This topic contains 25 replies, has 7 voices, and was last updated by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 10 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir.
Eftir því sem ég best get séð er yfirþrýstingur hjá mér í vélarhúsinu í Chevy. Astro 1993. Það stafar líklega af því að plássið umhverfir vélina er mjög takmarkað. Rýmið þar er frekar hátt miðað við langt. Svo virðist sem loftflæði undir bílinn valdi þessum yfirþrýstingi.Ég var með silicon kúplingu á öflugum kælispöðum sem mér þótti ekki virka eins og ætti.
Þá er spurning hvort þessar kúplingar séu að virka í þessu breitilega hitastigi sem er hér hjá okkur. Það er að hámarki frá +18 til -20 gr. og síðan ekið á móti vindi og undan. Þá á ég aðalega við veðvinda og á móti í -20 gr. Síðan er að sjálfsögðu vatslásinn sem á að opna og loka eftir hitastigi innan vélarinnar.Þá er spurning hvort allir þessir þættir séu að vinna saman til að halda réttu hitastigi á vélinni og hvort þessar kúplingar hafi nokkra endingu hérlendis.
Ég lenti í því ævintýri á leið upp í Setur fyrriparts núverandi árs 2013 að rafmagnsviftan hjá mér brann yfir, þá án viftuspaða á mótornum. Það hafði oft hent að vatnið á mótornum hitnaði snögglega upp um brattar brekkur og meðvinda en þarna gaf hún sig endanlega. Sem betur fer átti ég viftuspaða heima sem komið var með til mín við þessra aðstæður en með ónýtri silikonkúplingu. Til að redda málunum fékk ég 40 lítra af vatni með til að hjálpa við kælinguna.
Daginn eftir í mínum vandræðum (húsgagnasmiðurinn) upp í Setri spurði ég einn mann og annan og heilan hóp hvað væri til ráða hjá mér til að komast heim, haldandi á viftuspöðunum með ónýtri siliconkúplingu. Allir litu á mig aumingjan. Vonlaust dæmi!!
Þá var mér litið til nýja Seturs Björgunarskýlisins. Þar var ef til vill rými til að finna lausn vandans. Ég lagði fársjúkan hlutinn á vinnuborð þar og hugði að hlutum sem gætu hjálpað til. Viti menn, þarna rak ég augum í girðisbúta sem gengu af við húsa-smíðina. Eftir að hafa sagað til og borða nokkra girðis-stubba og fundið rafsuðuvél birtist ekki Bjarki Logason sem ekki hafði gefist upp á vandanum mínum og rafsauð fyrir mig stubbana á kúplinguna og þar með var hún föst og ég komst heim áhyggjulaus.
Við áframhaldandi keyrslu í mánuði kom í ljós að hvorki sjálfskipingin eða vélin hitnuðu eðlilega. Allt of mikil kæling og bensíneiðsla.
Jæja. Mínar hugmyndir eru að halda föstum spöðunum en skera ofan af þeim 1/3 til að byrja með og kanski meira til að skapa undirþrísting fyrir aftan rafmagnsviftuna sem ég ætla að setja í hann aftur. Ef það gengur ekki þá má opna fyrir streymi lofts út fyrir ofan vélina.
Kv. SBS.
You must be logged in to reply to this topic.