Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Yngst á miðju
This topic contains 44 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Sveinn Sveinsson 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.03.2009 at 08:27 #204011
þessi unga dama er sú yngsta (sem ég veit um) að hafi komið á miðjuna (7 Mánaða)leiðréttið ef ég er að bull
vorum solítið sein vegna afelgana o.fl vorum kominn um kl:17 svo við náðum ekki vígsluathöfninni.EN við fengum gott vedur og vorum helmingi fljótari til baka til Hveravallahttp://www.facebook.com/photo.php?pid=30102903&l=8bf27&id=1494807593
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.03.2009 at 08:44 #643130
byrjar pissukepnin :O)
11.03.2009 at 09:24 #643132Hún Elva Ísey skrapp á miðjuna fyrr um daginn, hún er 6 vikna efnileg jeppastelpa
11.03.2009 at 09:42 #643134
11.03.2009 at 10:33 #643136Ekki myndi ég láta mér detta til hugar að fara með mína fimm mánaða í svona ferð. Kannski 7 mánaða en alls ekki 6 vikna. Það er að mínu mati óábyrgt gagnvart barninu. Það er einfaldlega svo margt sem getur komið uppá og þá eru þau ekki eins harðgerð og við fullorðnafólkið, þola illa skakkaföll svona ung.
Ekki taka því þannig að fólk eigi bara að hanga inni með börnin í fóðruðu herbergi þar til þau eru unglingar en þegar þau geta ekki einu sinni setið sjálf ætti að fara aðeins varlegar með þau. Auk þess sem seta í bílstól fer ekki vel með bakið í greyjunum ef ferðast er lengur en 2-3 tíma, hvað þá hristingurinn sem fylgir fjallaferðum.
Ég veit að oftast er allt í lagi en það þarf bara svo lítið til að skaða 6 vikna barn varanlega. Hvaða gaman hefur svona kríli af þessu basli hvort eð er? Frekar að setja barnið í pössun ef þörfin fyrir svona ferðum getur ekki beðið í hálft ár.
Kv. Raggi sem ætlar að ala upp barnið sitt á fjöllum (þegar það þolir það).
11.03.2009 at 11:07 #643138Ótarlegur væll þetta er. Auðvitað eiga börn að fara á fjöll. strax frá getnaði. Foreldrar eiga að vera svo fær um að meta hvort ferðin sé við hæfi…
11.03.2009 at 11:24 #643140Maður verður að meta þetta.
Við erum stór hópur og höfum verið með litlubörnin á ferðalagi niður undir 3ggja vikna.
Eftir því sem ég best veit eigum við öll börnin enþá.
Hvað með öll börnin sem fara Reykjavík til Akureyrar án stopps?
Kveðja, Fastur sem er farinn að telja börn
11.03.2009 at 13:18 #643142Það er líklegra að endastinga jeppanum,sökkva í krapapitt, velta honum, enda ofan í sprungu eða hreinlega fara framaf hengju en að eitthvað komi uppá við að keyra frá Rvk til Ak ein einum rikk. Það á að hafa einhverja skynsemi í þessu og þar á meðal að taka ekki 3 vikna barn á fjöll og hvað hefur 3 vikna til 1 árs barna út úr fjallaferð annað en að gera það sem það gerir vanalega á þessum aldri að babbla við sjálft sig og slefa?? Held að það sé frekar verið að hlaupa eftir áhugamáli foreldranna í þessum efnum heldur en hag barnanna!
11.03.2009 at 13:32 #643144Tetta er bara ruggl að vera að þvælast með 3 vikna barn um þetta leiti á fjöll, þú getur aldrey verið full viss að lenda ekki í þvílíka brasinu, allavega tala ég af reynslu og hana nú!
11.03.2009 at 13:48 #643146Miðjuferðin var alltof mikil ferð fyrir svona lítil kríli, ég var sjálfur 18 tíma í bílnum og var búinn að vera… en þetta er samt ekkert svart/hvítt. Á maður að draga mörkin við höfuðborgina þegar ferðast er með svona lítil börn, eða Gullfoss og Geysi, eða Landmannalaugar eða sumarferð yfir Sprengisand eða Gæsavatnaleið.
Tilfellið er að það getur ýmislegt komið upp á hvar sem er og menn verða alltaf að nota hyggjuvitið og haga sér eftir aðstæðum og kannski farminum í bílnum. Ég held að mönnum hætti frekar til að ofvernda börnin en hitt…
11.03.2009 at 16:56 #643148Voðalegt væl er í fólki. Það er ekki neitt mál að fara á fjöll með börn ef maður hagar ferðalaginu eftir því og er með traustum og góðum ferðahóp sem tekur tillit til þess að maður er með ungabarn. Ég og konan fórum með báðar dætur okkar á miðjuna, aðra 4 ára og hina 7 vikna og allt gekk mjög vel í alla staði. Maður verður að vera meðvitaður um það að stoppa á tveggja tíma fresti til að taka þau úr stólnum og sú stutta þarf að drekka reglulega. Miðjuferðin var frekar auðveld ferð og aksturtími passlegur. Við vorum 4 tíma frá Hrauneyjum að miðjuni með einu góðu stoppi og svo vorum við 3 tíma yfir Hofsjökul í Kerlingafjöll með góðu stoppi á jöklinum. Ég og mínir ferðafélagar hafa í gegnum árin venjulega ferðast með alla fjölskylduna, enda er þetta fjölskyldusport. Þeir sem ekki vilja fara með sín börn á fjöll gera það þá bara ekki. Sú eldri var á svipuðum aldri þegar hún byrjaði að fara í jeppaferðir og hún veit fátt skemmtilegra í dag en fara í jeppaferð og gista í skála. Þannig að ég blæs bara á þetta væl.
Góðar stundir
ps: hvernig var hægt að vera í 18 tíma í þessari ferð ?
11.03.2009 at 23:20 #643150Ég vil reyndar helst ekki gagnrýna neinn fyrir að fara með börnin svona ung út, aðalatriðið að menn hagi akstri með tilliti til þess og ani ekki í tvísýnu. Sjálfur fór ég með mína stúlku út 3 vikna gamla inn á Fjallabak seint að hausti og margar ferðir eftir það. Hún er ennþá heil.
Hvernig vorum við svona lengi á Miðjuna og til baka? Ég segi bara að þeir síðustu verða einn daginn fyrstir…! Við vorum bara að horfa á stjörnurnar og norðurljósin!
11.03.2009 at 23:33 #643152Oft finnst mér eins og þeir sem ferðast minnst, hafi mesta vitið á því hvernig skal ferðast og hvað skal varast.
.
Á sama hátt virðast þeir sem eiga fæst börnin, vera hæfastir um að meta hvernig uppeldi skal háttað.
.
Kannast fleiri við þetta?
11.03.2009 at 23:34 #643154Þetta snýst ekkert um það hvort börnin hafi gott af þessu eða ekki. Þetta snýst um það ef eitthvað kemur fyrir. Þá vill maður ekki vera með börnin í bílnum. Það er ekki hægt að líkja þessu við að keyra milli Reykjavíkur og Akureyrar. Auðvitað er allt í lagi með börnin sem hafa farið í jeppaferðir með foreldrum sínum frá unga aldri.
Við aukum líkurnar töluvert mikið á óhappi þegar við förum á fjöll. Nokkrum sinnum hef ég verið í bíl eða í slagtogi með bílum sem hafa verið annsi tæpir að fara á hliðina eða á hvolf á fjöllum.
Hefðuð þið viljað vera með barnið ykkar í bílnum sem Jón "Ofsi" Snæland var í þegar hann fór fram af hengjunni í miðjuferðinni? Eða þegar Heiðar úr Keflavík missti bílinn sinn niður í vatn fyrir nokkrum árum?
Ég held að það sé ekkert grín að vera með ósjálfbjarga barn í bíl ef eitthvað kemur fyrir á fjöllum. Því það er algerlega okkar val að taka barnið með í áhugamálið.Það þarf nú ekki einu sinni börn til. Eftir að ég festi mig einu sinni í Steinholtsánni á leiðinni inní Þórsmörk með hundinn í búri afturí, lofaði ég sjálfum mér því að vera alltaf með hann lausan í bílnum þegar ég væri að fara yfir vafasamar ár. Því hann getur synt í land.
Þetta snýst allt um þetta "stóra" EF.
Kveðja
Þengill
12.03.2009 at 09:17 #643156Ég verð nú að svara þér aðeins fyrst þú minnist á mig í þræðinum þínum, sem reyndar færir gild rök fyrir því sem Atli skrifar hér á undan, því ekki veit ég til að þú sért orðinn pabbi ennþá og hundurinn var mest í pössun hjá mömmu þinni og pabba.
Ég hefði haft nógan tíma til að bjarga börnum úr bílnum hjá mér þegar hann sökk á sínum tíma og nóg skjól var í öðrum bílum sem voru með mér, en víða á þjóðvegum gæti maður farið útaf og á kaf í sjó eða vatn og verið einbíla og enginn til aðstoðar og þyrfti ekki að spyrja af leikslokum við svoleiðis aðstæðum. Hvað varðar hengjuna hjá Jóni og Danna hefði barn í bílstól varla fundið fyrir því og það er nú hægt að fara á hliðina á fleiri stöðum en á fjöllum, það er reyndar oftast mýkra á fjöllum.Kv.
Heiðarsem er farinn að fara með barnabörnin á fjöll því börnin eru orðin fullorðin
12.03.2009 at 09:48 #643158Eftir 20 ár af fjallamensku, er þau skipti sem maður hefur verið í alvöru hættu öll tengd þjóðvegakerfi landsins (og þá er ég bara að tala um atvik tengd fjallaferðum). Maður hefur svo sem lent í óhöppum á fjöllum, en maður hefur aldrei verið í neinni alvöru hættu þar.
Ástæðan er jú einföld, hraðinn á manni á fjöllum er svo lítill. Þar fyrir utan þá stjórnar maður sjálfur mestu af áhættunni á fjöllum, en hefur bara stjórn á hluta áhættunnar á þjóðvegunum.Fer sjálfur með mitt barn á fjöll, og þar hef ég mestar áhyggjurnar af honum eftir að komið er í skála
[img:1xv2tdjg]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5802/47212.jpg[/img:1xv2tdjg]
kv
Rúnar.
12.03.2009 at 10:01 #643160Frábært innlegg hjá Atla, eins og úr mínu hjarta talað.
Við eigum 4 börn á aldrinum 4 til 27 ára og öll eru þau vanir fjallaferðamenn og jöklafarar. Þau byrjuðu þó ekki alveg jafn ung og börnin hjá Hlyn.
Mikilvægt er að ferðast í góðum hóp þegar börnin eru með og ætla sér ekki of mikið.
Ég tel okkur vera í meiri hættu á þjóðveginum austur fyrir fjall heldur en uppi á fjöllum ef ferðast er af kunnáttu. Svo ég tali nú ekki um þjóðveginn norður á Akureyri þegar trukkalestin kemur á móti.
Miðað við umræðuna að ofan er ótrúlegt að nokkur maður skuli þora með fjölskylduna norður á Akureyri, svo ég tali nú ekki um stórhættulegt 5 tíma flug til sólarlanda þar sem tekur við sólbrunahætta og stórauknar líkur á krabbameini síðar. Samt eru þúsundir foreldra ungra barna sem gera þettra á hverju ári.Annars er gott máltæki sem segir: Af misjöfnu þrífast börnin best.
12.03.2009 at 11:26 #643162Ég hefði nú haldið að vandamálið snúist um það hvernig bílar á fjöllum hossast til og hristast,það er ekki gott fyrir börn sem halda ekki haus eða rétt svo og það getur valdið skaða sem kemur ekki endilega strax framm, en endilega ferðast með börn bara meta aðstæður.
12.03.2009 at 11:36 #643164Vanir foreldrar vita mest allt um börn og sjá um þau eftir bestu samvisku geri ég ráð fyrir.
En það er bara svo marg sem getur komið fyrir sem ekki er hægt að gera ráð fyrir. Þegar barn er undir 2 mánaða, jafnvel eldra, geta komið fram sjúkdómar sem hrjá þau sem hægt er að lifa við eðlilegu lífi sé tekið strax á þeim en geta líka dregið þau til dauða á stuttum tíma ef ekki er strax rétt farið að. Algeng dæmi eru t.d. flog og sykursýki, ef ég væri læknismenntaður gæti ég eflaust nefnt fleira. Nokkuð sem ekkert foreldri vill hafa á samviskunni er líf barns síns.
Bara að bíða nokkra mánuði með að fara með þau á fjöll ætti ekki að skaða foreldrana, þau geta enn farið á fjöll með eldri börnin eða ein eftir atvikum.
Þið getið kallað þetta væl eða vænisýki, og að ef við ættum að gera ráð fyrir öllu svona værum við með magasár í fóðruðu herbergi en þetta kalla ég almenna skynsemi og tækla þetta bara nokkuð stóískur, ekkert magasár ennþá og búinn að leika aðeins í þessu góða hvíta með góðum vinum án þess að taka dóttur mína með. Ég tek alla vega ekki sénsa með gullmolann minn.
Góður hópur skiptir máli og góðir vel búnir foreldrar á góðum bíl enn meira máli, en mestu máli skiptir er að geta gert það sem þarf EF eitthvað kemur fyrir. Það er algengara en við höldum að þessi EF komi uppá og sem betur fer eru flestir á réttum stað þegar það gerist.
Þetta með Reykjavík – Akureyri er kjánalegur samanburður og þið vitið það. Hvað er sjúkrabíll lengi á leiðinni eftir þjóðveginum vs. björgunarsveitabíll eða þyrla inn á reginhálendið. Og hversu langt eruð þið frá læknisaðstöð á þjóðveginum vs. á hálendinu. Og hvar ætlar þú að fara út í sjó af þjóðveginum (miðað við eðlilegt aksturslag) frá Rey-Aku Heiðar? Ég hef aldrei verið nálægt því. En það er reyndar sorglegt að margir jeppamenn virðast hafa það takmark að láta stóru dekkin snúast jafn hratt og fólksbíladekk þó það komi aðeins niður á umferðarlögunum, svo sem efni í allt annan þráð ef einhver vill.
Fólk gerir það sem það vill og hlutirnir eru ekki flóknari en það. Hvort það viti betur og viðurkenni það eða ekki er annað mál. Fólk verður náttúrulega bara að meta hvert fyrir sig. En þetta með að þeir sem eiga fleiri börn séu betri og ábyrgari uppalendur er því miður ekki algilt eins og flestir vita.
Að mínu mati er það sjálfselska í foreldrunum að fara með hvítvoðung í svona ferð. Kallið það væl eða hvað annað það er ykkar mat ekki mitt.
12.03.2009 at 12:01 #643166Strákar !!!
Eruð þið búnir að gefa þessum saumaklúbbi ykkar nafn ?
Þið allavegana væruð góðir kandidatar í að halda fyrirlestur hjá Kvenfélaginu akanda
Sorry bara gat ekki orða bundist ha ha ha ….
12.03.2009 at 12:14 #643168Ég nefndi ekki leiðina Rvk-Ak í mínum pistli, heldur bara þjóðvegina almennt, en þar fyrir utan er vel hægt að lenda í vatni eða sjó á milli Rvk og Ak. til að mynda í Kollafirði, við Borgarfjarðarbrú og sennilega í Hrútafirði á nýja veginum og við allar brýr er hægt að fara útaf og á toppinn ofan í á.
Mér sýnist nú á þessum pistlum að reynslumestu ferðamennirnir sem við eigum finnist það lítið mál að vera með fjölskylduna með, en hinir með litla reynslu og kannski ekki mjög öfluga bíla og ferðafélaga telji það glapræði hið mesta að fara til fjalla.
Það fara allavega ekki margir á þessum þræði í sporin þeirra Snorra, Hlyns og Runars.
Kv.
Heiðar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.