FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Yfirþrýstingur í vélarými.

by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Yfirþrýstingur í vélarými.

This topic contains 25 replies, has 7 voices, and was last updated by Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 11 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 23.12.2013 at 23:45 #442402
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster

    Sælir.
    Eftir því sem ég best get séð er yfirþrýstingur hjá mér í vélarhúsinu í Chevy. Astro 1993. Það stafar líklega af því að plássið umhverfir vélina er mjög takmarkað. Rýmið þar er frekar hátt miðað við langt. Svo virðist sem loftflæði undir bílinn valdi þessum yfirþrýstingi.

    Ég var með silicon kúplingu á öflugum kælispöðum sem mér þótti ekki virka eins og ætti.
    Þá er spurning hvort þessar kúplingar séu að virka í þessu breitilega hitastigi sem er hér hjá okkur. Það er að hámarki frá +18 til -20 gr. og síðan ekið á móti vindi og undan. Þá á ég aðalega við veðvinda og á móti í -20 gr. Síðan er að sjálfsögðu vatslásinn sem á að opna og loka eftir hitastigi innan vélarinnar.

    Þá er spurning hvort allir þessir þættir séu að vinna saman til að halda réttu hitastigi á vélinni og hvort þessar kúplingar hafi nokkra endingu hérlendis.

    Ég lenti í því ævintýri á leið upp í Setur fyrriparts núverandi árs 2013 að rafmagnsviftan hjá mér brann yfir, þá án viftuspaða á mótornum. Það hafði oft hent að vatnið á mótornum hitnaði snögglega upp um brattar brekkur og meðvinda en þarna gaf hún sig endanlega. Sem betur fer átti ég viftuspaða heima sem komið var með til mín við þessra aðstæður en með ónýtri silikonkúplingu. Til að redda málunum fékk ég 40 lítra af vatni með til að hjálpa við kælinguna.

    Daginn eftir í mínum vandræðum (húsgagnasmiðurinn) upp í Setri spurði ég einn mann og annan og heilan hóp hvað væri til ráða hjá mér til að komast heim, haldandi á viftuspöðunum með ónýtri siliconkúplingu. Allir litu á mig aumingjan. Vonlaust dæmi!!

    Þá var mér litið til nýja Seturs Björgunarskýlisins. Þar var ef til vill rými til að finna lausn vandans. Ég lagði fársjúkan hlutinn á vinnuborð þar og hugði að hlutum sem gætu hjálpað til. Viti menn, þarna rak ég augum í girðisbúta sem gengu af við húsa-smíðina. Eftir að hafa sagað til og borða nokkra girðis-stubba og fundið rafsuðuvél birtist ekki Bjarki Logason sem ekki hafði gefist upp á vandanum mínum og rafsauð fyrir mig stubbana á kúplinguna og þar með var hún föst og ég komst heim áhyggjulaus.

    Við áframhaldandi keyrslu í mánuði kom í ljós að hvorki sjálfskipingin eða vélin hitnuðu eðlilega. Allt of mikil kæling og bensíneiðsla.

    Jæja. Mínar hugmyndir eru að halda föstum spöðunum en skera ofan af þeim 1/3 til að byrja með og kanski meira til að skapa undirþrísting fyrir aftan rafmagnsviftuna sem ég ætla að setja í hann aftur. Ef það gengur ekki þá má opna fyrir streymi lofts út fyrir ofan vélina.
    Kv. SBS.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 25 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 24.12.2013 at 00:11 #442405
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Í mínum augum er þetta ekki vandamál. Öflug rafmagnsvifta með annahvort handstýrðum rofa eða skynjara. Er sjálfur með handstýrðan rofa á sjálfskiftingunni hjá mér og hitamæli til að sjá hvenær ég á að setja viftuna í gang. Klikkar ekki.

    L.M.





    24.12.2013 at 00:22 #442406
    Profile photo of Heiðar Steinn Broddason
    Heiðar Steinn Broddason
    Participant
    • Umræður: 113
    • Svör: 839

    vona að þetta gangi upp hjá þér hlakka allavega til að vita hvort þetta virkar kv Heiðar U-119





    24.12.2013 at 00:53 #442407
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sælir strákar.
    Velkomin Heiðar á spjallþráðinn. Þetta gekk loksins. Ég sakna landsbyggðarinnar hér á þræðinum. Okkur hér á suðvestur-horninu þætti vænt um að heyra frekar frá ykkur.

    Sæll Logi.
    Eitt er vandamál hjá einum en ekki hinum. Ég var með það sem þú taldir upp en það er ekki nóg. Ökutækin eru ekki eins uppbyggð
    Kv. SBS.





    24.12.2013 at 11:09 #442410
    Profile photo of Bjarki Logason
    Bjarki Logason
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 775

    Sælir
    Fastur viftuspaði veldur alltaf of mikilli kælingu í venjulegum akstri. Hvað er til ráða?
    En að opna fyrir loftflæði? T.D með að setja ristar á húdd eða út um innribretti. Það er víst ekki nóg að moka lofti inn í rýmið ef það kemst ekki út.
    Gangi þér vel.
    Kv Bjarki





    24.12.2013 at 12:11 #442414
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sæll Bjarki.
    Staðan á viftuspaðanum er sú sama og uppi í Setri fyrr á árinu. Það góða við þetta er að hitavandamálin með sjálfskiptinguna er úr sögunni. Það slæma eru hitasveiflur á kælivatninu og allt of mikil bensíneiðsla vegna þeirrar orku sem spaðarnir taka.

    Þegar ég var með rafmagsviftuna eingöngu nægði hún ekki til að halda sjálfskiptingunni í réttu hitastigi þrátt fyrir öfluga viftu sem ég gat sett í samband með rofa í mælaborðinu. Er með 3 olíukæla framan á vatnskassanum. Bara við að aka upp Hvalfjarðargöngin norðanmegin hitnaði sjálfskiptingin upp undir hættumark. Það tók síðan viftuna um 10 min. að kæla hana niður.

    Það eina rétta væri að opna duglega fyrir loftflæði upp úr húddinu eða brettunum og hafa rafmagnsviftu eingöngu. Ég er að þráast við gegn þeirri lausn en hugsa mér að hafa þennan fasta spaða með lágmarksorku til að koma loftstreiminu undir bílinn. Síðan sæi rafmagnsviftan um að halda réttu hitastigi á vatni og skiptingu.

    Ég er að hugsa um að gera þetta svona og eiga svo loftflæðið upp úr húddinu til vara.
    Kv. SBS.





    24.12.2013 at 17:08 #442421
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Sæll Sigurður,

    hvernig er kælikerfið sett upp hjá þér.

    þ.e.a.s.
    1 stk vatnskassi, væntanlega með sjálfskiptikæli innbyggðum ?

    síðan sagðistu vera með 3 aðra kæla framan á vatnskassanum ?
    ertu með auka sjálfskiptikæli þá 1 stk
    stýris kæli ?
    Air condition kælir.

    Ertu með original vatnskassa ?

    Hver er stærðin á auka sjálfskiptikælinum ef svo er, er hann aftermarket eða ?

    Flott að fá allar upplýsingar áður en hægt er að greina vandann.

    Þegar ég setti 8 cyl í minn bíl fór ég úr 1 raða í 3 raða vatnskassa til að minnka hættuna á ofhitun.

    1 enn, ertu með eitthvað undir vélinni, semsagt einhverjar hlífar eða álíka ?

    jólakveðjur
    gunnar





    24.12.2013 at 17:34 #442422
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Ég hef verið með kúplingsviftu í mínum bíl í 15 (sitthvor vélin) ár og aldrei lent í veseni með þær, þær duga sirka í 10-15 ár, allavega var ein í cherokee sem varð léleg eftir 13 ár.

    Þessar kúplingsviftur virka mjög vel í þessum breytilega hita sem við erum í, því þær eru boltaðar beint á vélina sem leiðir allann þann hita beint út í viftuna þannig að úti hitastigið virkar mjög lítið á þær. Allavega hefur mín vifta alltaf verið mjög öflug og hitamælirinn á vélinni minni aðeins 1 sinni hreyfst upp á við, það var í smá rallý akstri á fjöllum með vélina á 5000 rpm í allmargar mínutur… en annars hefur kúplingsviftan dugað mjög vel.

    Ef að þú ert með original vatnskassa gæti vel verið að hann sé stíflaður að hluta ef bíllinn er að hita sig svona bara við það að fara upp brekkur. Skoða þarf þó vatnslásinn líka og ástandið á vatnsdælunni. Ef allt kerfið er í lagi og enn hitar hann sig er eina ráðið að fá sér sverari vatnskassa…. eins leiðinlegt og dýrt sem það er nú.

    Síðan gætirðu fengið þér auka rafmagnsviftu framan á vatnskassann, sem snýr í öfuga átt… hún gæti verið tengd inn á sama triggerinn og er fyrir original viftuna, síðan er líka hægt að fá í USA, thermostat græjur fyrir rafmagnsviftur með stillanlegu hitastigi þegar þær fara á, semsagt hægt að láta hana byrja að kæla fyrr.

    Til að kúplings vifta virki, þarf að vera hlíf frá vatnskassanum og yfir viftuna til að hún sogi loftið í gegnum kassann en ekki bara hreyfi við því í kringum hann, ef þú varst ekki með kúplingsviftu fyrir.

    kv
    Gunnar





    24.12.2013 at 17:39 #442423
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    já eitt, í staðinn fyrir ristar er hægt að fjarlæga gúmmíkantinn sem er innst á húddinu og þarmeð ertu farinn að hleypa loftinu þar út. ef það er ekki hægt er kannski hægt að setja undir boltana í húddinu og lyfta því aftast… kannski ekki fallegast en virkar :)

    Síðan er líka oft í svona bílum hljóðeinangrandi motta í húddinu, sem einangrar hitann mjög vel í húddinu… stálið bert kælir mun betur en einangrandi motta :)

    obosí… klukkan að verða 6… :) jólakveðjur





    25.12.2013 at 13:58 #442429
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sæll Gunnar.
    Vatnskassinn er nánast nýr, tæplega 3 ára. Hann er með kælir fyrir sjálfskiptinguna og líka olíukælir. Einn kælir var fyrir sjálfskiptinguna þegar ég keypti bílinn. Bætti síðan tveimur stórum. (en ekki á sama tíma) Keypti þá hjá Bílabúð Benna. Þeir eru svona 2 til 3 sm fyrir framan vatnskassann og þekja svipaðan flöt.

    Vandinn var ekki að vélin sé að ofhita sig heldur var það sjálfskiptingin undir auknu álagi. Þess vegna bætti ég þessum kælum við en dugði ekki.

    Núna með þessum öflugu viftispöðum sem voru soðnir fastir í neyð uppi í Setri hitnar sjálfskiptingin ekki neitt og hefur ekki gert síðan. Hinsvegar er dálítið flögt á hitanum á vélinni og er ekki að hitna eins og hún á að gera.. Nýr vatnslás og í lagi með vatnsdælu. Er búin að fjarlægja þéttikant á húddinu við framrúðu.

    Ég lenti í því í Stórferðinni til Akureyrar yfir
    Sprengisand, farandi yfir síðasta skaflinn á leiðinni að viftuspaðanum líkaði ekki drollið og ætlaði að verða á unda yfir en með þeim afleiðingum að rústa hjá mér kassanum, spaða-trektinni og lofthreinsaranum. Lenti síðan sjálfur ofan á framhásingunni vart þekkjanlegur.

    Ég lét síðan seinna smíða fyrir mig trekt fyrir rafmagnsviftu aftan á kassann. Það var öflugasta viftan sem Benni átti en engin vifta á mótornum. Vandamálið það sama sjálfskiðtingin var að ofhitna við aukið álag.

    Vandamálið er þess vegna augljóst. Loftmótstaða (yfirþrýstingur) er í vélarhúddinu sem heftir loftflæði á akstri til kælingar. Þessum yfirþrýstingi verður að hleypa upp úr húddinu eða að fá hjálp til að komast undir bílinn.
    Þarna er eitthver vinnslujöfnuður milli rafmagnsviftu og viftuspaða sem þarf að finna ef loftflæðiðið á fara niður.
    Kv. SBS.





    25.12.2013 at 16:14 #442430
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Sæll Sigurður

    Áður en þú ferð í flóknar eða dýrar æfingar við þetta ættir þú að byrja á að setja speisera milli húdds og lamana (eins og einhver nefndi) eða hreinlega fjarlægja húddið. Ef það leysir ekki vandann er kenningin um yfirþrýstingin röng og óþarfi að elta það frekar.





    25.12.2013 at 17:16 #442435
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    Sæll Sigurður,

    Þá er þetta frekar einfalt að leysa miðað við gefnar upplýsingar.

    Setja kúplingsviftu á bílinn, því hún er jú alltaf að soga eitthvað og það virðist þurfa á þínum bíl.

    Reyndar ættu 2 auka kælar að redda þessu, en svona smá tékk, eru þeir ekki ekki örugglega settir rétt upp, semsagt heiti vökvinn frá skiptingunni fer fyrst inn í vatnskassann og síðan í kælana og þaðan inn í skiptuna aftur ?

    Við það ætti vatnskassinn að hitna og rafmagnsviftan þá að fara í gang, en sömuleiðis þá stífnar á silicone kúplingunni í þeirri viftu og hún fer að blása meira. Kúplingsviftur eru alltaf betri kostur en rafmagns ef því er viðkomið að mínu mati.

    kv
    gunnar





    25.12.2013 at 17:23 #442436
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    já ein pæling, að athuga hvort að skiptingin sé að dæla nóg í gegnum kælikerfið… gæti verið stífla einhvers staðar miðað við að hún sé bara að hitna en ekki vélin, því kælikerfið í þeim er jú sambyggt að hluta.

    bara smá brainstorming.

    kv
    gunnar





    25.12.2013 at 18:00 #442444
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    ein önnur pæling, ef að vatnslásinn er í lagi ætti hann að hleypa vélinni í þann hita sem hann er stilltur á, semsagt ætti spaðinn ekki að hafa áhrif á það. Semsagt loftið sem hann blæs utan um vélina ætti ekki að nægja til að kæla hana. Semsagt grunar mig þá að nýji vatnslásinn þinn sé fastur opinn eða funkeri eitthvað illa, því vélinn ætti alveg að hitna fínt þó svo spaðinn sé alveg fastur og blási helling, því vatnslásinn ætti einfaldlega ekkert að hleypa vatni í meiri kælingu til vatnskassans fyrr en þörf væri fyrir það.

    Gallaður vatnslás.

    kv
    gunnar





    25.12.2013 at 18:55 #442445
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sælir.
    Freyr. Ég er búin að aka með húddið opið. Það var gert þannig að ég setti tvær eins líters gosflöskur undir húd-hornin vinstra og hægra megin til að halda því opnu. Það munaði um það en að vísu var ekið á undan vindi en ekki á móti sem hefði komið á sama stað og lokað húdd.

    Gunnar. Jú kælarnir eru rétt tengdir. Fara fyrst í gegnum vatnskassann og síðan í alla kælana. Var búin að setja ný rör til og frá sjálfskiptingu til öryggis.

    Lýst vel á þá hugmynd að setja silicon kúplingu á spaðana með rafmagnsviftunni í stað þess að skera ofan af föstum spöðunum. Hún er þá aðeins að hjálpa til. Á milli spaðana eru þá á að giska 10 til 14 sm en engin trekt á milli.

    Þegar ég var með rafmagnsviftuna eingöngu lækkaði eiðslan um 3 lítra pr. 100 km. Með fastri viftu jókst hún um 3 til 5 lítra. Þarna eru um 6 til 8 lítra munur. Þessi aukning stafar af þeirri orku sem fer í að snúa spöðunum og svo gæti verið að þeir séu að rugla eitthverja skinjara sem stjórna bensíneiðslunni. Þessi atriði þekkja menn vel og betur en ég.

    Ódýrast væri að opna fyrir flæði upp húddið eða út með brettum. Fann ekki í fljótu bragði falda leið annarstaðar.

    Niðurstaða er líklega, rafmagnsvifta rofatengd við vatn, skiptingu og rofi í mælaborði. Viftuspaðar með cilicon kúplingu og opin loftrás frá húddi eða brettum. Væri lítið mál að setja trekt á milli spaðanna. Öndunargötin gætu verið með draglokum eftir þeim aðstæðum sem maður er í. Gæti þurft að hafa þær galopnar ef ég væri á ferðalagi með Jeep. 😉
    Kv. SBS.





    26.12.2013 at 11:46 #442451
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Ég held þú ættir að prófa að lyfta húddinu að aftan eins og Freyr stingur upp á. Ég er með þetta svona hjá mér og það eykur loftflæðið umtalsvert í gegnum vélarsalinn og minnkar hitamyndun talsvert.





    26.12.2013 at 12:23 #442453
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sæll Agnar.
    Er búin að kanna þann möguleika. Lamirnar eru rafsoðnar á húddið. Ég á eftir að leggjst yfir hvað ég get gert til að opna fyrir loftflæði. Mér var sagt að ekki væri gott að fá heitt loft upp á framrúðuna. Hvað segið þið um það?

    Líklega er það svo að á öllum bílum er yfirþrístingur í vélarrými vegna loftstreymis þar inn til kælingar en misjafnlega mikill vegna loftstreymis undir og meðfram bíla sem myndar nokkurskonar tappa á keyrslu. Er til einhver vitneskja um það?
    Kv. SBS.





    26.12.2013 at 18:05 #442455
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Það hefur ekki verið neitt vandamál að fá heitt loft á framrúðuna við allar „eðlilegar“ aðstæður. Hugsanlega gæti maður lent í því að hitinn gerði það að verkum að snjófjúk festist frekar á rúðunni en ég held að miðstöðin spili mun stærra hlutverk í því.

    Í stórferðinni var ég með slökkt á miðstöðinni í dágóðan tíma og lét reyndar blása köldu á framrúðuna og virkaði það mjög vel og var snjósöfnun á rúðuna í lágmarki. Þá kom reyndar fyrir að heita loftið frá húddinu gerði það að verkum að snjófjúkið festist aðeins en ekkert til stórra vandræða en þetta voru auðvitað afar sérstakar aðstæður sem maður lendir ekkert mjög oft í.





    28.12.2013 at 17:09 #442572
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Þá er rafmagnsviftan komin í og virkar flott. Hitarofi er á vatni þar sem það fer inn á vélina. Á eftir að setja annan rofa á vökvaleiðsluna að sjálfskiptingunni. Síðan er rofi í mælaborði. Fasti viftuspaðinn farnir úr. Hafði ekki pláss fyrir hvorutveggja. Hugleiði kanski að hafa lítin fastan spaða án kúplingar. Hann gæti létt á rafmagnsviftunni og sparað rafmagnsálag. Síðan ætla ég að hafa eina stóra fasta viftu sem varahlut ef rafmagnsviftan svíkur mig aftur.

    Ég er búin að finna leið fyrir loftið út til að létta á rafmagnsviftunni og fá í gegn meira streymi. Aftast undir húddinu og fyrir framan framrúðu er nokkuð rúmgóður stokkur sem nær á milli bretta. Þar inni er armur fyrir rúðuþurkurnar og góð rist nánast því eins löng og framrúðan og vísar upp.
    Í miðjan þennan stokk er ég búin að bora 52 mm gat og tvö sitthvoru megin sem eru 40 mm. Á þessu ætla ég að byrja og sjá til hvort meira loftflæði þurfi. Að sjálfsögðu má ekki bora þarna nema takmarkað því þetta er líklega styrktarbiti. Það verður að koma í ljós hvort það verði ókostur að fá heitt loftið á framrúðuna.

    Ætla á morgun upp að Litlu Kaffistofu og athuga hvernig þetta virkar og þá aðalega með kælingu á sjálfskiptingunni í huga.
    Kv. SBS.





    29.12.2013 at 16:52 #442640
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Sælir.
    Jæja. Skrapp upp að Litlu Kaffistofu sem er á leiðinni upp á Hellisheiði. Það var hávaðarok skáhalt á móti á leiðinni uppeftir og -3 til -4 gr. Á móti rokinu fór rafmagns-viftan aldrei í gang til að kæla vélina. Mótvindurinn sá um hennar hlutverk og hélt vatninu að öllu jöfnu í 80 gr. Eitt var sem mér þykir ekki eðlilegt. Þegar vatnslásinn virðist opna og hleypir höldu vatni inn á vélina fer hitamælirinn niður í 30 til 50 gr. og fer síðan smám saman upp aftur. Í lausagangi í 5 min. við kaffistofuna fór viftan í gang við ca. 97 gr. og bar þá saman rofanum og hitamæli. Þó minnir mig að hitarofinn hafi lægri tengi-hita. Á leiðinni til baka undan vindi voru litlar breitingar nema hitaflöktið aðeins oftar. Þegar heim kom lét ég hann ganga í lausagangi í skjóli við bílskúrinn. Þá fór viftan í gang en hitamælirinn sýndi bara um 70 gr. Það er ekki langt síðan ég skipti um hita-skynjara út af samskonar flökti á þeim fyrri. Ef þetta er óeðlilegt er annaðhvort léleg leiðni á vírnum eða mælirinn farin að gefa sig. Hefði þurft að endurnýja þessa hluti.

    Þá er það sjálfskiptingin. Hún hélt sig að jöfnu alla leiðina í 120 til 140 gr. F. eða 50 til 60 gr. C. Ók í Drive-inu en ekki Over-drive-inu vegna aðstæðna sem voru fljúandi hálka og hávaðarok. Lenti í því að spóla örlítið upp lítin halla í hálkunni og bíllinn fauk snöggt til hliðar að aftan í tvígang. Ekki er nú alveg að marka svona eina ferð en mér sýnist að þessi 3 göt sem ég opnaði fyrir öndun efst í vélarýminu séu að skila betri öndun og kælingu miðað við fyrri ferðir.

    Þá er spurning, er þetta mikla flögt á hitamælinum eðlilegt þótt vatnslásinn opni? Frá að fara úr 80 til 97 gr. og undir 40 gr. og svo upp undir 97 gr. aftur.
    Kv. SBS.





    30.12.2013 at 14:23 #442714
    Profile photo of Gunnar Ingi Arnarson
    Gunnar Ingi Arnarson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1378

    nei vélarhitinn á ekki að flökta, punktur. allavega hefur það aldrei skeð á mínum jeppa né öðrum farartækjum sem ég hef átt. Hann hækkar bara…. og síðan lækkar hann aftur, en aldrei fer hann niður fyrir settar gráður á vatnslásnum.

    Annaðhvort er mælirinn þinn bilaður eða vatnslásinn.

    Vatnslásinn á að sjá um að þetta flökt verði ekki, ef hann er að virka þá er hitamælirinn bilaður…

    Semsagt á vatnslásinn að halda vélinni í 80+gráðum og síðan opna sig til að ná sér niður í þann hita aftur og lokast hann þá aftur, og þarmeð kælir vélin sig ekki niður fyrir þá gráðu. Semsagt er vatnslásinn þinn bilaður eða mælirinn. mér hallast að vatnslásnum þó svo að hann sé nýr…. þar sem það sauð á bílnum þínum um daginn, var það ekki.

    Hann gæti verið að standa á sér… sem útskýrir ofkælinguna og sömuleiðis ofhitnunina og flöktið…

    kv
    gunnar





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 25 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.