Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Xenon ljós í aðalljósin
This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.01.2006 at 23:06 #197168
Ég hef verið að skoða svona Xenon ljós sem hægt er að setja í framljósin. Þessu er hreinlega skipt út fyrir gömlu perurnar. Þetta er til í Stillingu og auðvitað á eBay. Eru einhverjir búnir að prófa þetta og veit einhver hvort þetta fær skoðun? Er þetta ekki bara hreinasta snilld að setja svona í bílinn!
Kveðja:
Erlingur Harðar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.01.2006 at 22:35 #540374
Hvernig er það, hafa einhverjir reynslu af þessum ljósum, HID, Xenon eða hvaða nafni sem þau nefnast? Þá er ég að tala um háspennuljósin, en ekki H4 perur í allskonar blæbrigðun. Eins og ég sagði hér ofar myndast minni hiti af þessum ljósum og mér var sagt það af eiganda bíls með svona gismói að það hann næði ekki að bræða af glerjunum í miklum kulda. Kannast menn við það?
26.01.2006 at 22:52 #540376Maður lendir líka í þessu með gömlu góðu halogen perurnar að það hrími á ljósunum í miklu frosti og skafrenningi, er ekki viss um að hitamunurinn sé það mikill að það sé til vandræða. Málmhalogen og kvikasilfursperur í útilýsingum hitna alveg svakalega sem dæmi og maður þarf að gefa þeim góðan tíma til að kólna áður en maður tekur þær úr, sama á við um perur í ljósastaurum.
Ég myndi ekki láta eina sögu um þetta hafa áhrif á að prufa svona búnað, kanski voru bara sérstaklega leiðinlegar aðstæður þegar þetta kom upp hjá manninum.
26.01.2006 at 23:46 #540378Ég veit svo sem ekkert um þessi kit í framljós – en ég er með Xenon kastara frá Hella á bílnum hjá mér. Þessu fylgja heljarmiklir spennar og fyrir vikið þá dregur þetta nánast ekkert af rafmagni.
Ég hef svo sem ekki séð neinn mun á því hvað hrímar á kastarana á móti aðalljósunum – held að það sé nú bara svipað…
En birtan af þessu – VÁ !!! Ég set aldrei aðra kastara á bílinn…
En þau eru ekki góð í mikilli snjókomu – allt of hvít.
Því held ég að besta setupið á ljósum séu aðalljósin venjuleg eða helst gul, xenon kastarar og gulir þokukastarar.
Benni
26.01.2006 at 23:55 #540380Sló að gamni inn á Ebay "HID Xenon KIT" og fann þá strax kit sem hægt er að velja úr H1, H7 og H4 á 16þús með flutningi. Þetta er alveg spurning um að prufa þetta fyrir þennan pening, bara spurning hvað skattmann vill fá í vasann.
27.01.2006 at 10:40 #540382
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég verslaði um daginn í Bílanaust bláar perur frá Philips eða Osram, sölumaðurinn sagðist vera með svona í sínum bíl og virkaði rosalega að sögn, ég setti þetta í VW Passat sem er með svona linsuljósum og þvílíkt rusl.. það liggur við að ég þurfi að lýsa með vasaljósi þegar ég er að aka í myrkri,, þetta kostaði tæpar 7000 krónur, (2 perur) ég hef sjaldan séð eins mikið eftir aurnum en í þetta rusl.
27.01.2006 at 11:13 #540384Ég hef verið að skoða þetta með Xenon ljósin, mér þykir tilkostnaður vera of mikill miðað við það sem ég fæ út úr þessum ljósum þar sem þetta er ekki orginal útbúnaður. Ég hef líka verið að setja sterkari perur í framlugtir og var með svoleiðis í eldri bíl sem ég átti og virkuðu mjög vel, tek fram að framljósin voru úr gleri. Margir bílar eru með plastljós sem getur þýtt að við það að setja stærri perur getur spegillinn skemmst og orðið grár með tímanum vegna hitans frá perunni. Ég hef samt sem áður verið að skoða þetta hvort að það sé möguleiki að setja stærri perur í bílinn án þess að eiga það á hættu að skemma spegilinn í ljósunum og hafa menn mælt með Piaa ljósum en á þeim er góð reynsla í rallýakstri. En perurnar sem ég hef verið að skoða eru 100 – 110 W. Ég læt fylgja slóða þessu til stuðnings
http://www.piaalights.com/products.php?what=Bulbs
kv. mhn
27.01.2006 at 14:28 #540386Bara að hafa það í huga að þessar blálituðu halogenperur hitna mikið meira en venjulegar halogenperur af sömu wattatölu, þannig að þetta er stórvarasamt og á það til að eyðileggja luktir, sérstaklega þar sem að blálituðu perurnar þurfa hærri wattatölu til þess að ná sama ljósmagni.
27.01.2006 at 18:11 #540388"Eitt kerti er auðvitað ekki það sama og mörg kerti en mér finnst skeggið ansi skylt hökunni enda ljósmagn gjarnan mælt í fjölda kertaljósa hvort sem þau standa nærri eða fjarri."
http://en.wikipedia.org/wiki/Lux
Lux = ljósstyrkur á einn fermeter.
Lumen = ljósstyrkur á x gefinn fermetrafjölda.1000 lux á 1 fermeter == 100 lux á 10 fermetra.
27.01.2006 at 19:46 #540390Ef hid ljósið er 12 wött og glóperan 65 wött bræðir hid ljósið sem því nemur ver af sér snjóinn. eða cirka fimm sinnum ver og líklega en ver því hluti þessara 12 watta fer í að hita spennirinn sem er ekki í ljóisinu
Það kann svo að vera að þetta skipti litlu máli en ég ætla ekki að dæma um það.
Guðmundur
27.01.2006 at 22:41 #540392Fann þessa töflu um kelvin scalan á Ebay.
[b:1144li6o][url=http://cgi.ebay.com/ebaymotors/NEW-3000K-H7-Yellow-H-I-D-Xenon-Conversion-Kit_W0QQcmdZViewItemQQcategoryZ36476QQitemZ8031833722QQtcZphoto:1144li6o]Taflan og fleiri upplýsingar[/url:1144li6o][/b:1144li6o]3000K(3200lm) – GOLDEN YELLOW (GREAT FOR FOG LIGHTS)
4300K(3300lm) – BRIGHT WHITE (BRIGHTEST)
5000K(3250lm) – INTENSE WHITE
6000K(2800lm) – CRYSTAL WHITE
8000K(2550lm) – CRYSTAL BLUE (RECOMMENDED)
10000K(2300lm) – AQUA BLUE
12000K(2100lm) – BLUE-PURPLE
14000K(2000lm) – PURPLE
30000K(1900lm) – DARK-PURPLE (SHOW PURPOSES)
Veit ekki hvernig þetta kemur út hef ekki sent hérna inn áður
Valur
28.01.2006 at 00:53 #540394Þetta er ekki alveg sjálfgefið með wöttin í perunum og hitann sem þær gefa frá sér. Halogen pera er bara venjuleg glópera sem er fyllt með halogen gasi til að auka líftímann á þræðinum. Xenon perur eru "gas perur" sem kveikja í gasinu sem þær eru fylltar af ekkert ósvipað og neon skilti. Þegar peran er komin á vinsluhita þá er hún MJÖG heit og eflaust ekkert mikill munur á 35w Xenon peru og 55w Halogen peru.
28.01.2006 at 13:34 #540396eða hvað
Guðmundur
28.01.2006 at 19:31 #540398Halogen – HID = EKKI SAMI HLUTURINN
Það er enginn glóþráður í Xenon peru eins og í Halogen þannig að þetta eru 2 perur sem virka á gjörólíkan hátt. Hvað þær taka mörg wött er ekki mælikvarði á hvað þær hitna mikið. Þú getur notað svona þumalputtareglu á milli 2gja eins pera eins og 55w Halogen og 100w Halogen ef þær eru báðar H4, H7, H3 eða H1.
28.01.2006 at 19:44 #540400
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er búinn að vera með svona HID sett í mínum jeppa í eitt ár, og glerið á ljósinu hitnar nánast ekkert og það safnast stundum klaki á ljósin. Með venjulegar H4 perur (bláar eða ekki) er varla hægt að koma við ljósið en með HID er það ekkert mál.
En það er mikið meira ljós af þessu.
28.01.2006 at 22:01 #540402Ég er nú enginn spekingur, en ef ein gerð pera notar minni straum (w) en gefur meiri birtu þá hefði ég haldið að hún tapaði minni orku í hita en sú fyrrnefnda. Skv. því ættu HID perur að hitna minna en týpiskar halogen perur.
Þetta virkar a.m.k. heima hjá mér þar sem sparperur hitna mun minna en glóperur enda mun minni straumnotkun.
kv.
ÞÞ
28.01.2006 at 22:05 #540404Gaman að þessu. Ef þú fær þér nógu stóra HID peru í jeppann stebbi þá gætirðu keyrt hann á þassum mun á hid og glóperu og hætt að skipta við olíufélögin
Guðmundur
28.01.2006 at 23:16 #540406Ég veit ekki hvaða reynslu þú hefur af HID perum og ljósabúnaði og ætla ekki að fara að ræða það hérna. Ég hef ekki enþá tekið eftir því að 250w kvikasilfurspera hitni eitthvað minna en sambærileg glópera. Þær eru allavegna jafnfljótar að eyðileggja vettlingana hjá manni ef maður leyfir þeim ekki að kólna. Þetta eru bara tvær perur sem vinna gjörólíkt.
Miðað við þá reynslu sem ég hef fengið af svona ljósabúnaði þá er ég ekki hræddur við að setja þetta í kastarana hjá mér uppá það eitt að það hrími á þeim, það gerist líka með halogen perur í.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.