Á síðasta félagsfundi afhenti Skeljungur klúbbnum 300.000 króna styrk. Hann kemur út af því að þegar félagsmenn, gamlir sem nýjir, byrja að nota Skeljungskortin sín þá styrkir Skeljungur klúbbinn. Þegar það hafa náðst 25 félagsmenn þá styrkir Skeljungur klúbbinn um 150.000 krónur. Þannig að það er um að gera að fara að nota kortin svo klúbburinn njóti góðs af.
Félagsfundur
Sælir félagsmenn,
Næsti félagsfundur verður þann 20.apríl á Hotel Natura kl 20:00.
Fundurinn er tileinkaður Stórferðinni 2015 og meðal annars myndbands samkeppninni.
Innanfélagsmál verða auðvitað á sínum stað.
Sjáumst í stórferðar stuði.
Stjórnin
Sérkjör vegna stórferðar 2015
Styrktaraðilar Stórferðar eru með sértilboð vegna stórferðarinnar.
Tilboð frá Bílabúða Benna má sjá hér: https://old.f4x4.is/bilabud-benna-afslattur-vegna-storferdar/
Tilboð frá Skjelungi má sjá hér: http://www.skeljungur.is/?pageid=834&groupid=1098805122.
Stórferð hópstjórar
Sælir hópstjórar, það verður hópstjóra fundur á Cafe Meskí Faxafeni 9. kl 20:00 á morgun miðvikudag. Tökum stöðuna á veðrinu.
Kkv
Stjórnin
Stórferðarfundur / Félagsfundur mars
Félagsfundurinn í mars er tileinkaður Stórferðinni. Fundurinn er á Hótel Natura og hefst kl. 20:00
Mjög mikilvægt er að þeir sem eru að fara í stórferðina mæti, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir.
Dagskrá
- Stórferð 2015
- Farið yfir leiðarval
- Farið yfir reglur og annað efni tengt ferðinni
- Gosið í Holuhrauni – fáum við að fara að því og þá hvaða leið?
- Rútur að Gólfskálanum á Akureyri
Kveðja,
Stjórnin
Félagsfundur 2. febrúar
Ferðaklúbburinn 4×4
Sælir Félagsmenn 4×4 og aðrir áhugamenn um ferðamennsku.
Sjötti félagsfundur vetrarins verður haldinn á Hótel Natura (Loftleiðum) kl 20:00 mánudaginn 2. febrúar.
Á fundinum verða meiri upplýsingar um stórferðina, hvaða kræsingar bíða okkar og fleira.
Sögur af Þorrablótinu í Setrinu og bingóferðin kynnt rækilega.
Snorri Ingimars verður með erindi um utanvegaakstur og samgöngur.
Félagsmenn og aðrir áhugamenn ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta.
Kveðja
Stjórnin
STÓRFERÐ F4x4 5-8 mars
Búið er að loka fyrir skráningu í stórferð 2015.
Athugið, enn er hægt er að greiða fyrir ferðina hér. Greiðslur eru miðaðar við einstaklinga, en nauðsynlegt er að skrá í hvaða bíl (bílnúmer) viðkomandi einstaklingur er.
Dagsetningin er 5-8 mars. Ferðin er farin í hópaskipulagi. Semsagt menn skrá sig og tilgreina í hvaða hóp þeir eru. Einungis eru leyfðir hópar í þessa ferð og menn verða að para sig sjálfir saman. Ábending er þó að menn þekki ferðafélagana sína vel. Allir hópar verða að hafa hópstjóra sem er í forsvari fyrir hópinn.
Dagskrá:
5. mars : Flestir gista á og í kringum hrauneyjar
6. mars: Farið yfir hálendið til Akureyrar
7. mars: Dagsferð með Eyfirðingum og bílasýning.
8. mars: Heimferð
Menn verða að bóka gistingar sjálfir í Hrauneyjum og Akureyri. Við verðum með spes díl í Hrauneyjum fyrir ferðina.
Reglur fyrir ferðin má lesa hér https://old.f4x4.is/wp-content/uploads/2015/03/2015-Fer%C3%B0areglur_skipuleggjendur.pdf
Ríkisleiðina má svo sjá hér: https://old.f4x4.is/wp-content/uploads/2015/03/Storferd_2011_vers2.gdb
Kær kveðja
Stjórnin
Næsti félagsfundur 12. janúar
Ferðaklúbburinn 4×4
Sælir ferða- og jeppaáhugamenn.
Fimmti félagsfundur vetrarins verður haldinn á Hótel Natura (Loftleiðum) kl 20:00 mánudaginn 12.janúar.
Á fundinum verður kynning frá Rögg um notkun gsm síma sem staðsetningu í neyð.
Litlanefndarferð, Þorrablótsferð, meira um Stórferð ásamt öðrum innanfélagsmálum
Að lokum verður video af eldri stórferð ef tími gefst til.
Félagsmenn og aðrir áhugamenn ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta.
Allir velkomnir.
Kveðja
Stjórnin
.
Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4
óskar öllum félagsmönnum gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári.
Félagsfundur 1. september
Fyrsti félagsfundur vetrarins verður haldinn á Hótel Natura (Loftleiðum) kl. 20:00 mánudaginn 1. september.
Á dagskrá verður meðal annars kynning frá IB bílum, Stórferðin 2015, innanfélagsmál og húsnæðismál (Síðumúlinn).
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og kynna sér starfið framundan.
Kveðja
Stjórnin
- 1
- 2
- 3
- …
- 8
- Next Page »