Ferðaklúbburinn 4×4 hefur tekið þátt í öllu því samstarfi sem hefur verið í boði vegna vegamála í óbyggðum Íslands. Ferðaklúbbur 4×4 hefur oft verið leiðandi á þessum vettvangi, sbr. stikun hálendisslóða og mælingar á slóðum í óbyggðum og í fleiri tengdum málaflokkum. Ferðaklúbburinn 4×4 hefur alla tíð hvatt til ábyrgrar ferðamennsku á hálendi Íslands og hefur lengi lagt sitt að mörkum til að reyna að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Þrátt fyrir einlægan vilja félagsins til að fá aðkomu að þessum hjartans málum félagsmanna hefur félaginu orðið lítið ágengt í því að fá opinbera aðila til samstarfs um þessi helstu hagsmunamál félagsins, þrátt fyrir fögur fyrirheit um samstarf og samráð um slóðamál miðhálendisins. Því hefur Ferðaklúbburinn 4×4 ákveðið að setja GPS gögn sín á veraldarvefinn. Í fyrsta áfanga eru settar inn sumarleiðir, sem skipt er í 15 flokka (sjá mynd). Í framhaldinu verða sett inn sértækari GPS gögn, t.d vetrarleiðir og leiðir á jöklum. Öllum er heimil hvers konar notkun á þessum GPS gögnum í lögmætum tilgangi. Þeir sem vilja koma athugasemdum á framfæri varðandi gagnagrunninn, er bent á að senda athugasemdir sínar til ferlaráðs Ferðaklúbbsins 4×4 á ferlarad@f4x4.is eða ræða þær á þessum spjallþráðum. Öllum er heimilt að pósta inn athugasemdum gegn því að skrá sig á síðuna. Ferðaklúbburinn 4×4 minnir á, að ekki á að aka vegi þar sem hætta er á skemmdum, t.d. vegna aurbleytu. Upplýsingar um slíkar og aðrar sérstakar aðstæður má m.a. finna á heimasíðu Vegagerðarinnar.
Bláar GPS veglínur eru allar almennar leiðir.
Rauðar GPS vegalínur eru leiðir sem Ferðaklúbburinn 4×4 telur ekki æskilegt að aka.
Hér er landinu skipt upp í þá 15 landshluta og með því að smella á viðkomandi svæði fyrir neðan myndina, er hægt að nálgast .gdb skrá yfir alla þá vegi sem ferlaðir hafa verið á því svæði. Með því að smella á myndina opnast hún stærri.
Sækja ferla fyrir svæði A til O
Svæði A | Svæði B | Svæði C | Svæði D | Svæði E | Svæði F | Svæði G | Svæði H | Svæði I | Svæði J | Svæði K | svæði l | Svæði M | Svæði N | Svæði O
Vetrarferlar:
Vegna athugasemda Landsbjargar hefur Ferðaklúbburinn 4×4 tekið út vetrarferla á jöklum. Ferðaklúbburinn 4×4 fagnar áhuga Landsbjargar á gagnagrunni Ferðaklúbbsins og boði Landsbjargar um frekara samstarf sem getur leitt til enn frekara öryggis ferðamanna í vetraferðum. Allir vetrarferlar á jöklum eru nánast sagnfræði daginn eftir að þeir hafa verið eknir vegna breytileika jökla og snjóalaga. Engu að síður eru ferðamenn almennt töluvert öruggari í ferli sem einhvern tímann hefur verið ekinn en utan ferils þrátt fyrir allt, og er möguleiki með slíkum gagnagrunni að skoða dagsetningu ferilsins sem segir þá til um það hvenær hann er ekin. En almenn vitneskja er meðal jöklafara að jöklar verða öruggari eftir því sem líður á veturinn. Ferðamenn verða hinsvegar að kynna sér jökla og leiðir áður en haldið er á vit óvissunnar sem fylgir því að aka á jöklum.
Aðrar leiðir: (nánar síðar)
VIÐVÖRUN! Þegar ekið er eftir GPS línum (ferlum), er ekið á eigin ábyrgð.
Athuga þarf að vetrarleiðir geta breyst og skal því ávalt ekið af ýtrustu varúð, sé farið eftir GPS línu (ferli / trakki).
Öllum þeim sem athugasemdir hafa við GPS grunninn, svo sem breytingar á vetrarleiðum, er bent á að senda athugasemdir sínar til ferlaráðs Ferðaklúbbsins 4×4: ferlarad@f4x4.is
Ferlaráð Ferðaklúbbsins 4×4