Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Xenon-HID
This topic contains 238 replies, has 1 voice, and was last updated by Almar Árnason 16 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.02.2007 at 18:56 #199743
Strákar/stúlkur
Ég er að taka inn fyrir aðalega mig sjálfan HID eða Xenon kit sem ég ætla að setja í bílinn hjá mér og eru þetta alvöru sett með stafrænum spenni (endast mun betur sem og perur) og ef einhver vill vera með þá er það velkomið, hækt er að fá þetta í alla bíla og er þetta algerlega plug and play þ.e mjög lítið mál að tengja þetta, ekkert að klippa eða mixa víra eða svoleiðis bull. Það sem þið þurfið er bara að hafa samband við mig í síma 896 6001 ef þið viljið vera með. Verðið er ca 17.ooo fyrir komplett sett með öllu þ.m.t flutningur vsk etc…
Þetta er komið hingað heim á innan við viku.
Einnig er ég að fara að taka inn bæði afgasmæla og bust mæla, digital ef menn hafa áhuga að slást í för með mér þar…
Kv.
Benni -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.03.2007 at 10:24 #581306
Hefði áhuga á að nálgast hjá þér sett.
Kveðja Siggi. 899-1773.
22.03.2007 at 12:51 #581308Strákar!
DingDong kalinn er að bjóða okkur HID/Xenon leitarljós með þráðl. fjarst. á ca 35þ hingað komið með öllu, er einhver áhugi fyrir þessu. Þetta verð er náttúrlega bara strípað innkaupsverð eins og á hinni sendignunni og bara fáránlegt, eigum við að slá saman í nokkur ljós, einhver áhugi? Hafið samband við mig í 896 6001 þessi pöntun færi ekki fyrren eftir mánaðarmót.
22.03.2007 at 13:56 #581310Sæll Benni, sá the Xenon hjá Alla hérna í gær í Landcruiser og þetta lítur bara helv. vel út. Áttu nokkuð til sett fyrir mig í háa og láa geislann? Varðandi leitarljósið. Núna er ég með 924 á þakinu. Er þetta byggt inn í það eða ?? Áttu mynd. Og er hægt að fá kannski gula lensu. Ættir að ath. það. Sá svoleiðis hjá einhverjum framleiðanda á netinu þar sem hægt væri að skipta um lensur í ljósinu, víðvinkill, gult fyrir fog og punktgeisli.
Agust
22.03.2007 at 14:11 #581312Sæll
Þetta hljómar spennandi, ertu með einhverjar meiri upplýsingar um þessi ljós. Annað mál á Ding Dong kallinn ekki hand VHF stöðvar á góðum prís?
Kveðja
Einar
22.03.2007 at 14:27 #581314Sæl Benni áttu svona ljós hi/lo í Dodge Ram 2000 ár. Kv Jökull sími 865 0470.
22.03.2007 at 15:47 #581316Ágúst, varðandi 924 þá er spennir við hliðina á ljósinu. Ég prufaði að hafa hann ofan á og á bakinu en það var ekki að gera sig, ljósið þoldi það ekki, þú getur séð þetta í "aksjón" hjá Tryggva eftir helgi, er að breyta einu kvikindi fyrir hann.
Já ég á sennilega H4 handa þér. Ljósið sem þú talar sennilega um er Light Force og er ég með það stóra frá þeim XGT og er það 9" (bara kúpulinn) EN ég er ekki viss um að ég geti breytt því svo vel sé ættla þó að prufa eitt ljós og sjá hvernig það virkar, nenni þó ekki að fara að standa í einhverju skítamixi sem svo verður bara til vandræða, vandamálið við Light Force er að þar eru stungnar perur að öðru leiti er þetta geggjað ljós!Einar. Nei hann er ekki með neinar VHF stöðvar, bara ljós of skildar vörur. Þetta HID leitarljós lítur nákvamlega eins út og ljósin sem Bílanaust eru með á held ég tæpan 35þ kall.
Jökull. Er hann með 2 eða 4 lampa? ef ég man rétt er hann með 9004 og 9007 og ef svo er þá á ég það til ef ég man rétt.
22.03.2007 at 16:50 #581318Sæll hann er með tveimum lömpum eg ætla að fá eitt set ef þú átt það til.kv Jökull.
22.03.2007 at 20:35 #581320Hvernig hafa menn verið að tengja þetta? Á þann einfalda beint inn á plöggin fyrir perurnar eða með relayinu, örygginu og inn á geymi.
22.03.2007 at 23:39 #581322var að tengja þetta í hjá mér í gær og ég fór bara nákvæmlega eftir leiðbeiningunum sem fylgja… bara í gegnum relay í spenna og í perur, svo er eitt pluggið sem að fer í gömlu perurnar sett í þartilgert tengi, það er allaveganna þannig á 9004 settinu, veit ekki hvort að þetta sé eins í öllum settum.
Kristó
23.03.2007 at 14:27 #581324mjög einfalt að setja í bíllinn minn 9004, tengist í eitt ljósaplögg, tvo mínus víra og einn plús. svo tengjast perurnar og spennarnir saman.
verður að hafa kveikt á perunum í 10 mín án þess að gera nokkuð, það kallast "burn in" tími. ef þú gefur þér tíma í að lesa leiðbeiningarnar er þetta ekki vandamál.kv.
Davíð Dekkjakall (með Xennon:)
23.03.2007 at 14:40 #581326Er nokkuð komin settin með 9006 peunum sem við ræddum eða ertu kominn med dagsetningu á þau.
kv Gísli Þór
23.03.2007 at 16:42 #581328Sæll Gísli.
Dagsetning hemmm…..10-15 dagar er að bíða eftir svari frá DingDong varðandi truflun á útvarpi sem hefur orðið vart í 2 gerðum af jeppum að ég best veit, það lýsir sér þannig að styrkur á útvarpi minkar þegar kveikt er á HID. Ef við þurfum að fá einhverja filtera hjá þeim vill ég taka þá í sömu sendingu. Ég var búinn að minnast á þetta vandamál hér á spjallinu áður eða um leið og ég frétti af því og ef einhver vandamál koma upp verður það sett hér inn (ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það feluleikur ef eitthvað vandamál er í kringum hluti) Ég er komnn með nokrar gerðir af þjettum sem ég ætla að prufa núna im helgina og sjá hvort þeir kæfa þetta "vandamál"
23.03.2007 at 18:48 #581330hæ, benni hvað áttu eftir í 9004 hi lo? er með mögulega sölu á öðru setti…..
kv.
Davíð Dekkjakall
23.03.2007 at 19:02 #581332Truflun á útvarpi:
Vandamál:
Þetta var að koma frá DingDongThis is electromagnetism disturb, some car’s radio very delicacy
1. change the ballast direction, can try it
2. use the metal bag cover the ballastOk, semsagt útgeislun frá spenni sem hefur áhrif á útvarpsbylgjur og þá er spurning hvernig við lögum það hugs…….
24.03.2007 at 19:30 #581334Ég er svosem enginn rafeindavirki, en það mætti nú reyna að finna út tíðnina á truflununum og útbúa síu á spennirinn eða útvarpið. Líklegast er þetta spenna sem er að hanga á rafkerfi bílsins frekar en útvarpsbylgjur. (Þó það geti vel verið samt)
Svo er líka hugmynd að skella bara síu á útvarpið sem klippir allt fyrir ofan DC (0Hz).
kkv, Úlfr rafmagnsviti.
24.03.2007 at 20:13 #581336Raftæki eins og þessi HID ljós hafa öll innbyggðan spennubreyti sem getur hæglega geislað út truflunum sem koma inn á útvarps- og fjarskiptatæki.
Fyrsta greining á vandanum gæti verið að kanna hvort þessar truflanir heyrist alltaf þegar kveikt er á útvarpinu, óháð styrk og bylgjulengd, jafnvel líka ef stillt er á CD spilarann. Ef svo er þá er 99% öruggt að truflanirnar eru að berast eftir 12 Volta leiðslunum og þá leiðina inn í útvarpstækið. Þá er helsta lausnin sú að setja síu (þétta) á leiðsluna sem matar 12 Volta straum í ljóseininguna – eða við 12 V inntakið í útvarpið – eða báða staðina. Ef truflunin er hins vegar háð bylgjulengdinni sem viðtækið er stillt á og hækkar og lækkar með styrkstillingu þá er næsta víst að truflunin berst inn á tækið með loftnetinu eftir að hafa geislað út frá straumbreytiseiningunni.
Það getur verið talsverður eltingaleikur að losna við svoleiðis truflun. Helst er að reyna skermun eða að breyta afstöðu á vírum og spenni (eins og framleiðandinn hefur stungið upp á), betri eða breyttar jarðtengingar og síun á 12 Volta kerfinu.
Ef langir vírar liggja milli spenniseiningarinnar og perunnar sjálfrar þá geta þeir virkað sem sendiloftnet o.s.frv.Ef ekki finnst auðveldlega lausn á vandanum þá gæti verið ráð að leita til útvarpsvirkja sem hafa reynslu í bíltækjaísetningum. Þetta er þeirra sérgrein.
Kv.
Ágúst
25.03.2007 at 00:20 #581338Búinn að setja þétti á fæðilínu (+ að spenni) breytti engu. Truflar ekki CD þannig að ég tel líklegt að þetta sé "airborn" eins og hann leikari sagði.
Nú er ég búinn að hafa samband við fjölmarga sem eru búnir að tengja hjá sér og vandamálið enn sem komið er í LC80 og MMC pæju hjá öðrum er þetta ekkert vandamál virðist vera.
Spurning um að pakka boxinu inn í þunt blí en það á að vera hækt að fá það í þunnum einingum sem hækt er að móta, spurning hvar það fæst og einnig spurning um hvað annað kemur til greina er varðar pökkun á boxinu.
25.03.2007 at 00:48 #581340Ég póstaði hér um daginn og sagði frá einum biluðum spenni sem okkur barst til baka, nú í kvöld prufaði ég kvikindið og viti menn hann er í fínu lagi.
Vandamálið lá í lélegri raflögn í bílnum og er lýsing á þessu þannig að peran blikkar bara.
11.10.2007 at 14:20 #581342Jæja þá er komið að því að flytja inn meira af hid ljósum. Gríðalega góð reinsla er kominn af því sem við tókum síðasta vetur fyrir utan að það komu smá truflanir í útvarp á LC80 Tacoma og mmc pæju, þau vandamál hafa verið leist að fullu.
Settin sem við tökum núna inn eru með 100& stafrænum spenni og eru algerlega truflanafrí (búinn að prufa það) og ending á þeim er allt að helmingi lengri, hafi einhverjir áhuga á að fara í nýju spennana þá passa þeir beint á "gamla" settið og ekkert mál að fá þá staka. þeir sem vilja nota þetta tækifæri og spara sér pening og vera með hafi samband. Pöntun fer frá mér næsta miðvikudag.Benni
S:896 6001
11.10.2007 at 16:48 #581344Sælir, Það eru truflanir í útvarpinu hjá mér eftir að ég fékk þessi ljós, Er á Grand 95,
Benedikt gætirðu sent mér Mail á
tbergland @simnet.is
og útskýrt fyrir mér hvað ég á að gera.
Ekki reyna að hringja þar sem ég er staddur útí Rússlandi og verð þar fram að jólum.Kveðja Trausti Bergland
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.