi bíll væri greinilega nýkominn á púða, enda ennþá tandurhreinn eftir breytingarnar.
20.11.2008 at 12:40 #633104Hvernig er reykurinn á litinn sem kemur þarna á milli 1500-2000 snúninga?
Ef reykurinn er blár, þá erum við að tala um spíssavandamál, þ.e. að dísurnar ýra olíunni ekki nógu vel. Eða að það er kominn smurolía með, sem gæti þá helst verið frá túrbínu, ég hef samt ekki mikla trú á því, en þú finnur á lyktinni hvort um er að ræða smurolíu eða dísil.
Ef reykurinn er svartur, þá ertu klárlega að fá alltof mikla olíu miðað við loft. Ef þú ert búinn að skrúfa upp í olíuverkinu er alveg séns að olíuverkið byrji of snemma að hrúga olíu inná vélina, þ.e. að boostið sé ekki orðið nóg til að ráða við alla þessa olíu. En ég þekki ekki þessar tilteknu vélar nógu vel til að vita hvernig þessi verk eru stillt eða hvernig þau haga sér nákvæmlega.
Ég lenti einusinni í með Nissan laurel sem ég átti að hann fór að mökkreykja ef ég fór yfir 3500 sn/min. Hann var túrbólaus en að öðru leiti sama vél og er í patrol uppúr ’90, það kom á endanum í ljós að tíminn á olíuverkinu hafði breyst um einhverjar gráður þegar heddið var tekið upp, ég tók bara groddan á það og merkti olíuverkið saman við festingarnar, losaði það og bankaði það svo aðeins til til að flýta olíutímanum og festi það aftur, það svínvirkaði. Reykurinn fór ekki að koma fyrr en í kring um 4500 sn/min, og vélin fór að vinna betur.
02.11.2008 at 17:48 #632018Ég spjallaði aðeins við jeppaáhugamann í Portúgal í fyrra, hann sagði mér að reglurnar þar væru mjög stífar varðandi breytingar á jeppum.
Hann sagði að til þess að fá að setja jeppana á stærri dekk þyrfti vottun frá framleiðanda um að bíllinn réði við að vera á þeim dekkjum sem sótt var um.
Hann sagði líka að það væri mjög sjaldgæft að fá heimild fyrir stærri dekkjum en 33"En svo er spurning hversu mikið af þessum reglugerðum verður að taka upp. Ég sé nú ekki fyrir mér að aðildalönd evrópusambandsins taki upp ein "ríkislög" fyrir allar aðildaþjóðir, aðstæður eru það mismunandi í þessum löndum að slíkt er ógerlegt, og spurning um hversu mikið þetta hefur áhrif á okkur.
18.09.2008 at 17:22 #629538Ég verð að vera sammála Halldór.
Ég hef oft gaman að þráðum mhn, þó stundum sé svosem full mikið af því góða.Það sem mest í taugarnar á mér hérna á spjallinu er þegar menn koma með spurningu um raunverulegt vandamál sem þeim vantar lausn á og eru umsvifalaust skotnir niður af einhverjum illa tegundastífluðum einstakling sem bendir honum á að best sé að henda druslunni (hvort sem um er að ræða Toyota, Patrol, Ford eða hverju öðru sem maðurinn ekur um á) og fá sér eins bíl og hann því hann er jú mátturinn og dýrðin og ekkert betra til undir sólinni.
14.09.2008 at 11:49 #629238Aðal ástæðan fyrir því að ég breytti pústinu kemur eyðslu lítið við.
Þessar vélar eru krónískt heddpakkningarvandamál sem að ég tel leysast við að tvöfalda pústið, enda hef ég aldrei séð fáránlegri búnað á pústkerfi en þessa lykkju sem er á milli pústgreinanna á 3VZ-E vélinni.Aftur á móti er það alveg rétt að það munar mestu um að passa bensínfótinn, það munar mestu um að keyra á skikkanlegum hraða og sleppa framúrakstrinum, það er gríðarlega fljótt að muna í eyðslu hvort keyrt er á 90 eða 110 😉
12.09.2008 at 02:04 #629222Ef orginal lykkjan er ennþá á milli pústgreina þá getur það hjálpað þónokkuð að leggja tvöfalt kerfi.
Það ætti líka að bjarga heddpakkningunni hægra megin sem er gjörn á að fara út af þessum hönnunargalla.
05.09.2008 at 01:15 #628956Mér persónulega finst þetta ekki borga sig, ef þú ert að tala um breyttan bíl, þá munar sára litlu í eyðslu á V6 og 4cyl vélunum. Það er allavega mín reynsla þegar ég er að ferðast með mínum félögum, ég er á V6 bíl og vinur minn er á 4cyl bíl, eyðslan er mjög svipuð.
Ég held líka að þú þurfir að skipta rafkerfinu út að einhverjum hluta, það er ekki sama tölvan fyrir V6 og 4cyl, en ég hef svosem ekki kynnt mér þetta sérstaklega sjálfur.
kv.
Addi
10.06.2008 at 14:19 #623884Vandamálið við þennan mótor er að það vantar allt utaná hann sýnist mér. Þetta er bara berstrýpuð vélin þ.e. blokk og hedd ásamt viðeigandi innvolsi.
Ég veit að eigandi Ljósvirki ehf. liggur á einni 5,9l vél af elstu gerðinni (í kring um ’89 módel). Sú vél er 160 hö orginal og samkvæmt því sem ég hef lesið í Dieselpower á að vera lítið mál að kreista að minnsta kosti 100 hesta í viðbót út úr henni (project rustbucket, heitir greinaröðin). En vélin er klettþung, mér skilst að hún sé 500 kg án gírkassa.
25.04.2008 at 23:37 #621544Ég sé að ég verð að éta ofan í mig það sem ég sagði um 25 kallinn á bensíninu, það voru ELDgamlar upplýsingar, ég las mig til uppá nýtt og það hafa verið gerðar nokkrar breytingar kringum 1999 til lækkunar á álögum á bensín en því síðan breytt aftur nokkrum árum síðar til hækkunar.
Bensín er núna með 41,39 kr álagningu
Leiðréttist þetta hér með
25.04.2008 at 22:01 #621522Ég spyr nú bara þá efstu hérna á þræðinum: Voruð þið ekki að horfa á sömu fréttamyndir og ég?!?
Menn standa þarna við trukkinn hindraðir af lögreglu frá því að komast inn í trukkinn til að færa hann, einn úr hópnum segir við lögregluna
"þið hafið engan úrskurð"
Þá verður lögreglan alveg brjáluð og lætin hefjast.
Góður vinur minn stóð við hliðina á myndatökumanninum sem tók myndirnar af þessu og eftir því sem hann sagði mér, þá voru hlutirnir nákvæmlega eins og Sturla talsmaður bílstjóra sagði í viðtali stuttu síðar.
Ég sé ekki annað en að lögreglan hafi drullað uppá bak þarna, og mér kæmi ekki á óvart þó þessar aðgerðir hafi verið framkvæmdar að beiðni dómsmálaráðuneytisins. Ráðherrarnir eru kannski farnir að sjá að þeir geta ekki beðið þetta af sér eins og flest önnur mótmæli og gert svo hvað sem þeim sýnist þvert á vilja almennings.
Það er alveg ljóst að þeir hafa alveg ágætis svigrúm til að allaveg lækka álögur á dísil. Þungaskattur á dísil er 41 króna meðan hann er bara 25 á bensíni.Svo finnst mér að íslenskir þingmenn ættu að kunna að skammast sín. Og ættu að taka Láru Ómarsdóttur fréttakonu sér til fyrirmyndar og segja af sér þegar þeir verða uppvísir að því, sem dæmi, að skipa son flokksfélaga og vins í embætti héraðsdómara, þó ljóst sé að hann sé hvergi nálægt því hæfasti maðurinn í starfið.
En jæja þá er ég búinn að ausa úr skálum reiðinnar í kvöld og læt þetta nægja að sinni
Kv.
Addi
31.03.2008 at 01:56 #618858Ég sá einn verri í mars blaðinu af diesel world, SKÆR gulur og ennþá meira hækkaður, bara viðbjóður
26.01.2008 at 21:59 #611810Ég á hilux xtra cab á klöfum að framan og mér finnst ekki leggjandi á öxulliðina að setja læsingu í framdrifið, ég hef alltaf á tilfinningunni að þetta brotni ef að ég misbýð bílnum eins og hann er orginal, svo ég tók þann pól í hæðina að sleppa því að setja læsingu í framdrifið, finnst þeim pening betur varið í að hásingarvæða að framan þegar tími verður til
-
AuthorReplies