This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 20 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.03.2004 at 21:45 #194006
Þetta er tekið af „gulu pressuni“ á heimasíðu Snow.is
…að Veðurstofan sé líklega að fara að notast eingöngu við sjálfvirkar vélar á Hveravöllum næsta vetur, og þá missum við bensínstöðina. Ekki mun það mælast vel fyrir en við vitum hvað þetta þýðir, brúsar og tunnur munu margfaldast á hálendinu. Snow hefur fyrir því heimildir að Veðurstofan sé líkleg til að breyta afstöðu sinni ef hún þarf ekki að bera kostnaðinn ein og er því eindreigin ósk Vélsleðamanna að Olís, húseigendur á Hveravöllum og hreppur taki höndum saman og haldi þessari starfsemi áfram. Látið í ykkur heyra sleðamenn, smellið HÉR til að láta skoðun ykkar í ljós. Munið bara að dónaskapur hreyfir ekki við þessu máli, verið málefnaleg.
Ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki rétt, því það yrði skaði að missa olíu og benzin söluna svo ekki sé talað um hið ágæta fólk sem hefur verið í Hveravöllum.
Hlynur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.03.2004 at 08:49 #491782
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta kom fram í fréttum Rúv í fyrradag. Veðurstofunni er ætlað að spara 20-30 millj. á árinu og liður í þeim sparnaðaraðgerðum er að endurnýja ekki ekki samning við starfsmenn stofnunarinnar þarna, en setja í staðin upp sjálfvirka stöð. Það þýðir að þarna verði lokað í júlí. Spurning hvað er raunhæft að gera í þessu. Olís hefur náttúrulega litla hagsmuni af þessu, væri kannski möguleiki að fá félögin til að standa saman að því að borga hluta af kostnaðinum. F4x4 gæti hugsanlega komið að þessu með því að flytja vistir þarna inneftir. Svo er spurning hvað hreppurinn væri til í að gera.
Kv – Skúli
18.03.2004 at 08:49 #498953
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta kom fram í fréttum Rúv í fyrradag. Veðurstofunni er ætlað að spara 20-30 millj. á árinu og liður í þeim sparnaðaraðgerðum er að endurnýja ekki ekki samning við starfsmenn stofnunarinnar þarna, en setja í staðin upp sjálfvirka stöð. Það þýðir að þarna verði lokað í júlí. Spurning hvað er raunhæft að gera í þessu. Olís hefur náttúrulega litla hagsmuni af þessu, væri kannski möguleiki að fá félögin til að standa saman að því að borga hluta af kostnaðinum. F4x4 gæti hugsanlega komið að þessu með því að flytja vistir þarna inneftir. Svo er spurning hvað hreppurinn væri til í að gera.
Kv – Skúli
18.03.2004 at 09:50 #491784Tek í sama streng og formælendur mínir varðandi mannaða stöð á Hveravöllum. Fyrir utan það öryggi og þjónustu sem starfsmenn Veðurstofunnar á Hveravöllum hafa veitt ferðalöngum í gegnum tíðina, ber að minna á að mun fábrotnari veðurupplýsingar fást með sjálfvirkri veðurstöð, heldur en mannaðri. T.a.m. er skýjafar, skýjahæð, skyggni og ýmis veðufyrirbrigði ekki metin af sjálfvirkri veðurstöð.
Að lokum tek ég undir með þeim sem vilja kanna áframhald mannaðrar veðurstöðvar á Hveravöllum og vil bæta við þær hugmyndir sem þegar hafa komið fram, að bjögunarsveitirnar (Landsbjörg) hafa löngum sagst vilja stuðla að öryggi ferðamanna – hér gefst þeim kannski kostur á að sína vilja sinn í verki og nefnd upphæð ætti ekki að vefjast fyrir þeim!
Kveðja,
Friðrik
R-186
18.03.2004 at 09:50 #498957Tek í sama streng og formælendur mínir varðandi mannaða stöð á Hveravöllum. Fyrir utan það öryggi og þjónustu sem starfsmenn Veðurstofunnar á Hveravöllum hafa veitt ferðalöngum í gegnum tíðina, ber að minna á að mun fábrotnari veðurupplýsingar fást með sjálfvirkri veðurstöð, heldur en mannaðri. T.a.m. er skýjafar, skýjahæð, skyggni og ýmis veðufyrirbrigði ekki metin af sjálfvirkri veðurstöð.
Að lokum tek ég undir með þeim sem vilja kanna áframhald mannaðrar veðurstöðvar á Hveravöllum og vil bæta við þær hugmyndir sem þegar hafa komið fram, að bjögunarsveitirnar (Landsbjörg) hafa löngum sagst vilja stuðla að öryggi ferðamanna – hér gefst þeim kannski kostur á að sína vilja sinn í verki og nefnd upphæð ætti ekki að vefjast fyrir þeim!
Kveðja,
Friðrik
R-186
18.03.2004 at 10:12 #491786
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Það yrði mikill skaði fyrir okkur, já og allt ferðafólk ef Hveravellir verða mannlausir, það væri gaman að vita hvað það er mikill kostnaður fyrir Veðurstofuna að reka Hveravelli og þá spurning hvort að þau ferðafélög sem hafa nú verið að nýta sér þjónustuna þar vilji ekki styrkja þetta.
Það er ekki víst að þessu fylgi mikill kostnaður, þ.e.a.s þegar nokkrir aðilar gera þetta saman, eins og Friðrik stingur uppá þá gæti Landsbjörg kannski komið þarna inní og svo væri nú gaman að láta reyna á olíufélögin, Olís selur nú olíu þarna og það hlýtur að muna um þá lítra nema að Skeljungur sem er nú með einhvern styrktarsamning við félagið vilji nú gera eitthvað sem skiptir okkur máli, ég hef nefnilega litla trú á að við séum að fá mikið frá þeim í gegnum þetta kort sem við fengum.En hvað um það, það hlýtur að vera til góð lausn á þessu, vonandi finnst hún bara sem fyrst.
Kv.
Dóri Sveins
R-2608
18.03.2004 at 10:12 #498962
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Það yrði mikill skaði fyrir okkur, já og allt ferðafólk ef Hveravellir verða mannlausir, það væri gaman að vita hvað það er mikill kostnaður fyrir Veðurstofuna að reka Hveravelli og þá spurning hvort að þau ferðafélög sem hafa nú verið að nýta sér þjónustuna þar vilji ekki styrkja þetta.
Það er ekki víst að þessu fylgi mikill kostnaður, þ.e.a.s þegar nokkrir aðilar gera þetta saman, eins og Friðrik stingur uppá þá gæti Landsbjörg kannski komið þarna inní og svo væri nú gaman að láta reyna á olíufélögin, Olís selur nú olíu þarna og það hlýtur að muna um þá lítra nema að Skeljungur sem er nú með einhvern styrktarsamning við félagið vilji nú gera eitthvað sem skiptir okkur máli, ég hef nefnilega litla trú á að við séum að fá mikið frá þeim í gegnum þetta kort sem við fengum.En hvað um það, það hlýtur að vera til góð lausn á þessu, vonandi finnst hún bara sem fyrst.
Kv.
Dóri Sveins
R-2608
18.03.2004 at 11:04 #491788Sælir félagar.
Hvernig var það, átti ekki allt að horfa til betri vegar á þessum stað eftir að Húnvetningar, í krafti nýfengins skipulagsvalds eftir lagasetninguna 1999, hófu aðför að Ferðafélagi Íslands sem þá hafði haft starfsemi á svæðinu um áratuga skeið???
Átti ekki að byggja upp mikið gler og steinsteypuhótel á svæðinu og væntanlega þá að hlú að iðandi mannlífi þar???
Það er vont mál á alla lund ef svæðið verður ómannað, verri veðurupplýsingar, minna öryggi, ekkert eftirlit með mannvirkjum (þ.á.m. gistiskálum norðanmanna) og síðast en ekki síst engin þjónusta (eldsneytisafgreiðsla, viðgerðaraðstaðan ofl. ofl. sem ábúendur hafa sinnt í gegnum tíðina.
Vonandi finna menn lausn á því að halda þarna úti heilsársmenningu áfram.
Ferðakveðja,
BÞV
18.03.2004 at 11:04 #498965Sælir félagar.
Hvernig var það, átti ekki allt að horfa til betri vegar á þessum stað eftir að Húnvetningar, í krafti nýfengins skipulagsvalds eftir lagasetninguna 1999, hófu aðför að Ferðafélagi Íslands sem þá hafði haft starfsemi á svæðinu um áratuga skeið???
Átti ekki að byggja upp mikið gler og steinsteypuhótel á svæðinu og væntanlega þá að hlú að iðandi mannlífi þar???
Það er vont mál á alla lund ef svæðið verður ómannað, verri veðurupplýsingar, minna öryggi, ekkert eftirlit með mannvirkjum (þ.á.m. gistiskálum norðanmanna) og síðast en ekki síst engin þjónusta (eldsneytisafgreiðsla, viðgerðaraðstaðan ofl. ofl. sem ábúendur hafa sinnt í gegnum tíðina.
Vonandi finna menn lausn á því að halda þarna úti heilsársmenningu áfram.
Ferðakveðja,
BÞV
18.03.2004 at 15:31 #491790Já félagar, að öllum líkindum verður skellt í lás á Hveravöllum. Eftir mínum heimildum ( Veðurstofustjóra )stendur það til 1. ágúst. Hér á undan var spurt um kostnaðinn og er hann liðlega 9 milljónir á ári.
Það er lauk rétt og þekki ég það sem veðurathugunnarmaður að tækinn koma aldrei, til með að leysa manninn af hólmi.
Ég spurði fyrr í þessum mánuði hvað væri að frétta af SAMÚT og hafði aðkomu þess að þessu dæmi. Var mér tjáð af Einari Kjartansyni og núverandi formanni þess, að þessi félagasamtök væru ekki fjárhagslegir burðaraðilar til þess að taka svona verkefni að sér.
Þá spyr ég; er ekki hægt að gera þau að því með fjáhagslegri aðkomu allra útivistar og ferðafélaga og ríkisins?
Meira seinna
Magnús Guðmundsson
18.03.2004 at 15:31 #498970Já félagar, að öllum líkindum verður skellt í lás á Hveravöllum. Eftir mínum heimildum ( Veðurstofustjóra )stendur það til 1. ágúst. Hér á undan var spurt um kostnaðinn og er hann liðlega 9 milljónir á ári.
Það er lauk rétt og þekki ég það sem veðurathugunnarmaður að tækinn koma aldrei, til með að leysa manninn af hólmi.
Ég spurði fyrr í þessum mánuði hvað væri að frétta af SAMÚT og hafði aðkomu þess að þessu dæmi. Var mér tjáð af Einari Kjartansyni og núverandi formanni þess, að þessi félagasamtök væru ekki fjárhagslegir burðaraðilar til þess að taka svona verkefni að sér.
Þá spyr ég; er ekki hægt að gera þau að því með fjáhagslegri aðkomu allra útivistar og ferðafélaga og ríkisins?
Meira seinna
Magnús Guðmundsson
18.03.2004 at 16:23 #498974Já, þetta með Hveravelli.Einhvernveginn grunar mig að það hafi verið í umræðunni að þeir sem keyptu Ferðafélagsskálana, sem eru Húnvetningar, hafi haft augastað á eignum Veðurstofunnar þarna uppfrá og þá með það í huga að nýta það í sambandi við þessa þjónustu, sem þeir eru að reka þarna. Óljósan grun hef ég líka um að Veðurstofunni hafi á tímabili þótt fýsilegt ef af slíku yrði að þessir aðilar tækju að sér veðurathuganir fyrir eitthvert álíka gjald og athugunarfólki víða um land er greitt, sem yrði til muna ódýrara fyrir hana en núverandi rekstur. Þori samt ekki að fullyrða um þessi atriði. En það er eiginlega liðin tíð sú forsenda að þarna þyrfti að hafa athuganir á sjónflugsskilyrðum, sem var upphaflega ástæðan fyrir að stöðin var sett. Á sínum tíma var það NATO sem greiddi stærstan hluta kostnaðarins við uppsetninguna og hluta reksturskostnaðar í fyrstu að því mér hefur verið sagt. En ég held við verðum að gera okkur ljóst, að Ferðafélag Íslands hefur hvorki fé né áhuga á að koma þarna að málum, allra síst eftir það sem á undan er gengið, eins og BÞV minnir á hér að ofan. En það er alveg ljóst að rekstraraðilar skálanna eru svolítið háðir raforkuframleiðslunni þarna uppi á melnum, enda lögðu þeir fé í nýju rafstöðina. Sé hún ekki keyrð, hættir hringrás vatns, bæði heitt og kalt, og öll ljós eru þessu háð einnig. En mér finnst að öll spjót hljóti að standa á þessum rekstraraðilum, því ef þeir ætla að reka þarna þjónustu í enn meira mæli en þeir hafa gert, svo sem þeir hafa látið í veðri vaka, þá verði að koma á heilsársvörslu þarna uppfrá. Einhvernveginn verða þeir þar með að leysa rafmagns- og hitaveitumálin, því hitaveitan úr heimilishvernum er á undanþágu frá Umhverfisstofnun og meðal þess sem til stóð þarna uppfrá var að breyta vatnsöflun fyrir hitaveituna og reyndar vatnsveitu fyrir kalt vatn líka. Það er auðvitað ekkert stórmál að fá veiturafmagn þessa þrjátíu kílómetra frá stíflunni við Kolkuhól.
18.03.2004 at 16:23 #491792Já, þetta með Hveravelli.Einhvernveginn grunar mig að það hafi verið í umræðunni að þeir sem keyptu Ferðafélagsskálana, sem eru Húnvetningar, hafi haft augastað á eignum Veðurstofunnar þarna uppfrá og þá með það í huga að nýta það í sambandi við þessa þjónustu, sem þeir eru að reka þarna. Óljósan grun hef ég líka um að Veðurstofunni hafi á tímabili þótt fýsilegt ef af slíku yrði að þessir aðilar tækju að sér veðurathuganir fyrir eitthvert álíka gjald og athugunarfólki víða um land er greitt, sem yrði til muna ódýrara fyrir hana en núverandi rekstur. Þori samt ekki að fullyrða um þessi atriði. En það er eiginlega liðin tíð sú forsenda að þarna þyrfti að hafa athuganir á sjónflugsskilyrðum, sem var upphaflega ástæðan fyrir að stöðin var sett. Á sínum tíma var það NATO sem greiddi stærstan hluta kostnaðarins við uppsetninguna og hluta reksturskostnaðar í fyrstu að því mér hefur verið sagt. En ég held við verðum að gera okkur ljóst, að Ferðafélag Íslands hefur hvorki fé né áhuga á að koma þarna að málum, allra síst eftir það sem á undan er gengið, eins og BÞV minnir á hér að ofan. En það er alveg ljóst að rekstraraðilar skálanna eru svolítið háðir raforkuframleiðslunni þarna uppi á melnum, enda lögðu þeir fé í nýju rafstöðina. Sé hún ekki keyrð, hættir hringrás vatns, bæði heitt og kalt, og öll ljós eru þessu háð einnig. En mér finnst að öll spjót hljóti að standa á þessum rekstraraðilum, því ef þeir ætla að reka þarna þjónustu í enn meira mæli en þeir hafa gert, svo sem þeir hafa látið í veðri vaka, þá verði að koma á heilsársvörslu þarna uppfrá. Einhvernveginn verða þeir þar með að leysa rafmagns- og hitaveitumálin, því hitaveitan úr heimilishvernum er á undanþágu frá Umhverfisstofnun og meðal þess sem til stóð þarna uppfrá var að breyta vatnsöflun fyrir hitaveituna og reyndar vatnsveitu fyrir kalt vatn líka. Það er auðvitað ekkert stórmál að fá veiturafmagn þessa þrjátíu kílómetra frá stíflunni við Kolkuhól.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.