Til að gerast félagsmaður í klúbbnum á vefsíðunni þarf að gera eftirfarandi:
- Nota þann aðgang sem fyrir er (notendanafn) eða stofna nýjan aðgang ef hann er ekki til staðar. Hægt er að velja aðgerð Nýskráning efst á síðunni, eins og sýnt er á myndinni með rauðri pílu.
- Þegar aðgangur hefur verið samþykktur (getur tekið tíma, þar sem ferlið er handvirkt í dag), þá er hægt að skrá sig inn á vefinn (logga sig inn) með því að smella á „peðið“ (sjá á mynd, græn píla) og skrifa inn notendanafn og lykilorð.
- Eftir að búið er að skrá sig inn á vefinn, þá er farið inn á prófilinn með því að smella aftur á peðið (sjá á mynd, græn píla).
- Velja „GREIÐA ÁRGJALD“ (sjá mynd), og fylgja leiðbeiningum.
- Félagsskírteini kemur í pósti á skráð heimilisfang
Ef vandamál eru við skráningu er hægt að hafa samband við skrifstofu klúbbsins með því að senda skeyti á stjorn@f4x4.is, í skeytinu þarf að taka fram nafn, kennitölu, heimilisfang og tölvupóstfang.