Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Yngst á miðju
This topic contains 44 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Sveinn Sveinsson 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.03.2009 at 08:27 #204011
þessi unga dama er sú yngsta (sem ég veit um) að hafi komið á miðjuna (7 Mánaða)leiðréttið ef ég er að bull
vorum solítið sein vegna afelgana o.fl vorum kominn um kl:17 svo við náðum ekki vígsluathöfninni.EN við fengum gott vedur og vorum helmingi fljótari til baka til Hveravallahttp://www.facebook.com/photo.php?pid=30102903&l=8bf27&id=1494807593
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.03.2009 at 12:37 #643170
Ég veit það ekki en ég er kanski bara svona seinheppinn í mínum jeppaferðum hef ég lent 3 sinnum í velltum og verið með í för þegar menn fóru 2 skipti fram af hengjum, fer samt með mína dóttir upp á fjöll núna enda er hún orðin 3 ára, 3 vikna finnst mér personulega of ugnt, EN allir hafa sínar skoðanir á þessu öllu saman, neita því ekki að það eikur aðeins blóðþrístinginn að keyra þegar maður veit ekki hvort þú sért að fara upp eða niðr og hættur að trúa tækjunum að vera með lítið barn í bílnum:-)
12.03.2009 at 13:06 #643172Þegar veðurathugunarstöðin var starfrækt í Sandbúðum í kringum 1980 voru þar hjón með lítið barn minnsta kosti einn vetur. Þá voru ekki komin eins góð samgöngutæki og nú er .Eina sambandið var með "Gufunes talstöð" og veðurlýsingin hófst á 04068 . þetta þótti sumum vera alveg á mörkunum en reyndist vera bara í lagi. Eflaust hefur ekki alltaf verið gott að ala upp börn á afskekktustu heiðabýlun hér fyrr á öldum í lélegum húsum og hvorki þyrlur eða snjóbílar. Bara svona smá fróðleiksmoli. með kveðju Olgeir
12.03.2009 at 13:14 #643174Þetta gæti verið löng þræta án þess að allir yrðu sammála en reynsluboltar eru okkur reynslulitlu engu fremri komi til þessara stóru EFa.
Olgeir, hvers vegna heldur þú að ungbarnadauði á Íslandi hafi minnkað svona dramatískt síðan á tímum heiðabýlanna?Ps. Stór hópur úr vinnunni minni er að fara til Akureyrar og ég hef beðið þau um að aka sérstaklega varlega í Kollafirði, við Borgarfjarðarbrú og sennilega í Hrútafirði á nýja veginum og við allar brýr á leiðinni. Enda stórhættulegt. Ég þori ekki út af áhættunni. 😉 smá grín.
12.03.2009 at 13:26 #643176Kæru jeppamenn, ég tel alla sem hér hafa lagt orð í belg séu vel færir um að hugsa um börnin sín og gæta þeirra eins og kostur er.
–
Ég kýs að nota orð eins ummælanda: "ef við [þið] ættum að gera ráð fyrir öllu svona værum við [þið] með magasár í fóðruðu herbergi".
–
Kæra kveðja
Davíð
12.03.2009 at 15:16 #643178Atli hittir naglann þráðbeint á höfuðið, eins og ég hef reyndar bent á í öðrum þráðum um sama efni…
Oftast eru það þeir barnlausu, reynslulausu, á vanbúnum bílum og á of litlum dekkjum sem vita mest um hálendisferðir að vetri – með eða án barna….. Djöfull er ég feginn að hafa ekki svona "snillinga" í mínum ferðafélagahóp.
Mínar stelpur ferðast með mér og hafa gert frá því að þær voru í móðurkviði – Góður bíll, Góður bílstóll, Góð fjöðrun, Góðir ferðafélagar og almenn skynsemi er allt sem þarf.
En ég tek börnin ekki í hvaða ferð sem er – maður fær pössun fyrir þær þegar stefnt er í ferðir með stórum hópum – enda kunna fæstir að haga sér almennilega í skálum þegar börn eru með og eru þroskaheftir af drykkju – sem að ég bíð mínum börnum ekki uppá.
Rúnar var með Strákinn sinn í bílnum þegar hann sökk – ég gat ekki séð að honum væri nein hætta búin þar, enda flutti hann bara yfir í bílinn til mín, horfði á teiknimynd og lét sér fátt um allt umstangið finnast.
Benni
12.03.2009 at 15:23 #643180Alltaf gaman þegar frændur manns gera lítið úr manni.
–
Það að ég sé ekki orðinn foreldri kemur þessu málið bara ekkert við. Ég hef alveg sömu dómgreind fyrir því.
Þetta er bara mín skoðun. Og auðvitað er hægt að rökræða þetta fram og til baka. En að koma með þau rök að einhver sé ekki foreldri og viti þar af leiðandi ekkert um málið, eru ekki góð rök.
–
Og þó svo að þú (Heiðar) hefðir haft nógan tima til að bjarga barni úr bílnum hjá þér, þá hefði ég ekki vilja vera með barn í þessum aðstæðum.
–
Og svo þessi hroki að vera að ýja að því að þeir sem eru á minna breyttum bílum og hafa ekki farið eins oft séu með eitthvað verri dómgreind en hinir. Það er ekki fallegt.Ætli það sé bara ekki öfugt. Búnir að fara svo oft og kannski óhappalaust og orðnir kærulausir. 😉
–
Ég hef því miður bara ekki efni á að eiga bíl uppá margar milljónir. Þessvegna á ég lítinn og léttan bíl sem kostar lítið. Og því miður hef ég heldur ekki efni á því að fara á fjöll um hverja helgi. Myndi hiklaust gera það ef ég gæti. Svo á ég líka önnur áhugamál. 😉 En þetta er útúrdúr.
–
Svo er líka svolítill munur á að vera með 7 vikna gamalt barn eða þriggja ára.
Ég er með ósjálfbjarga ungabörn í huga þegar ég skrifa þetta.
–
Einhverstaðar lærði ég það að maður á alltaf að gera ráð fyrir því versta á fjöllum. Þessvegna erum við með allan þennan búnað í bílunum okkar. 😉—
Og Heiðar, þetta með hundinn er eitthvað sem þú hefur greinilega ekki fengið réttar upplýsingar um eða allavega ekki nógar.
Kveðja
Þengill
12.03.2009 at 16:04 #643182Þetta er hin skemmtilegasta umræða og ljóst að jeppakarlar hafa ákveðnar skoðanir á barnauppeldi, ekki síður en dekkjategundum. Íris eigum við nokkuð að vera að gera grín að því, klúbburinn er uppfullur af ábyrgum feðrum sem er umhugað að gera það sem er börnunum (og barnabörnunum) fyrir bestu! Svo er auðvitað misjöfn áherslan, hvort vegur þyngra að venja þau frá blautu barnsbeini á fjallabrölt eða vernda þau framan af fyrir hossi og hnjaski.
Ég er ekki frá því að það sé rétt að því meiri reynslu sem menn hafa af ferðalögum er þetta minna mál fyrir mönnum. Það er í sjálfu sér mjög eðlilegt, því betur sem menn þekkja aðstæður og mögulegar hættur, því öruggari eru menn og geta þá hagað ferðalaginu þannig að ormurinn sé ekki í stórri hættu. Það er allt annað mál að Hlynur sé að taka sílin sín með á fjöll á brjóstgjafaraldri, heldur en ef þeir sem eru nýbyrjaðir í sportinu gera slíkt hið sama. Ég myndi því ekkert vera hvetja menn til að að ferðast með ungabörn í vetrarferðum, en hef engar sérstakar áhyggjur af því þegar reynsluboltar gera það. Raunar rétt eins og það eru til leiðir sem nýliðar eiga sjálfsagt ekki að fara upp á eigin spýtur en gömlu refirnir fara með aðra hönd í vasa, sama lögmál.
Kv – Skúli
12.03.2009 at 21:05 #643184Varðandi aksturslag:
Einn í bíll… Allur farangur í loftinu á fleygi ferð tilbúinn að verða fastur, brjóta allt og bramla. Stoppað til að gista og millfæra bensín.
Með kærustunni… hægar sem hellings ferð og fjör farangurinn oftast á golfinu í skottinu. Stoppað til að éta nesti.
Með soninn með… Keyrt varlega eins og ég sé að fara um svæðið í fyrsta skiptið. Farangurinn flýgur ekkert. stoppað á 1-2 klst fresti. Í staðinn hlæja allir ferðafélagarnir góðlátlega að mér og spyrja hvort ég sé lasinn.
Til að byrja með valda þau ekki haus og þá skorðar maður hann létt í stólnum og hagar akstrinum þannig að þau sitji vel og kjurr. Síðan þola þau meiri og meiri hossing eftir því sem þau eldast.
En varðandi Reykjavík-Akureyri þá eru gjarnan vegirnir upphækkaðir og skurðir meðfram þeim. Þar rekst ég oftast á bíla sem eru búnir að lenda út af og oftar en ekki ofan í þessa frábæru skurði til að ræsa tún.
Maður metur síðan ferðirnar og reddar sér pössun ef stefnan er á háskaför í brjáluðu veðri.
12.03.2009 at 21:45 #643186Ég er sammála Skúla, þú ættir ekkert að vera að hlæja að karlkyns dramadrottningum á jeppum. Þetta er að verða spennandi þróun og við gætum jafnvel haft eitthvað gott út úr þessu. Ég á nú þegar heimavinnandi mann sem eldar ofaní mig og tekur til áður en ég kem heim úr vinnunni. Þetta er alveg æðislegt og ég er alveg til í að þola smá drama til að geta snúið við hefðbundnum kynjahlutverkum. Áður en hann snýr sér við þá verð ég orðin bílstjórinn á stóra tröllinu….
Kv.
Barbara Ósk
12.03.2009 at 22:38 #643188Þessi kríli eru nú harðgerðari en maður heldur.
Við hjónin höfum bæði mikla fjalladellu og börnunum hefur því verið dröslað með í alls kyns ævintýraferðir frá svona 4 mánaða aldri. Það var aldrei annað í boði.
Reyndar er alltaf endalaust auka þetta og auka hitt með í för sem þýðir að nú dugir ekkert minna en stærsta gerð af pickup undir 5 manna fjölskyldu og allt dótið……
Auðvitað þarf að fara varlega með krílin og haga ferðalaginu aðeins í takt við aðstæður og auðvitað fara þau minnstu ekki með í hvaða ferð sem er. Eins verða að vera traustir ferðafélagar með í för, ekkert annað í boði.Annars má geta þess að Hlynur var í slóð allllla síðustu helgi, ekki af því að hann færi svo varlega heldur dreif hann bara ekki hraðar….. 😉
12.03.2009 at 22:49 #643190Ég bíð þess að einhver miðjufaranna lýsi því yfir að væntanlegur erfingi hans hafi verið getinn á miðjunni og því ótvírætt yngsti einstaklingur sem þangað hefur komið.
Wolf
12.03.2009 at 23:45 #643192Já Örn það voru náttúrulega allir búnir að sjá í gegnum það að eina ástæðan fyrir því að Hlynur vill alltaf hafa krílin með er að þá hefur hann afsökun fyrir að vera svona lengi á leiðinni og drífi ekkert. Það voru (að hans sögn) ófá stoppin sem þurfti til brjóstagjafar á leiðinni á miðjuna, ekki svo lítið sem krakkinn þurfti að næra sig á þessari stuttu leið. Og það var semsagt ástæðan fyrir að Hlynur var svona lengi á leiðinni!!! Við litlu karlarnir á gömlu góðu 38 tommunni vorum meira að segja langt á undan honum.
Kv – Skúli
13.03.2009 at 09:00 #643194Það er verið að bíða eftir niðurstöðu út þvagprufunni.
kv. vals.
13.03.2009 at 09:18 #643196Hvað segir þú Valur, er það hjá þér?
Kv
Kjartan
13.03.2009 at 11:37 #643198Var einmitt að spá í það þarna á miðjunni, af hverju það væru svona skrítnar hreyfingar á þessum Pajeróum. Skil þetta allt mikið betur núna.
Kv
Rúnar.
13.03.2009 at 11:56 #643200Hvað hefur þú gert frosti bwaaaaahahahahahah
hverju hefur þú komið af stað eiginlega
Kv
Frikki og suzi.
13.03.2009 at 12:07 #643202Nei, nei strákar, ég er löngu ónýtur í þeim efnum enda kominn vel yfir miðjan aldur. En aftur á móti er vel hægt að nota mjúkleika Pajeroa til að búa til börn, alveg sama á hvaða ferð það er gert en í þessari ferð var ekkert um svoleiðis að ræða því ég var með karlkyns gest með mér allar leið, fram og til bara á miðjuna.
Ég hef bara verið að fylgjast með félögunum en vegna virðingar við viðkomandi verður ekki farið nánar út í það.
kv. vals.
13.03.2009 at 12:51 #643204Var konan þín þá ekki með í þessari ferð? Og í hvaða bíl var hún þá í?
Kv
Kjartan
13.03.2009 at 13:13 #643206Jú konan mín var í þessari ferð en ég setti hana í jeppa hjá aðila sem ég treysti fullkomlega en ég ætla nú samt að ræða við hann.
kv. vals.
Es. þetta er á hraðri leið í vandræði.
13.03.2009 at 13:23 #643208Þessi umræða hefur komið áður hér á spjallinu þar sem talað er um hvort ung börn eiga að fara í jeppaferðir upp á fjöll. Mín skoðun á því er að ung börn hafa ekkert a gera í slíkar ferðir. Í fjallaferðum er ýmis hætta og ekki er gott að vera með ósjáfbjarga börn í slíkum ferðu. Börn sem eru nokkura mánuða og eiga erfitt með að halda haus hafa ekki gott af því að vera í þeim hristingi sem getur fylgt jeppaferðum. margir hafa talað um að það sé meiri hætta á slysi á þjóðvegum en á fjöllum, það er nokkuð til í því en aðstæður upp á fjöllum geta verið slíkar að ung börn þola ekki slíkar aðstæður.
Ég er ekki á móti þvi að ferðast sé með ung börn og fór ég sjálfur í margar skemmtilegar ferðir me’ð minni fjölskyldu nokkura mánaða en mér finnst annað að fara í tjaldferð þar sem ekið er á þjóðvegum landsins en að fara í jeppaferð í snjó og tvísýnar aðstæður, eins og allir jeppamenn vita þá getur veðrátta og aðstæður breyst hratt á Íslandi og við slíkar aðstæður er ekki gott að vera með ung börn á fjöllum
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.