Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.12.2009 at 13:55 #669736
Ástæðan fyrir því að það er varað við að nota startgasið er að etherinn sem er virka efnið í startgasinu, þurrkar upp olíuhúðina sem er innan á sílendranum og rétt í startinu gengur vélin semsagt þurr.
Þessvegna verða vélarnar háðar startgasinu, hringirnir verða lélegri á því að ganga þurrir og vélin fer að þjappa illa.
03.12.2009 at 14:17 #669862Er það eitthvað sem er nýbúið að breyta?
Erþað ekki bara gert við breytingarskoðun?
02.12.2009 at 21:35 #669854Siggi, talaðu við strákana hjá KS á Króknum, þeir geta líka gefið út hraðamælisvottorð fyrir skoðunina.
02.12.2009 at 00:32 #668906Ég ætla að setja blásara á vélina í Hiluxinum hjá mér (3VZE), búinn að redda mér Eaton M90 blásara, ég var að pæla í að setja hann á milli millihedds og inngjafarspjalds og láta hann bara blása 3-5 pund, þá er loftflæðispjaldið sogmegin á blásaranum og ætti því að nema rétt og koma réttu magni af bensíni inn miðað loft.
Eini mínusinn er að ég þarf að fjarlægja viftu spaðann og setja rafmagnsviftu til að koma reiminni fyrir en það er bara smá fórnarkostnaður, skiptir ekki öllu.
En það verður ekki farið í þetta i vetur, ég er frekar að pæla í að kíkja á þetta í sumar eða næsta vetur.
26.11.2009 at 21:08 #668886Ég sé ekkert vandamál við að nota þetta á blöndungsbíl frekar en innspítingarbíl, aðalatriðið er að loftflæðimælirinn eða eftir atvikum blöndungurinn sé staðsett sogmegin á blásaranum, ég fann á netinu spjallþráð þar sem einn var að setja keflablásara á mótorhjólsvél, hann þurfti bara að pæla aðeins í gíruninni uppá að þrýstingurinn yrði ekki of mikill, og það er gírunin sem ræður flæðinu í gegn. Blásarinn getur líka snúist að sjálfu sér ef kúplingin er ekki virk, þannig að hann trukkar ekki ef það þarf ekki og getur bara dólað með.
26.11.2009 at 20:56 #668878Ég tek það strax fram að ég þekki ekki þessa bíla, en þú gætir athugað með spóluna fyrir ádreparann.
Þú gætir t.d. aftengt ádrepara spóluna og prófað að svissa á með nýju öryggi og athuga hvort það springur aftur.
Annars myndi ég giska á útleiðslu einhversstaðar
26.11.2009 at 20:50 #668642[quote="Óskar Dan":3eqg9goh][quote="Addi_Sig":3eqg9goh]Hvernig væri að nota stýriloka eins og Firestone selur fyrir loftpúðana?
Eins og þetta:[url:3eqg9goh]http://www.truckspring.com/firestone-quad-control-panel-2333.html[/url:3eqg9goh]
Ég er með svoleiðis loka fyrir púðana að aftan, liggja bara slöngur beint í takkana, hægt að fá bæði 2ja og 4ra loka sett.
Eini mínusinn sem ég sé er að það eru bara 6 mm slöngur í þessu (reyndar 1/4" en ekkert mál að fá hólk í 6mm rör til að breyta þeim í 1/4", munar bara 0,2mm á sverleika) þannig að það tæki smá tíma að hleypa úr og dæla í.[/quote:3eqg9goh]Sælir fær maður svona mæla með rofum fyrir púða hér heima?[/quote:3eqg9goh]
Ég fékk mína (2ja loka sett) hjá Fjaðrabúðinni Part þegar ég setti púðana undir í fyrra, kostaði rúm 15 þús. þá minnir mig
26.11.2009 at 00:37 #667442Hann er ekki að tala um kúplingsleguna, hann er að tala um litlu leguna ínní svinghjólinu, þ.e. leguna sem styður við litla tittinn á endanum á öxlinum þegar það er frákúplað
26.11.2009 at 00:05 #668630Hvernig væri að nota stýriloka eins og Firestone selur fyrir loftpúðana?
Eins og þetta:[url:1kwyus7t]http://www.truckspring.com/firestone-quad-control-panel-2333.html[/url:1kwyus7t]
Ég er með svoleiðis loka fyrir púðana að aftan, liggja bara slöngur beint í takkana, hægt að fá bæði 2ja og 4ra loka sett.
Eini mínusinn sem ég sé er að það eru bara 6 mm slöngur í þessu (reyndar 1/4" en ekkert mál að fá hólk í 6mm rör til að breyta þeim í 1/4", munar bara 0,2mm á sverleika) þannig að það tæki smá tíma að hleypa úr og dæla í.
22.11.2009 at 17:46 #667400Ef þú ákveður að taka spíssarörin frá og athuga spíssana sjálfur þá er hreinlæti MJÖG mikilvægt, ég eyðilagði einusinni dýsu í rd 28 nissan mótor vegna þess að ég vissi ekki að það þyrfti að blása úr spíssarörunum fyrir samsetningu, það hafði semsagt komist ryk í eitt rörið og stíflaði spíssinn með tilheyrandi banki og látum, en spíssinn ýrði aldrei eðlilega eftir þetta þó hann opnaði við réttann þrýsting.
Þegar dýsurnar eru orðnar lélegar þá hætta þær að ýra olíunni, alveg sama á hvaða þrýsting þær eru stilltar, ég hef séð dropa úr spíss í skipavél sem opnaði við réttann þrýsting eða 400 bar, algengur þrýstingur í eldri bílvélum er 120 bar, en þegar Benz kom fyrst með Actros trukkana var þrýstingurinn kominn í 1800 bar, það var sér rafmagnsdrifin dæla á hverjum sílender.
Það sem mér hefur verið sagt um endingu á dýsum í bílvél að þá á ekki að keyra á þeim mikið yfir 120 þús en það er ekkert heilög tala, eftir það er bara orðin meiri hætta á að bíllinn reyki, sérstaklega þegar hann er kaldur, og líkur á verri nýtni á gasolíunni.
21.11.2009 at 16:35 #667386[quote="hobo":2mvoi5o0]Tvígengisolía út í díselolíuna gerir ekkert gagn fyrir vélina, bíllinn mengar bara meira.
Ég myndi kanna hvort spíssarnir séu góðir með spíssa-þrýstingsmæli og hreinsa dísurnar.[/quote:2mvoi5o0]Ég er ekki alveg sammála þessu, vissulega breytir þetta engu fyrir sílender en þetta getur gert gæfumuninn ef það er farið að bera á glamri í dísunum, en þetta á náttúrulega bara við þá bíla sem eru með mekanísk olíuverk
21.11.2009 at 13:44 #667570Ég keypti mína spacera á Ebay hjá [url:3dq9nrlq]http://stores.ebay.com/rigged-up-offroad-accessories[/url:3dq9nrlq]
Ég tók þetta gegnum Shopusa og mig minnir að parið hafi kostað í kring um 16 þús, komið til mín í júní síðastliðnum
21.11.2009 at 13:25 #667382Ég hef aldrei heyrt að auka smurning í gasolíunni eigi að minnka einhvern titring í vélinni.
Aftur á móti hafa menn oft losnað við dísuglamur með því að bæta tvígengisolíu út í, en mótorolía ætti að gera alveg sama gagn, en smá hætta á að það fari að koma smurolíureykur frá bílnum, en ekkert öruggt.Ef vélin titrar, alveg sama hvort það er undir álagi eða ekki, þá er nánast öruggt að hún gengur ekki eða illa á einum sílender, endilega athuga með að skrúfa rærnar lausar á olíurörunum við hvern spíss fyrir sig (bara eina í einu) og hlusta hvort einhver gangbreyting verður, eða hvort hún verður mismikil.
Ein spurning samt, er engin blár reykur frá pústinu í hægagangi?
20.11.2009 at 21:13 #667564Ég er með þetta undir Hilux X-tra cab með lc70 framhásingu, Ég er búinn að taka dekkin nokkrum sinnum undan til að tékka á herslunni en ég hef aldrei getað haggað rónum og er löngu hættur að hafa áhyggjur af þessu, ég hef reyndar ekkert farið á fjöll í snjófæri, en ég keyrði bæði Kjöl og Sprengisand í sumar með þetta undir alveg vandamálalaust, ég mæli með þessu, og eins og hefur komið fram þá er þetta ekkertmeira álag á legurnar í t.d lc 70 hásingunni miðað við að færa felgurnar út með því að nota IFS nöfin, að því gefnu að færslan sé sú sama.
12.11.2009 at 21:02 #666412Ég myndi ekki útiloka dæluna, félagi minn lenti í því á Nissan primera að dælan fór en bílinn fór samt í gang, en þó ekki alltaf en gekk bara örstutt í einu.
12.11.2009 at 00:39 #666120Þú nefnir ekkert hvorn millikassann þú ert með, það voru að minnsta kosti 2 gerðir í gangi í 91 Hilux, ef ekki fleiri.
Hvaða vél er í bílnum?
04.11.2009 at 11:57 #664898Sæll Björn Ingi
Hvað er því til fyrirstöðu að færa læsinguna á milli köggla?
Ef þetta er loftlás ætti það ekki að vera mikið mál, ég held að mismunadrifin úr afturkögglunum úr V-6 eigi að passa beint í þetta.
Ef það kemur í ljós að það er grennri legustærðin í framdrifinu (efast samt um það miðað við hvað er búið að skrifa hér á undan) þá á ég loftlás handa þér úr grennri kögglunum og er alveg tilbúinn að skipta.
03.11.2009 at 11:46 #664878Sæll Úlfr,
Það var einmitt það sem ég var að pæla, hvort legurnar væru eins í V-6 og reverse kögglunum, ég nenni ekki að spaðrífa drifið til að ná kögglinum úr ef draslið passar svo ekki sem ég er með.
02.11.2009 at 23:39 #664874Þú getur notað hvaða köggul sem er úr hilux, eini munurinn er sverleikinn á legunum, það er einhver ein gerð með rafmagnslás sem passar ekki skilst mér, en rillufjöldinn er sá sami í þessu öllu.
Ég var lengi með köggul úr gömlum hilux í afturdrifinu hjá mér en tók svo köggulinn úr 70 cruisernum og setti í afturdrifið þegar framdrifið og auka gírkassinn fóru í.
Sá köggull er eins og í V-6 bílunum, það sem ég veit ekki er hvort reverse köggullinn er með sama sverleika af legum, það væri vel þegið ef þú myndir mæla þetta fyrir mig.
Ég nenni ekki að rífa köggulinn úr til að setja loftlæsinguna í sem ég á úr grennri gerðinni ef ég get ekki notað sama köggulinn.
02.11.2009 at 22:49 #664788Eðlisfræðin segir manni að þetta geti ekki staðist, maður er klárlega ekki að fá meira afl út úr brunanum sem slíkum (í formi hita) heldur en maður er að taka út úr vélinni.
En það sem þeir, sem lofa þetta hvað mest, halda fram er að hvataáhrifin sem verða við að brenna vetninu valdi fullkomnari bruna á hinu eldsneytinu og þannig náist meira afl út úr vélinni.
-
AuthorReplies