This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Magnússon 17 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Nú lítur það út fyrir að enn eitt „utanvegaakstursmálið“ sé komið upp.
http://visir.is/article/20070729/FRETTIR01/70729009
Ég myndi taka þessari fréttamensku með miklum fyrirvara.
Í fyrra var svipað spaug í gangi hjá Lögreglunni á Hvollsvelli, þar sem hópur mótorhjólamanna átti að hafa ekið utan vegar, og kallaði Lögreglen þá eftir þyrlu og fann hópinn á vegi, og leituðu þeir svo á þyrlunni eftir ummerkjum um utanvegaakstur, en fundu ekki neitt, svo þeir sendu tvo lögregluþjóna á jeppa daginn eftir að leita, án árangurs!
Í fréttunum þá var líka sagt að skálaverðir/landverðir hefðu kallað eftir lögreglu, en við nánari eftirgrenslan kom svo í ljós að Lögreglan hafði verið að hlera samskipti skálavarða, sem voru að tala um hjólahópinn, en engan utanvegaakstur.
Sekir uns sakleisi er sannað.
You must be logged in to reply to this topic.