Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.03.2010 at 16:15 #687936
Ef þú getur hreinsað þetta sæmilega er reynandi að nota efni frá Wurth sem mig minnir að heiti Liquid Fe1, þetta er allavega málmfylliefni, það er spurning fyrir þig að kíkja í wurth og sjá hvað þeir segja
22.03.2010 at 13:44 #687590Ef þú tekur grindina í sundur fyrir framan bitann sem bensíntankurinn er festur í að framan og lengir þar, þá er þetta kjörið tækifæri til að setja auka gírkassa í bílinn, en þessi biti er fyrir þegar bíllinn er í réttri lengd. X-tra cab er með lengri grind og lengri á milli hjóla en Double cab og 4runner svo þetta rétt sleppur í þeim. Ég gerði þetta í mínum og kemur bara vel út, en fremri kassinn er að hrinja hjá mér einhverra hluta vegna, hann hlýtur að hafa verið veikur fyrir því ég keyri alltaf á aftari kassanum með fremri kassann í 4ða nema ég þurfi meiri niðurgírun.
22.03.2010 at 08:49 #687586Það eru líka til fleiri en ein gerð af hilux, það væri ekki verra ef það kæmi fram hvaða týpa þetta er og hvaða hjólabúnaður er undir honum…
15.03.2010 at 18:14 #687052Nú skil ég vandamálið, ég hélt að þú værir að meina stífir í sundur.
Ég er á þeirri skoðun að demparar eigi ekki að dempa neitt þegar þeir fara saman, bara í sundur, þar er aðal átakið.
Það sem ég var að tala um er að ég gat ekki notað dempara undan fjaðrabíl með púðunum, ég notaði þessvegna dempara undan gormabíl.
Og eftir stutta verðkönnun komst ég að því að það er LANG ódýrast fyrir mig að kaupa orginal dempara úr 4runner (hjá Toyota) og breyta þeim þannig að það sé auga beggja vegna en að kaupa nánast hvað sem er annað, old man Emu og Koni eru Ríflega 2sinnum dýrari, eða voru það allavega í maí í fyrra.
Þessir demparar þurfa nánast ekkert átak til að leggjast saman en eru svo drjúgan tíma að dragast í sundur með handafli.
15.03.2010 at 11:23 #687046Dempararnir þurfa að vera stífari þegar þú ert með púða, annars fer hásingin að skoppa í vissum færum, ég lenti í því þegar ég notaði orginal hilux dempara úr fjaðrabíl við púðana hjá mér, ég breytti svo afturdempurum úr 4runner og setti í og hef ekki lent í þessu vandamáli aftur, en reyndar ekki nema ein eða 2 ferðir sem ég hef farið í snjó svo það er ekki komin mikil reynsla á þetta.
En þú ert með alveg fisléttan bíl, prófaðu að setja svolítið farg á pallinn og athugaðu hvort þér finnst bíllinn ekki mýkjast, minn gerði það allavega, mér var bent á að setja utanáliggjandi kút við hvorn púða til að auka rýmdina í púðanum aðeins, því 1200kg púðarnir væru í stærri kantinum fyrir hilux, þá yrði bíllinn mýkri, en ég hef ekki gert neitt í því ennþá.
Kv
Addi
14.03.2010 at 21:27 #687024Minn bíll var hækkaður um 8 cm á boddý þegar ég fékk hann, hann hrökk aldrei úr lága drifinu, en það var búið að fjarlægja innra gúmmíið sem er utanum stengurnar, þ.e. svarta gúmmíið sem er undir því sem þú sérð inní bíl.
kv
Addi Sig
14.03.2010 at 15:08 #686870[quote="dagur":371i3a8e]Sælir.
Ég hef verið með nokkra pisla um umhverfismál og ekki finn ég fyrir skítkasti, frekar algjöru áhugleysi félagsmanna og oft spyr ég sjálfan mig, til hvers er ég að skrifa etthvað á vef F4x4, þegar ég finn ekki nokkurn áhuga hjá þessum félagsmönum F4x4, sem einir geta svarað á þessum vef.[/quote:371i3a8e]Ég persónulega tel að það sé mikilvægara hversu margir lesa pistilinn, ertu búinn að skoða það eitthvað?
Þó að menn tjái sig ekki endilega um málið þá getur svona pistill vakið menn til umhugsunar…….
14.03.2010 at 04:10 #686866Er ekki nýbúið að banna öllum utanfélagsmönnum að skrifa á þessu spjalli?
Þá finnst mér ekki skrítið þó það hægji á því….
13.03.2010 at 16:50 #686860Mér líst vel á þetta, það þurfti oft ekki mikið til að þræðirnir yrðu að algeru bulli.
Ég hef grun um að mesta breytingin hafi orðið þegar fullt nafn fór að birtast lengst til hægri í hverju innleggi.Bara jákvætt,
Kveðja
Addi
12.03.2010 at 13:55 #686744Björn Ingi, er þetta ekki til í GPS tækjunum í bílunum hjá Strönd síðan að við fórum með Hólmvíkingunum?
Tékkaðu allavega á því
10.03.2010 at 18:44 #686262Það er sennilega vegna þess að það hefur enginn hérna reynslu af því að breikka fjórhjólafelgur eða af því hvað virkar best. Felgubreidd er alveg jafn mikil trúarbrögð og margt annað sem er skrifað um á þessu spjalli.
Til samanburðar þá er 12-14" mjög algengt fyrir 38" Mudder sem er 15,5" breiður, ég er með 2 sett af dekkjum á felgum sem ég nota eftir hentugleikum, annað settið er á 12" breiðum felgum og hitt á 12 3/4", ég finn engan mun á hvað bíllinn drífur á þessu, meira að segja eru dekkin á breiðari felgunum líka mun minna slitin.miðað við þetta myndi ég kannski setja þessi dekk hjá þér á 9-10" breiðar felgur, fjórhjólin eru yfirleitt keyrð með mjög lítinn loftþrýsting í dekkjunum svo ég myndi hafa felgurnar frekar mjórri en dekkin þó ekki væri nema bara til að hindra að felgurnar skemmist á steinum
07.03.2010 at 00:33 #211267Ég lenti í smá vandræðum í vikunni með vatnskassa í mótorhjólinu sem ég er að smíða, málið er að ég þurfti að breyta stút á kassanum sem er úr áli.
Ég byrjaði á að tala við kallinn hjá Gretti vatnskössum, ég hef aldrei áður talað við mann hjá þjónustufyrirtæki sem talað jafn svakalega niður til mín og verið jafn erfiður viðmóts og þessi andskoti, það er pottþétt að þennan mann tala ég aldrei við aftur.Pabbi benti mér á að tala við Stjörnublikk, þar talaði ég við mann (Þorsteinn minnir mig) sem er með jafn æðislega þjónustulund og kallinn hjá Gretti var ömurlegur. Hann vísaði mér beint á sérfræðing í álsuðu sem hann sagði mér að væri eini maðurinn á landinu sem væri fær um að bjarga þessu fyrir mig, ég fór með kassann þangað og á von á að fá hann eftir helgi.
Ég mæli hiklaust með Stjörnublikk, alveg súper þjónusta, og alveg ófeimnir við að senda mann annað til að spara manni pening.
07.03.2010 at 00:13 #685420Ég fór til þeirra í HK sandblæstri, mæli hiklaust með þeim, frábær þjónusta og vönduð vinnubrögð
03.03.2010 at 09:23 #685810Mér sýnist Jón vera að tala um að skipta um alla vélina, ekki bara um heddið
28.02.2010 at 21:57 #685514Mér finnst eiginlega óþarfi að loka á utanfélagsmenn, en mér líst vel á það hjá þeim á kvartmíluspjallinu að skylda menn til að skrifa undir nafni.
Þeir hafa skrifað undir nafni í nokkur ár á Stjarna.is, menn voru ekki skyldaðir til þess en þeir fengu skömm í hattinn sem gerðu það ekki, og fljótlega voru allir komnir með fullt nafn og bílnúmer í undirskrift.
kv
Addi
28.02.2010 at 21:42 #685128Ég veit að liturinn fellur út ef olían stendur kyrr nógu lengi, en þetta krefst mikillar þolinmæði og góðs tanks sem er auðvelt að tappa undan, og örugglega ekki verra að geta séð litinn á því sem í honum er.
Félagi minn prófaði að setja litaða olíu í 2ja lítra gosflösku, það tók 1-2 mánuði fyrir litinn að falla niður á botn
28.02.2010 at 21:38 #685418[quote="Hörður Aðils":2p5p4e84][quote="HÖS":2p5p4e84]HK-Sandblástur ehf, Helluhrauni 6, HAFNARFIRÐI
Blésu fyrir mig boddy hluti og var ég sáttur við útkomuna og þjónustuna[/quote:2p5p4e84]
Mæli með þeim, þeir glerblésu fyrir mig álfelgur og það var mjög vel gert.[/quote:2p5p4e84]
Ætli ég fari þá ekki þangað, það er styst fyrir mig
28.02.2010 at 02:19 #685118[quote="ólsarinn":1drnf7ke]Ja, nú er það hvernig reglugerðin er túlkuð. Þar segir einfaldlega að finnist leifar af litaðri olíu í eldsneytisgeymi bifreiðar, sem hefur ekki heimild til að nota annað en ólitaða olíu, þá skuli það nægja sem sönnun fyrir því að viðkomandi bifreiðareigandi hafi notað litaða olíu einhverntíma. Er ekki með þessa reglugerð tiltæka í augnablikinu, en þetta er einhvernveginn svona. Ef þetta er í praksis túlkað eftir þessari 3% reglu, þá er það ekki í takt við hana. Gaman væri ef Addi vinur minn, sem er vélstjóri með öll réttindi á því sviði og veit því hvað hann er að tala um, segði okkur hvar hann fékk þessar upplýsingar.[/quote:1drnf7ke]
Ég fann þetta aftur í reglugerð 283/2005 um litun á gas og dísil olíu:
IV. KAFLI
Geymsla á litaðri olíu og afhending á litaðri og ólitaðri olíu.
11. gr.
Geymsla og afhending.
Búnað, tanka o.fl. sem leyfishafar nota til geymslu á litaðri olíu, má ekki nota til að geyma aðra vöru. Ef breyta á notkun tankanna o.fl. til geymslu á annarri vöru, skulu þeir tæmdir af litaðri olíu og hreinsaðir ef þess þarf til að uppfylla ákvæði 4. mgr.Leyfishafar geta afhent bæði litaða og ólitaða olíu úr mismunandi geymsluhólfum sama tankbíls án þess að hvert geymsluhólf fyrir sig sé með aðskilinn dælubúnað.
Leyfishafar sem afhenda bæði litaða og ólitaða olíu í gegnum sama dælubúnað frá litunarbúnaði tankbíls, skulu setja upp kerfi, þ.m.t. skolunarkerfi eða kerfi sem tryggir það að ólituð olía innihaldi ekki meira af litunarefni en kveðið er á um í 4. mgr., og að lituð olía sé réttilega lituð, sbr. 4. gr.
[b:1drnf7ke]Ólituð olía má að hámarki innihalda 3% af litaðri olíu, án þess að verða talin lituð olía.[/b:1drnf7ke]
kv
Addi
28.02.2010 at 01:56 #211113Sælir
Hverjum er treystandi, hérna á suðvesturhorninu, til að sandblása fyrir mig bensíntank af mótorhjóli án þess að eyðileggja hann?
Ég var að breyta tank og vill helst sandblása hann áður en ég fer að sparsla.kv
Addi
27.02.2010 at 19:22 #685368Ég setti minn bíl á púða og má þá ekki vera með bremsjujafnarann tengdan, ég stytti bara stöngina sem liggur niður á hásingu og smíðaði stilliskrúfu á endann, þannig að þó hann sé ekki tengdur við hásingu lengur þá er hann ennþá til staðar.
-
AuthorReplies