Þá er hinn táknræni viðburður „Jarðarför á ferðafrelsi Íslendinga“ yfirstaðinn. Fyrstu bílar sem flestir voru í Hjálparsveit Ferðaklúbbsins 4×4 fóru af stað á föstudeginum og gistu margir í Hólaskógi, en þangað mætti síðan restin af Hjálparsveitinni snemma á laugardagsmorgni. Haldið var snemma dags af stað upp að Kistuöldu og Hjálparsveitarflokkum komið fyrir á ýmsum stöðum til að beina umferð í rétta átt og við Kistöldu að stjórna því hvar bílum væri lagt.