Klúbbnum barst í mánuðinum bréf frá Umhverfisráðuneytinu. Í bréfinu þakkar ráðuneytið Ferðaklúbbnum 4×4 það stórátak í vegamælingum á hálendi Íslands sem klúbburinn stóð að í samvinnu við Landmælingar Íslands á undanförnum þrem árum.
Fjölmargir félagsmenn hafa lagt hönd á plóg í þessu verkefni á öllum stigum allt frá öflun heimilda og gagna til mæligaferða, án þeirra hefði þetta ekki tekist.
Stjórn klúbbsins hefur sent svarbréf þar sem viðurkenning á störfum klúbbsins er þökkuð.