Ferðafrelsi
Mesta hagsmunamál Ferðaklúbbsins 4×4 er ferðafrelsi með ábyrgri ferðamennsku.
Stjórnvöld hafa undanfarið þrengt mikið að ferðafrelsi jeppamanna. Slóðum og stórum landssvæðum hefur verið lokað fyrir jeppaumferð jafnvel þótt ummerki um jeppaferðir séu engin til skemmri eða lengri tíma (á jöklum) og þrátt fyrir að löng hefð sé komin fyrir notkun leiða, sem hefur nú verið lokað, eins og til dæmis um Vonarskarð.
Lesa nánar: Ferðafrelsi
Upplýsingar til ferðafólks
Á þessari síðu er safnað saman á einn stað vísun í almennar upplýsingar fyrir ferðafólk, vegna ferðalaga. Á undirliggjandi síðum er ítarefni eða nánari upplýsingar, bæði innan vefs ferðaklúbbsins og utan. Markmiðið er eitt einfalt yfirlit almennra upplýsinga fyrir ferðafólk. Við þetta má bæta gott ítarefni í mögum bókum sem hafa verið gefnar út um göngur, ferðir og ferðalög á íslandi.
Lesa nánar: Upplýsingar til ferðafólks
Samstarf við hagsmunaaðila
Ferðaklúbburinn 4×4 byggir hagsmunagæslu fyrir félagsmenn á samstarfi við stærstu hagsmunaðila tengda ferðamennsku á Íslandi.
Öflugasta birtingarmynd þess er á vefnum ferðafrelsi.is þar sem helstu hagsmunaðilar í ferðamennsku á Íslandi standa saman vörð um ferðafrelsi og upplýsingagjöf um baráttuna fyrir ferðafrelsi.
Hér fyrir neðan er listi af samstarfsaðilum. Listinn er tekinn saman þvert á alla aðkomu að samstarfi og án allrar flokkunar eða röðunar.
Lesa nánar: Samstarf við hagsmunaaðila
Verðlag á búnaði til jeppaferða
Verð á einstökum hlutum til jeppaferða hefur hækkað mikið undanfarið. Nægir þar að nefna verð á eldsneyti, olíum og dekkjum. Eins hefur varahlutaverð hækkað mikið.
Það er mikið hagsmunamál jeppamanna að geta leita bestu verða og afslátta.
Jeppamenn hafa safnast saman um magninnkaup eða hagstæð sérinnkaup á til dæmis dekkjum og bílum, erlendis frá. Einnig hafa margir góða reynslu af því að kaupa beint af ebay eða viðlíka vefum erlendis. Þegar það er gert þarf að gæta vel að því að greiðsla fari um öruggan greiðslumiðil.
Lesa nánar: Verðlag á búnaði til jeppaferða