Nú þurfa hóparnir að skipa tengilið og senda okkur í undirbúningsnefnd upplýsingar um hann. (þeir sem ekki eru þegar búnir að því)
Eins er nauðsynlegt fyrir okkur að fá að vita hvort hópurinn hefur yfir einkarás á VHF að ráða.
Athugið að listinn sem að birtist í skráningarkerfinu er ekki fullkomlega réttur og við munum birta réttan lista hér á vefnum um leið og lokað hefur verið fyrir skráningar. Lokað verður fyrir skráningar á miðnætti næstkomandi sunnudag, 10. feb, og því nauðsynlegt fyrir þá sem eiga eftir að bæta sér á biðlistan að gera það sem fyrst.
Einhverjir eru skráðir stakir eða einungis tveir í hóp – við leggjum áherslu á að í hóp séu a.m.k. þrír bílar til að tryggja það að ekkert vesen verði ef bílar bila. Það er því nauðsynlegt fyrir þessa aðila að skrifa póst inn á vefinn og reyna að koma sér í annan hóp eða sameinast.
Allar nánari upplýsingar í tuttugengid@sk3.is