Sælir félagar.
Blása á til ferðar helgina 19-21.nóv og verður farið í Hvanngil en ekki Álftavatn eins og til stóð. Verðinu verður stillt í hóf og verður gjaldið fyrir helgargistinguna 3000kr fyrir fullorðna og frítt fyrir börn. Nú er um að gera að gera jeppann klárann og koma sér á fjöll með góða skapið , góðar veigar og gera góða helgi. Skráning í ferðina verður hér á spjallinu og á netfanginu sudurnesjadeild@f4x4.is Einnig er hægt að skrá sig hjá Jökla s:865-0470 og Matta s:866-1706
Kveðja Stjórn Suðurnesjadeildar F4x4