Stefna í slóðamálum/ferðamannavega
- Stuðla að því að frelsi félagsmanna og landsmanna verði ekki takmarkað á næstu árum með róttækum eða órökstuddum breytingum á þeim ferðamannavegum sem hafa verið notaðir.
- F4x4 hefur skilning á þörfum annarra og hefur skilning á því að loka þurfi einstaka leiðum af margvíslegum ástæðum, tímabundið eða alfarið. Lokanir á leiðum skulu þó ekki vera tilviljanakenndar og órökstuddar og F4x4 leggur mikla áherslu á að slíkar ákvarðanir séu aðeins teknar í góðu samráði við klúbbinn og hagsmunir þeirra sem ferðast á fjórhjóladrifsbílum um hálendið þannig tryggðir.
- Nauðsynlegt er að koma skipulagi á hálendið sem þjónar hagsmunum allra þeirra sem þangað sækja. Slíkt skipulag skal stuðla að verndun náttúrunnar og vinna gegn hættu á náttúruskemmdum vegna aksturs utan vega, en um leið gera almenningi mögulegt að njóta þeirrar einstöku náttúru sem við eigum.