Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Xenon ljós í aðalljósin
This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.01.2006 at 23:06 #197168
Ég hef verið að skoða svona Xenon ljós sem hægt er að setja í framljósin. Þessu er hreinlega skipt út fyrir gömlu perurnar. Þetta er til í Stillingu og auðvitað á eBay. Eru einhverjir búnir að prófa þetta og veit einhver hvort þetta fær skoðun? Er þetta ekki bara hreinasta snilld að setja svona í bílinn!
Kveðja:
Erlingur Harðar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.01.2006 at 23:21 #540334
Eru þetta ekki bara svona venjulegar perur með bláum lit?
Ég hef keypt svona og þeta er bara brella. Xenon ljós eru háspennuljós sem kosta tugi þúsunda og virka samkvæmt því.
Var ekki Elías í stappi vegna Xenon ljósa frá tryggingunum? Ég held að þau hafi kostað 64.000 kr eða 94.000 kr.
Haukur
25.01.2006 at 23:25 #540336Ég sá svona í dag í Stillingu og síðan í bíl þeirra Stillingarmanna. Þetta mokvirkar!! Ljósin mín (90/100w) voru eins og kertaljós við hliðina á þessu, það er því vissulega mun meira ljós af þessu enda er ballast spennir með þessu. Veit bara ekki hvernig þetta verkar svona heilt yfir.
Kveðja:
Erlingur Harðar
25.01.2006 at 23:30 #540338Sælir
Sá svona ljós auglýst einhversstaðar fyrir stuttu. "Kit" sem samanstendur af perum, spennubreyti, köplum og e.t.v. fleiru kostaði tugi þúsanda eða um 60.000,- ef ég man rétt.
kv
Arnar
25.01.2006 at 23:33 #540340Ef það er spennir þá er þetta kannski eitthvað af viti.
Ég er með fjórar svona H4 perur sem voru merktar "Xenon superlight" og voru í rosafínum öskjum með spegli og allt rosa nice, en fyrir 15.000 kall þá hefði ég búist við meiru. Þetta er aðeins sterkara en glæru halogen perurnar sem ég var með og svo er svona blárri geisli, annað er það nú ekki.
Haukur
25.01.2006 at 23:58 #540342Er það nokkuð sniðugt að vera með svona blá/hvít ljós, týnist þá ekki bara vegurinn þegar það kemur smá skafrenningur.
Ég fékk mér gular perur hjá Wurth og það er að svínvirka í snjókomu síðan er ég bara með 100W aukaháljós sem ég get ómögulega verið án!
26.01.2006 at 00:30 #540344er komin með svona kit h4 er að kosta 40-50 þúsund eftir því hvort þú tekur einn geisla(lága) eða háa geislann með. Það er til líka h7 og h1 kit.
eru á svipuðu verði.
Þetta eru gæðaljós frá Phillips.
Þetta eru háspennuljós en ganga bara á fáum wöttum held um 12Wött miðað við 65Wött venjuleg pera.
get örugglega selt ykkur svona kit uppá Bæjardekk í mósó, er að selja perur frá stillingu.Davíð dekkjakall
26.01.2006 at 01:06 #540346Er með þetta í bílnum hjá mér en ef combo kit þ.e. há og lág ljós í sömu perunni þá er hái geislinn ekki að gera sig. Reyndar ekki kit frá Philips.
En birtan af þessu er engu lík, og vil ég ekki sjá annað eftir nokkurra mánaða reynslu af þessu.
26.01.2006 at 09:01 #540348Flutti inn svona kit fyrst fyrir mig til prufu, virkaði illa, svo tók ég aðra týpu og hún var betri.
Fékk svo á endanum kitt frá einum sem ég kannast við úti og það var flott, nema að ef þau eru bi xenon þá er hái ekkert góður, segir bara ha í samanburði við lágageislann…
Búinn að selja þónokkur sett, 40þús m/ vsk.
47 m bi xenon en mæli með hinu, þarf ekki að klippa neina víra, bara stinga í samband og festa búnaðinnBjarni
26.01.2006 at 15:30 #540350Hafa einhverjir prufað þetta í kastara. Það er hægt að fá perur allt uppí 35W minnir mig í bílana. Ljósmagnið hlýtur að vera gífurlegt þegar maður er kominn með svoleiðis í þokkalega stóra kastara.
26.01.2006 at 15:53 #540352Sælir.
Þegar Benni var að selja þetta fyrir nokkrum árum (með háspennudótinu) var þetta sett í jeppa frá BB. Það endaði með því að botnarnir eyðilögðust. Þeir voru aðeins gerðir fyrir venjulegar perur. Það voru settar venjulegar perur í bílinn eftir það.
Kv Hafsteinn.
26.01.2006 at 16:26 #540354það er til svona sett hjá þeim og kosta þau frá 37 til 47 þúsund sá svona í ecoline og virtist vera svínvirka. hefur einhver prufað svona sett hjá þeim?
26.01.2006 at 17:26 #540356
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er sko alls engin brella ljósmagnið á þessum ljósum sem Stilling er að selja er 6800 K (Kelvin)
26.01.2006 at 17:37 #540358Ef þið eruð að meina HID (high intensity discharge) ljósakit, svona eins og eru í mörgum nýjum bílum original, myndi ég gleyma því í fjallajeppa. Þessi ljós hitna miklu minna en venjuleg Halogen og þar af leiðandi bræða þau snjó mjög illa af sér. Það er pirrandi að vera með svaka fín ljós ef maður þarf að fara út í hríðina reglulega að skafa þau!
26.01.2006 at 18:00 #540360"Þetta er sko alls engin brella ljósmagnið á þessum ljósum sem Stilling er að selja er 6800 K (Kelvin)"
Hér er eitthvað málum blandið, 6800K táknar litinn á ljósinu en ekki styrkinn, sem mældur er í lumen (í eintölu "lux" )
Lifið heilir að öðru leyti!
Þ
26.01.2006 at 18:16 #540362Kelvin er mælieining á hita.
Lux og lumen er EKKI það sama.
Lux er einfaldlega mæling á styrk ljóss, meðan lumen tekur inn dreifingu með.
26.01.2006 at 18:35 #5403641 Kelvin (K) = 1/273,16 hluti af varmafræðilegum þrípunktshita vatns. Þessi skilgreining gekk í gildi árið 1967 – Þrípunktshiti vatns, þar sem ís, vatn og gufa eru í jafnvægi =273,16 K=0,01°C
26.01.2006 at 19:49 #540366Þetta er rétt hjá Þorvaldi. Þessi Kelvintala á perunum vísar til þess hversu hvít eða blá birtan er, eða í raun hversu ,,heit" birtan er. Hefur ekkert með ljósmagn að gera.
26.01.2006 at 21:48 #540368"Kelvin er mælieining á hita.
Lux og lumen er EKKI það sama.
Lux er einfaldlega mæling á styrk ljóss, meðan lumen tekur inn dreifingu með."
Nú veit ég ekki hversu Ulfr er að sér í latínu, en hann hefur að sönnu að nokkru rétt fyrir sér að "lux" og "lumen" séu ekki algjörlega það sama. "Lux" er nefnilega "ljós" á latínu en "lumen" er hins vegar fleirtalan; "mörg ljós". Eitt kerti er auðvitað ekki það sama og mörg kerti en mér finnst skeggið ansi skylt hökunni enda ljósmagn gjarnan mælt í fjölda kertaljósa hvort sem þau standa nærri eða fjarri. Og eins og félagi Lalli segir, og stendur í lýsingarfræðunum sem kennd eru í mínum skóla, þá sýnir Kelvin tala ljóss hversu gult eða hvítt það er og því hvítara sem talan er hærri.
Og lifið heilir Þ
26.01.2006 at 22:05 #540370ég hef alltaf skilið þetta þannig að kelvin talan sé hitastigið á ljósboganum sem myndast í þessum xenon perum, og þá hitastigið á glóðaþræðinum í halogen perum. Og liturinn fer eftir því hverstu mikill hitinn er.
Ég er þó alls engin sérfræðingur í ljósfræðum, en ég gæti ýmindað mér að þetta væri eins og kertalogi, hann er blár neðst þar sem loginn er heitastur og svo hvítur og yfir í gullt ofar þar sem hitinn er minni. En þetta eru bara vangaveltur, hef ekkert fyrir mér í þessu
annars er ýmislegt áhugavert um þetta hérna:
[url=http://auto.howstuffworks.com/question387.htm:3paysvqh]http://auto.howstuffworks.com/question387.htm[/url:3paysvqh]
26.01.2006 at 22:18 #540372Þessi kit sem Stilling er að selja er með 35w perum þeir eru búnir að setja þetta í tvo bíla hjá sér annarsvegar WV Polo og hinnsvegar WV Transporter nýjan. Viðar sölumaður hjá þeim er á þessum Polo og prófaði hann að keyra við hliðina á nýjum Avensis sem er með orginal Xenon ljós og það var eins og hann væri með gömlu perurnar við hliðina á Polonum. Einnig skilst mér að það sé hægt að fá þetta í fleiri litum en bara hvítu og bláu en þori ekki að fullyrða neitt um það.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.