Á hverju ári hefur Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4×4 staðið fyrir stikun á akstursleiðum í óbyggðum.
Nú erum við í Umhverfisnefndinni loksins komin með niðurstöðu, fyrir Stikuferðina 2012, sem mun verða farin helgina 31. ágúst – 2. september.
Ætlunin er að stika Faxasundaleið frá Fjallabaki nyrðra að þjóðvegi F235 við SV enda Langasjávar, sem og Breiðbaksleið frá þjóðvegi F235 við SV enda vatnsins að Gnapsvaði á Tungnaá og slóðina frá Breiðbaksleið að NA enda Langasjávar.
Við munum fara í Hólaskjól á föstudegi, stika laugardaginn og mögulega á sunnudeginum ef þörf er á.
Klúbburinn sér okkur fyrir sameginlegri máltíð á laugardagskvöldið sem og gistingu í Hólaskjóli.
Umhverfisnefnd vonar að sem flestir sjái sér fært að koma og aðstoða okkur við þetta verkefni á þessum geysi-fagra stað. Ef skyggni er gott, þá ætti að sjást norður á Strandir af Breiðbak en hann er í 1000 metra hæð 😉
Stikuferð Umhverfisnefndar 2012
Opið er fyrir skráningu í ferðina í skráningarformi eða á Spjallinu okkar – nú eða hringja í Hjört í síma 8951961.
Kveðja Hjörtur.