Laugardaginn 28 ágúst fóru nokkrir úr fjarskiptanefnd í vinnuferð á Bláfell í samstarfi við Landsbjörg. Nýtt fjarskiptahús frá neyðarlínuni er komið á fjallið og var verkefni ferðarinnar að færa endurvarpa og loftnet í nýja húsið og taka gamla húsið af fjallinu. Í nýja húsinu er 220V rafmagn, svo settur var 25W endurvarpi í stað 5W sem var áður, en gamli endurvarpinn var keyrður á rafgeymum og sólarsellum. Öll verkefni voru leyst, en menn hafa huga á að skoða loftnetsmál á fjallinu aðeins betur, enda hafa aðstæður aðeins breyst við tilkomu masturs og nýs fjarskiptahúss. Bláfell er á rás 44 og næst mjög víða á suðurlandi og á sunnanverðu hálendinu. Við hvetjum menn til að lykla reglulega á endurvarpa og kynna sér hvaða endurvarpar nást á hverju svæði. Endurvarpakort má finna á heimasíðu Sigga Harðar www.radioehf.is
Fjarskiptanefnd.