Stikuferð á vegum Umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins F4x4 var farin helgina 02 til 04 september 2011. Mikil þátttaka var í ferðina, enda um skemmtilegar leiðir að ræða. Þar sem fyrirfram var vitað um góða þátttöku, þótti tilhlýðilegt að smíða tvo nýja stikuhamra, því á Ferðaklúbburinn 4×4 nú alls 8 hamra. (En þyrfti etv. að eignast fleiri heftibyssur).
Annar undirbúningur fólst helst í því að vera í sambandi við sveitarfélög á svæðinu og fá hjá þeim leyfi til að stika umræddar leiðir. Sem og að mála stikur og undirbúa fyrir ferðina. Enn einu sinni fengum við að nýta garðinn góða við Ennishvarfið en Jóhann Björgvinsson á heiður skilinn fyrir alla góðsemi sína í okkar garð við undirbúning verksins.