Einkavinablót f4x4 2014
Sökum þess að allir sem vildu koma, áttu jeppa í lagi, höfðu efni á eldsneyti og fengu leyfi hjá konunni, komust með í fyrra ætlum við að opna fyrir skráningu á einkavinablót f4x4.
Líkt og í fyrra mega einungis þeir félagsmenn sem uppfylla öll þessi skilyrði hér að ofan koma með á blótið í ár.
Til að einungis vinir f4x4 komist á blótið verður skráning, eins og áður, í gegnum tölvupóstfangið thorrablot.f4x4@gmail.com
Síðan verður listinn yfir skráða settur á vef klúbbsins eftir að hafa verið vel ritskoðaður.
Margar keppnir voru í fyrra en hæst stóð uppúr “viðgerðin með flestum áhorfendum”. Sigraði Agnar hana með stæl. Einnig sigraði hann flokkinn “flestar tillögur fengnar við viðgerð”.
Nýr flokkur var stofnaður “besta viðgerðin án þess að nokkur tæki eftir”. Þar sigraði, eins og alltaf, Toyota sem gert var við án þess að nokkur tæki eftir og síðan er viðgerð lauk var því alfarið neitað að hún hefði farið fram.
Gistipláss verður takmarkað við 45 eins og undanfarin ár. Hámark er 4 per bíl.
Verð á mann er 7000 kr. Innifalið er gisting föstudag og laugardag og súrmeti. Engin skipulögð dagskrá er önnur en áta og ólæti á laugardagskvöld. Þátttakendur rotta sig saman í hópa og koma sér á staðinn og heim aftur. Greiða þarf inn á reikning 0115-05-063040, kennitala: 300568-3279 fyrir 23 jan. til að tryggja plássið sitt. Eftir það verða frátekin ógreidd pláss boðin þeim sem eru næstir á biðlista.
Fyrir hönd f4x4 og einkavinanefndar, Birkir fastur og félagar.