Skálanefnd hélt sinn fyrsta fund þann 7. Júni síðastliðinn. Þar voru nýjir meðlimir skálanefndar settir inn í stöðu mála og staða Setursins rædd. Var ákveðið í umræðu um orkumál skálans að leita eftir tilboðum í nýja ljósavél og meta svo framhaldið eftir því sem þau detta inn. Stefnt er að því að fara í vinnuferð í fyrstu eða annarri helgi í júlí og er talsverður verkefnalisti á döfinni. M.a. á að reyna að mála þakið, fer reyndar eftir veðurfari, klára að mála glugga, hreinsa planið og mála steinana sem afmarka það, þrífa skálann hátt og lágt, klára að loka undir rúmstæðin uppi á svefnlofti, taka til í eldhússkápum, lakka gólfið í gamla skálanum, klára þarf að klæða þakkantinn á klósettbyggingunni og ýmislegt fleira mætti sálfsagt telja til. Skráningarform í ferðina verður sett upp á síðunni innan tíðar.
Kveðja, Skálanefnd