Á þessari síðu er safnað saman á einn stað vísun í almennar upplýsingar fyrir ferðafólk, vegna ferðalaga. Á undirliggjandi síðum er ítarefni eða nánari upplýsingar, bæði innan vefs ferðaklúbbsins og utan. Markmiðið er eitt einfalt yfirlit almennra upplýsinga fyrir ferðafólk. Við þetta má bæta gott ítarefni í mögum bókum sem hafa verið gefnar út um göngur, ferðir og ferðalög á íslandi.
Almennar upplýsingar fyrir ferðamenn og öryggismál
Varðandi ferðalög á Íslandi og sérstaklega varðandi öryggismál hefur Landsbjörg tekið saman umfangsmikinn vef, www.safetravel.is. Vefurinn er á ensku og íslensku og er einkum ætlaður erlendum ferðamönnum en einnig íslenskum ferðamönnum. Á vefnum eru meðal annars sprungukort fyrir jökla. Smellið hér.
Breytingar á jeppum
Félagsmenn Ferðaklúbbsins 4×4 leiddu þróun jeppabreytinga og baráttu fyrir því að breyttir jeppar eru leyfðir á götum í Íslandi. Tækninefnd ferðaklúbbsins stendur vörð um þróun jeppabreytinga, með félagsmönnum og hagsmunaaðilum. í seinni tíð hafa mörg fyrirtæki sérhæft sig í jeppabreytingum. Of langt mál er að telja þau öll upp.
Smelltu hér fyrir vefsíðu Tækninefndar Ferðaklúbbsins 4×4
Ferðafélög
Ferðaskipulagning
Ferðastemming
Góð stemming í ferðum byggir á góðum ferðafélögum, samvinnu og viðhorfi en einnig litlu atriðunum eins og að muna eftir sönghefti, kassagítar, sixpack og konjak, sameiginlegur kvöldmatur, leikir, spil, veiðistöng, sönghefti, dót fyrir krakkana, tölva og tölvuleikir, bækur til að lesa, DVD spilari með einum eða fleiri skjám, orðaleikir, myndakeppni, litir og teikniáhöld, dúkkan, bolti, …
Það er aldrei góð stemming í ferð sem er illa undirbúin eða líður fyrir ófullnægjandi ferðaskipulagningu. Jafnvel einföld atriði eða tól og tæki sem gleymast hafa áhrif á stemminguna. Blautir skór og ekkert til að leysa málið tekur dálítið stemminguna í vetrarferð.
Undirritaður keyrði fram á fjölskildu á hálendi íslands, í haustferð. Þau voru kyrrstæð, föst í skafli enda þótt þau væru á stórum jeppa, á 38″ dekkjum. Það var ekki góð stemming í bílnum en hýrnaði yfir fólki að fá heimsóknina. Það var engin skófla, enginn drullutjakkur, engin auka föt, engir svefnpokar, ekkert nesti að heitið geti og skóbúnaðurinn ekki til að vaða snjó upp yfir hné. Ekkert símasamband og ekkert VHF. Afleiðing þessa var að það vantaði aðeins upp á að stemmingin væri…góð.
Ferðaútbúnaður
Hér geta fyrirtæki óskað eftir krækju í eigin vef.
Færð
Vegagerðin
Spjallþræðir á vef f4x4
Gátlistar vegna ferða og undirbúnings
Sjá yfirlit gátlista á vef F4x4, með því að smella hér
Klæðnaður
Sjá undir gátlistar.
Kort og rötun
Landmælingar Íslands – kortavefir.
Leiðbeiningar um notkun áttavita. Smellið hér
Babel, tól til að vinna með ferla og punkta.Depill, tæki til að gefa upp og fylgjast með staðsetningu.
Leiðbeiningar um notkun GPS eru sjaldan gefnar út nema sem beinar leiðbeiningar um notkun hvers tækis. Við mælum með námskeiðum í notkun GPS enda margs að gæta og óvarlegt að treysta á GPS án þess að hafa fengið leiðbeiningar í notkun tækisins. Notkun GPS krefst æfingar og reynslu, sérstaklega hvað varðar leiðir (track).
Samskipti
Umhverfismál
Umhverfisnefnd klúbbsins fjallar um umhverfismál. Smellið hér.
Veður
Veðurstofan
Yr.no
Veður ehf
Belgingur
Það má einnig nota fleiri miðla til að átta sig á veðrinu. Sjá undir Vefmyndavélar.
Vefmyndavélar
Oft má nota vefmyndavélar til að átta sig á færð og veðri
Míla
Vefmyndavélar á Íslandi
Öryggismál í ferðum
Smellið hér fyrir efni á þessum vef.
Ábendingar um frekari almennar upplýsingar til ferðafólks sendist á vefnefnd@f4x4.is