Eins og talað var um á síðasta fundi var ákveðið að breyta dagsetningunni á „fundinum“ þar sem við bjóðum öllum sem komu með okkur í Ferð með fatlaða í vor. Venjulega hefur þessi fundur verið seinnipart mánudags þann dag sem við höfum verið með félagsfundinn okkar í desember.
En eins og var rætt á síðasta fundi, var ákveðið að breyta þessu og var ákveðið að bjóða þeim núna á sunnudaginn 6. desember kl 13:00 í Jónsbúð.
Að vanda bjóðum við uppá heitt súkkulaði, smákökur og skonsur Einnig verður sýnt myndband sem tekið var upp í ferðinni.
Í lokin langar okkur að biðja þá sem mögulega geta mætt fyrr og aðstoðað við að hita upp súkkulaði og gera allt klárt að mæta um 12 leytið. Það væri mjög vel þegið þar sem það þarf að raða borðum, hita súkkulaði, hella uppá kaffi og bara hafa allt klárt
Hægt er að hafa samband við Helgu Björg í s. 699-8955 eða Gísla í s. 863-0071.
Hlökkum til að sjá ykkur næsta sunnudag kl 13:00 í Jónsbúð!! Endilega látið þetta berast!
Kv. Stjórn Vesturlandsdeildar