Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.02.2010 at 19:11 #685112
Ég held að ég hafi lesið einhversstaðar að olía teljist ekki lituð ef það er minna en 3% af litaðri olíu í olíunni. og það er örugglega það sem olíufélögin treysta á. Þú þarft ekki nema 3000 ltr í viðbót við þessa 100 sem verða eftir á bílnum til að detta undir þessa prósentu. flestir bílarnir taka 10.000+ ltr svo þeir sjá ekki vandamálið við þetta.
En jú, það eru teknar stikkprufur á jeppunum, þó viktararnir séu ekki duglegir við þetta á höfuðborgarsvæðinu þá gera þeir þetta úti á landi, ég hef verið stoppaður sjálfur (þó ég sé á bensínbíl, en það var ekki tekin prufa þegar þeir áttuðu sig á því) og ég veit um fleiri sem hafa verið stoppaðir og prufur teknar. Ég var stoppaður á Þverárfjallsvegi.
27.02.2010 at 11:48 #685094Flotaolían er lituð alveg eins og litaða dísil olían, þú ert ekkert betur settur hvað það varðar.
En það er vel hægt að keyra á henni, en það gæti orðið vandamál í frost á fjöllum, en svo er spurning hvað tölvustýrðu olíuverkin gera á þessari olíu, vélarnar reykja aðeins meira á flotaolíu
25.02.2010 at 11:36 #684944Ég var að pæla í þessu undir hilux x-tra cab sem ég á, ég var meira að segja kominn með 4runner fjöðrun tilbúna, þegar ég fór að skoða þetta betur þá var þetta ekkert minna vesen en að smíða bara 4-link undir bílinn, ég fór reyndar aðra leið og notaði range rover stífur að aftan ásamt loftpúðum.
En fyrir vinnuna sem þú þarft að leggja í þetta ef vel á að vera þá borgar sig alveg eins að smíða bara 4-link eða range rover fjöðrun undir í staðinn, þú verður mun sáttari við það á endanum.
Persónulega finnst mér hin framkvæmdin vera sóun á tíma og peningum, en það er bara mín skoðun.
18.02.2010 at 22:31 #683934allavega ekki í N1 (gamla bílanaust), ég er búinn með tvær gerðir af dælum frá þeim og þær eru báðar ónýtar, ég geri ráð fyrir að ég noti annað hvort gamla innspýtingardælu úr bens sem ég á til eða að ég noti dæluna úr 4runner varahlutabílnum.
12.02.2010 at 23:38 #682956Ég skal sjá hvort ég finn eitthvað, ég er allavega ekki með neitt inná tölvunni minni
12.02.2010 at 23:05 #682952Varðandi það að hengja hásinguna þá væri sniðugra að útbúa þetta eins og búkka undir tengivögnunum. Þá væri skiptiloki sem myndi taka loftið af aftari púðunum og blása upp einn púða sem lyftir armi sem er festur við miðja hásinguna og lyftir henni. Ég mæli ekki með að hengja hásinguna upp með fullu trukki á púðunum, sérstaklega ekki ef þú samtengir púðana þannig að púðarnir á hvorri hlið séu saman. ef þyngdin eykst á fremri púðana þá eykst líka átakið á krókana sem þið eruð að tala um hengja hásinguna upp með, en með búkka systeminu þá er hægt að lyfta hásinguni með einum takka inní bíl án átaks á hásinguna frá fjöðrunarpúðunum. simples
12.02.2010 at 20:27 #682946Ég leit á myndasafnið þitt, djöfull líst mér vel á þetta verkefni, gangi þér vel
12.02.2010 at 20:22 #682944Þetta er sniðug pæling, ég er einmitt búinn að velta þessu fyrir mér, veit samt ekki hvort ég fer úti 3ju hásinguna
12.02.2010 at 19:52 #682938Það er svosem allt hægt, það bara kostar meira. En ég er nú aðallega bara forvitinn, til hvers?!?
12.02.2010 at 19:10 #682612Það eina sem þarf að fá úr 70 cruiser ef það er farið hilux leiðina er armurinn á maskínuna, hugsanlega togstöngin, mig minnir að maskínan úr 70 cruiser sé með arminn fram á við en hún vísar aftur á 4runner, það er gott að fella maskínuna niður samt, þannig að öxullinn neðan úr sé lóðréttur, þá verður ekki eins mikill halli á togstönginni. Það er hægt að færa festinguna ofan á grindinni neðan á grind og bora nýtt gat á grindina og setja í það rör, þá verður það gat fyrir efra gatið og neðra gatið fer í festinguna sem þú færðir.
Ég þurfti ekki einu sinni að stilla stýrið eftir þetta hjá mér, ég setti 70 cruiser dótið undir og fyrir algera tilviljun þá var stýrið réttEf þú sendir mér einkapóst með E-mail hjá þér þá get ég sent þér myndirnar af breytingunum hjá mér, þá geturu kannski áttað þig betur á þessu
12.02.2010 at 14:24 #682606Ég fór einmitt 70 cruiser leiðina í framhásingunni, mér var bent á, sem ég svo nýtti mér að ef þú tekur afturgorma úr 90 cruiser og gormaskálar úr u.þ.b. ’94 lúkkinu af patrol að framan, þá smellpassar þetta allt, bara sjóða saman, reyndar þarf að skera nokkra sentimetra ef neðri endunum á 90 cruiser gormunum til að þeir passi í 70 cruiser gormaskálarnar og að færa skálina hægra megin á 70 cruiser hásingunni innar um 2 cm til að sá gormur verði beinn því miðjan í gormunum er ekki sú sama að ofan og neðan.
Með þessu náði ég að hækka bílinn sáralítið, enda var ekki þörf á því hjá mér. Ef þú styttir svo dempara festingarnar ofan á patrol gormaskálunum þá smellpassa framdempararnir úr 70 cruisernum við þetta.kv
Addi
11.02.2010 at 21:38 #682596Ef þú kemst hjá því að hækka bílinn á fjöðruninni þá skaltu sleppa því, EN það er hægt að herða á fjöðrunaröxlunum fyrir klafana, ef þú kíkir undir bílinn sérðu að það liggur öxull frá efri klafanum aftur eftir grindinni í festingu innan á grindinni. Þar sérðu bolta með haus sem vísar niður, það er hægt að herða á honum til að auka átakið á fjöðrunaröxulinn, þannig geturu hækkað bílinn að framan, en mínusinn við þetta er að bíllinn verður hastur að framan og það verður meira brot á liðunum á framöxlunum þannig að þeir bæði slitna hraðar og brotna frekar.
Það var nóg á Hiluxnum mínum að boddý hækka hann svo ég geri ráð fyrir að það verði líka nóg fyrir 4runner, v6 hilux og v6 runner eru nánast sami bíllinn aftur að póstinum á milli fram og afturhurða.
En þú verður að redda þér felgum sem eru innvíðar (mig minnir að þær séu með 9-10cm backspace) annars þarftu að hækka meira til framhjólin rekist ekki í í fullri beygju.
11.02.2010 at 11:25 #682588Þú "verður" ekkert að setja hásingu, ef þú ert ekki böðull þá geta klafarnir enst alveg helling, en það er líka hægt að eyðileggja þá á einni helgi ef maður hefur enga tilfinningu fyrir hvað maður er að gera bílnum.
Ég er með Hilux X-tra cab ’90 sem var búið að setja á 38" þegar ég fékk hann, hann var bara boddýhækkaður um 8 cm, ekkert átt við fjöðrun og svo skorið úr brettum og innra bretti, ásamt því að færa húsfestingar við frambrettin aftar og upp.
Ég er búinn að setja hásingu undir núna, en klafarnir voru heilir þegar ég brenndi þá undan, ég vildi bara fá betri fjöðrun, klafa fjöðrunin er frekar slag stutt finnst mér, en það má alveg lifa við hana, þetta er bara spurning um hvað þú ert tilbúinn að leggja mikla vinnu og peninga í þetta, það er alveg hægt að setja bílinn á 38" án þess að fara útí hásingu.kv
Addi
08.02.2010 at 18:47 #681166Nú er ég forvitinn, hvað er það sem þér líkar illa við í 90 Cruisernum?
Ég er nú ekki á 90 cruiser sjálfur en hef alltaf rennt til hans hýru augakv
Addi
13.12.2009 at 18:18 #671360Þetta eru ekki alveg skörpustu hnífarnir í skúffunni
11.12.2009 at 11:31 #671094Það myndi örugglega hjálpa við að fá komment ef menn vissu hvernig bíl er verið að tala um og hvaða gerð þessi mælir er sem þú ert að nota
11.12.2009 at 11:29 #671022Ég átti einu sinni ’87 árg. af Nissan laurel 2,8 Dísel, Eftir að hafa sett militec á vélina lenti ég í lakkmyndun á sílendrunum og bíllinn fór að mökkbrenna smurolíu, þegar verst var fór ég með 1 líter á ca. 250 km, ég hónaði sílendrana helling og skipti um hringi og brennslan datt niður í 1 ltr á 2500 km
En ég keyrði yfirleitt á 110 km/h sem er í kring um 3000 sn/min, þegar pabbi keyrði bílinn á 90 km/h sem er í kring um 2500 sn/min þá brenndi bíllinn MUN minna af mótorolíu
09.12.2009 at 02:42 #670854Stilltu á þýðingu frá íslensku yfir í ensku og sláðu inn:
Ég er hoppandi kátur
07.12.2009 at 18:03 #670656Fjarlægðu bara stöngina og allt sem henni fylgir, hún er ekki skilyrði fyrir skoðun
04.12.2009 at 14:01 #670082Ég verð bara benda á að Siggi er með FORD merkið tattooað á sig, þannig að hann gæti verið örlítið hlutdrægur
-
AuthorReplies