Sumarhátíð Suðurnesjadeildar verður haldinn helgina 24-26júní í Þakgil.
Á laugardeginum verða leikir fyrir alla fjölskylduna og framhaldi af því sameiginlegt grill og húllumhæ um kvöldið. Náttúruperlan Þakgil er staðsett á Höfðarekkuafrétti milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands, 14 km frá þjóðveginum. Eins og nafn gilsins bendir til er þar mikil veðursæld. Beygt er út af þjóðveginum við Höfðabrekku sem er 5 km austan við Vík. Ekið er sem leið liggur inn á heiðar, eftir vegi sem var þjóðvegur nr. 1 til 1955, þar til komið er að skilti sem bendir inn í Þakgil. Vegurinn inn í Þakgil er fær öllum bílum.
Uppl. http://www.thakgil.is/ Frekar uppl í S:847-6044 eða sudurnesjadeild@f4x4.is