Ferðaklúbburinn býður fram aðstoð…
Á fundi stjórnar F4x4 með fulltrúum nefnda ferðaklúbbsins í gærkvöldi kom fram sú hugmynd að bjóða fram aðstoð klúbbmeðlima þeim til handa sem illa hafa orðið úti vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.
Félagar í ferðaklúbbnum 4×4 eiga einn stærsta og best útbúna jeppaflota landsins og er hópurinn tilbúinn til aðstoðar við björgun eigna og/eða við hreinsunarstarf nú eða á síðari stigum.
Félagsmenn eru margir hverjir vanir vélamenn og gætu þannig einnig orðið að liði við sjórnun ýmis konar tækja ef svo ber undir.
Að sama skapi eru menn tilbúnir að leggja til sín ökutæki ef þau gætu nýst sem og unnið að öðrum þeim verkefnum sem ekki þarfnast sérstaks tækjabúnaðar. Er þess óskað að þetta tilboð félagsmanna verði kynnt innan sveitarstjórna eða á öðrum viðlíka vettvangi á svæðinu.
Virðingarfyllst.
Sveinbjörn Halldórsson
Formaður F4x4
Skeljungur býður í heimsókn
Kæru félagsmenn í F4x4
Mig langar að koma á framfæri þakklæti til félagsmanna fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu varðandi fráfall elskulegrar eiginkonu minnar, Halldóru Benediktsdóttur, sem lést í hörmulegu slysi á Langjökli í lok janúar s.l. Einnig langar mig að láta í ljós ánægju mína með þá vinnu sem komin er í gang við að kortleggja hættusvæði á jöklum með það að markmiði að draga úr eða helst af öllu koma í veg fyrir slys við ferðamennsku á jöklum í framtíðinni.
Kveðja,
Kristján Gunnarsson og fjölskylda.
Sögustund Slóðavina
Næstkomandi miðvikudagskvöld, 10. febrúar, stendur Ferða- og útivistafélagið Slóðavinir fyrir Sögustund í samvinnu við Bernhard Vatnagörðum. Nú sem endranær er sögustundin helguð frumkvöðlum í ferðamennsku á mótorhjólum þar sem sérstaklega er horft til ferðalaga í óbyggðum Íslands. Í sal verða til sýnis nokkur af þeim mótorhjólum sem notuð voru til ferðalaga hér á Íslandi í denn. Á seinasta ári tókst þessi viðburður vonum framar og mættu yfir 100 manns og hlustuðu á sögur og horftu á myndir af ferðalögum sem farnar voru fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan. Í ár verður róið á svipuð, en þó ekki sömu mið, og verða m.a. sagðar sögur frá ferð Snigla á Látrabjarg, vorferð í Landmannalaugar á torfæruhjólum, ágústferð á NA-land ásamt fleiri sögum. Njáll Gunnlaugsson, höfundur Þá riðu hetjur um héruð – 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi, segir frá og sýnir myndir úr einstöku safni sínu. Sögustundin fer fram hjá Bernhard í Vatnagörðum, hefst kl. 19.00 og er allt áhugafólk um ferðalög á mótorhjólum velkomið. Veitingar í boði Bernhard og Slóðavina. Til sölu verður bók Njáls Gunnlaugssonar, en andvirði bókarinnar fer í uppbyggingu á mótorhjólasafni Íslands sem nú er í smíðum á Akureyri. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á vef Slóðavina.
Patrol stolið aðfaranótt 20. des.
Patrol var stolið aðfaranótt 20. des. í Helluvaði, rétt hjá Rauðavatni. Bíllinn er með númerið NM-743, hann er rauður að ofan og gulllitaður að neðan. Bíllinn er óbreyttur.
Endilega hafið samband ef þið sjáið bílinn. Nánari upplýsingar á spjallinu.
Valgeir: 664-1893
Afsláttur til félagsmanna
Hugmynd að jólagjöf jeppamannsins !! Timberland PRO fatnaður, öryggisskór og hanskar.
20% afsláttur til jóla gegn framvísun félagsskírteinis.
Hagi ehf/Hilti Stórhöfða 37, 110 Reykjavík sími 4143700
Tilboð frá 66° Norður
66° Norður er með tilboð fyrir félagsmenn F4x4 á völdum vörum. Nánariupplýsingar eru að finna á Innanfélagsmálunum.
(innanfélagsmál eru opin öllum sem hafa greitt félagsgjöld. vefnefnd@f4x4.is)
Ferðir á vegum F4x4 um nýliðna helgi
Ljóst er að mikill og vaxandi áhugi er á þeim ferðalögum sem farin hafa verið undir merkjum F4x4 að undanförnu. Má í því sambandi nefna að um síðustu helgi voru í boði þrjár skipulagðar ferðir og voru þátttakendur í þeim vel á annað hundrað talsins á 65 – 70 jeppum af öllum stærðum og gerðum. Í öllum meginatriðum gekk allt sérstaklega vel og ekki annað að heyra en að almenn ánægja hafi verið meðal þeirra sem þátt tóku. Stjórn F4x4 sendir öllum þátttakendum og um leið þeim sem stóðu að skipulagningu ferðanna sínar bestu þakkir.
Boðun aukaaðalfundar Ferðaklúbbsins 4×4
Samkvæmt ákvörðun síðasta aðalfundar Ferðaklúbbsins 4×4 er hér með boðað til aukaaðalfundar laugardaginn 7. nóvember kl. 14:00 í húsnæði félagsins að Eirhöfða 11, Skemmu 3.
Dagskrá:
- Setning fundar og dagskrá kynnt.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Lagabreytingar.
- Önnur mál.
Athugið að breytingartillögurnar ásamt núgildandi lögum er að finna á spjallflokknum Innanfélagsmál, sem aðeins er opinn félagsmönnum.
Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4.
- « Previous Page
- 1
- …
- 5
- 6
- 7
- 8
- Next Page »