Höfuðborgarsvæðið – Jarðarför ferðafrelsis
Félagar, leggjum af stað frá Shell (Select) stöðinni Ártúnshöfða (Vesturlandsvegi), á slaginu kl. 8:00 á laugardagsmorgun 2. október. Mikilvægt er að allir sem vilja vera í samfloti mæti tímalega. Skeljungur mun vera með sérstakan viðbúnað til að taka á móti okkur.
Keyrt verður sem leið liggur eftir þjóðvegi 1, upp Skeiðin (30), Þjórsárdal (32) og til Hrauneyja, þaðan verður síðan haldið áfram upp Sprengisandsleið (26) að Kistuöldu þar sem jarðarförin fer fram kl. 13:00, stundvíslega.
Minnum alla á að taka með sér gott nesti og hlýjan fatnað.
Stjórnin
Félagsfundur 4. október 2010
Annar félagsfundur vetrarins verður haldinn mánudagskvöldið 4. október kl. 20:00 í Mörkinni 6.
Dagskráin verður birt á vefnum þegar nær dregur fundi.
Stjórn F4x4.
Fundur með Umhverfisráðherra, 16. sept. 2010
Fulltrúar Ferðaklúbbsins 4×4 fóru á fund með ráðherra 16. September kl. 13:30. Á fundinn mættu fyrir hönd klúbbsins Sveinbjörn Halldórsson formaður, Guðmundur Sigurðsson gjaldkeri og Óskar Erlingsson meðstjórnandi og formaður Ferðafrelsisnefndar klúbbsins. Frá ráðuneytinu voru mætt Svandís Svavarsdóttir Umhverfisráðherra, Hafdís Gísladóttir aðstoðarmaður Umhverfisráðherra, Hugi Ólafsson og Sigurður Ármann Þráinsson.
Í upphafi fundar afhenti formaður Ferðaklúbbsins aðstoðarmanni ráðherra (þar sem ráðherra var rétt ókomin) mótmælaskjal með undirritun yfir 5500 aðila sem mótmæltu lokunum vegna stækkunnar Vatnajökulsþjóðgarðs og tóku undir athugasemdir Ferðaklúbbsins.
Þetta var góður fundur þar sem tækifæri gafst til að undirstrika fyrri athugasemdir ásamt því að benda á að verkferlið við gerð verndaráætlunina hafi ekki gengið eins vel eins og ætla má af af því sem lesa má af pappírum. Ráðherra tók fram hún að bæri virðingu fyrir störfum Ferðaklúbbsins og að ráðherra mundi fara vel yfir ábendingar sem henni bærust. Einnig benti ráðherra á að haldbær rök þyrfti til að synja eða breyta tillögu stjórnar þjóðgarðsins.
(Sjá myndir undir attachements hér fyrir neðan)
Stjórn F4x4
Félagsfundur F4x4 mánudagskvöldið 6. september 2010.
Ágætu félagsmenn.
Félagsfundurinn mánudagskvöldið 6. september verður haldinn í húsakynnum Skeljungs að Hólmaslóð 10. Auk innanfélagsmála fáum við heimsókn frá Símanum þar sem rætt verður um arftaka NMT kerfisins sem þjónustað hefur okkur mörg undanfarin ár. Megin umræðan mun svo snúast um framþróun Kortakerfis Skeljungs og þá möguleika og afsláttarkjör sem það býður upp á.
Dagskrá:
Innanfélagsmál.
Arftaki NMT kerfisins – Gylfi Már Jónsson frá Símanum.
Kortakerfi Skeljungs – fyrri hluti.
Kaffi í boði Skeljungs.
Framhaldsumræða um Kortakerfið og þau fríðindi sem því tengjast.
Fundurinn hefst að venju stundvíslega kl. 20:00.
Stjórn F4x4.
Félagsfundur 6. september 2010
Fyrsti félagsfundur vetrarins verður haldinn mánudagskvöldið 6. september kl. 20:00.
Dagskrá ásamt upplýsingum um staðsetningu verða birtar á vefnum þegar nær dregur fundi. Félögum til upplýsingar verður þessi fundur ekki haldinn í Mörkinni eins og venja er heldur verður honum fundinn annar staður að þessu sinni.
Kveðja.
Stjórn F4x4
OPIÐ HÚS Í KVÖLD
Stjórnin verður með umræður um stórferð á Höfðanum í kvöld frá kl. 20:30 – 21:30, allir þeir sem hafa áhuga á að hjálpa okkur til að finna góðar leiðir fyrir stórferð eru velkomnir til skrafs og ráðagerðar.
Síðustu stórferðir hafa gengið mjög vel og þurfum við núna að hugsa upp einhverja skemmtilega ferð sem hægt verður að bjóða upp á. Þó þú mætir og komir með flotta hugmynd þá er þarft þú ekki endilega að sjá um undirbúning og fl. Í kvöld förum við eingöngu yfir hugmyndir og reynum að finna skemmtilegar leiðir og fá einhverjar nýjar hugmyndir.
Endilega ef þú lumar á einhverri skemmtilegri leið kýktu þá til okkar upp á Höfða og útskýrðu fyrir okkur.
Stjórn.
Uppbygging í framhaldi eldgoss – vantar bíla til sýnis
Ágætu félagsmenn.
Næstkomandi laugardag verður haldinn samkoma á Hvolsvelli. Óskað hefur verið eftir 6 – 8 bílum í eigu félagsmanna sem hafðir verða til sýnis á svæðinu frá kl. 11:00 – 17:00. Eru þeir sem möguleika eiga á að leggja til bíla og tíma í þetta verkefni beðnir um að hafa samband við stjórn með tölvupósti á stjorn@f4x4.is eða í síma 844-5000 sem allra fyrst.
Stjórn F4x4.
Sumarhátíð F4x4 verður 17. júlí á Þórisstöðum í Svínadal
Sumarhátíð Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldin með pomp og pragt á Þórisstöðum í Svínadal 17. júlí. Farið er yfir Dragann frá Hvalfirði í áttina að Skorradal til að komast á Þórisstaði í Svínadal eða til hægri áður en farið er yfir Borgarfjarðarbrú (að sunnan). Hátíðin sjálf verður 17. júlí, en tjaldstæði er frátekið á ákveðnum stað fyrir félagsmenn Ferðaklúbbsins frá 16. júlí til 18. júlí.
Tjaldstæðin eru ókeypis fyrir félagsmenn frá föstudegi til sunnudags, en greiða þarf kr. 400 á sólarhring fyrir rafmagn. Hægt er að fá gistingu í svefnpokaplássi (kr. 3000 fyrir manninn í tveggja manna herbergi, kr. 4000 fyrir einn í herbergi).
Hægt er að spila golf (10 eða fleiri saman fá afslátt) og veiða í vatninu gegn gjaldi (frítt fyrir aðila með Veiðikortið). Margar skemmtilegar gönguleiðir eru á svæðinu. Seinagengið (Hjörtur og félagar) hefur umsjón með framkvæmd á dagskrá. Heimasíða Þórisstaða með nánari upplýsingum og vegakorti er á vefsíðunni http://thorisstadir.is/)
Dagskrá laugardaginn 17. júlí
Kl. 10:00 – Hátíðin sett
Kl. 11:00 – Bíltúr í nágrenninu (óvissuferð)
Kl. 15:00 – Leikir og fjör fyrir alla fjöldskylduna
Kl. 18:00 – Kveikt í grillinu (gert ráð fyrir að gestir komi með á grillið)
Kl. 18:30 – Sameiginlegt borðhald
Kl. 22:00 – Hljómsveitin Króm með létt barna- og unglingaball í samkomuhúsinu
Kl. 23:30 – Hljómsveitin Króm með dansleik fyrir fullorðna í samkomuhúsinu
Fundagerð aðalfundar F4x4
Ágætu félagsmenn.
Fundagerð aðalfundar F4x4, sem haldinn var 29. maí síðastliðinn, er komin inn á vefinn undir þráðinn „Innanfélagsmál“.
Stjórn félagsins hefur skipt með sér verkum:
a) gjaldkeri er Guðmundur Sigurðsson,
b) ritari, og jafnframt varaformaður, er Logi Ragnarsson,
c) meðstjórnendur eru Hafliði S. Magnússon og Óskar Erlingsson.
Sveinbjörn Halldórsson var endurkjörinn formaður félagsins á aðalfundinum.
Varamenn í stjórn, kjörnir á aðalfundi eru Ágúst Birgisson og Kristján Gunnarsson.
Stjórn mun hitta fulltrúa nefnda félagsins á næstunni þar sem erindisbréf einstakra nefnda verða afhent og starfið framundan tekið til umræðu.
Stjórn F4x4
- « Previous Page
- 1
- …
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- Next Page »