Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › XENON HID
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 15 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.10.2009 at 20:28 #207679
Hvaða reynslu hafa menn af því að setja XENON HID ljósakerfi í jeppa? Er þetta eitthvað sem bætir lýsinguna? Og hvaða peru gerð kemur best út þegar mest þarf á því að halda, white-out, þoka, blautt malbik?
Ég nota tveggja geisla gula IPF sem eru frábærir þangað til ég mæti einhverjum og þarf að slökkva, var að velta því fyrir mér hvort 14000K XENON væri málið, annað litaróf sem ætti að stytta tímann fyrir augun að aðlagast. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.10.2009 at 21:13 #663590
Ég er nú svo déskoti illa að mér, að ég þekki ekkert inn á mismunandi gerðir af Xenon ljósum. Við erum með bíl hér á heimilinu af árgerð 2008, sem kom með xenon í lágu ljósunum, og okkur finnst þessi ljós gefa afar góða birtu, ekki síst í dimmviðri. En hvaða typa þetta er af Xenon hef ég enga hugmynd um 😮
Nú er verið að auglýsa Philips Quartz Halogen perur. Hafa einhverjir þekkingu og skoðun á þeim perum?PS: Hef notað og þekki þessi tveggja geisla aukaljós, sem B.Rich. er að tala um. En maður má víst ekki nota þau úti á vegum, nema maður sé á flutningabíl!!
24.10.2009 at 22:09 #663592ég hef verið með svona xenon kit í bíll og líkaði vel, ég var með 10.000k mér fannst það of blát en á sama tíma var faðir minn með 8oook og það kom mikið betur út , ég stefni á að fá mér það næst í bíllin minn
24.10.2009 at 22:14 #663594Sæll Björgvin.
Ég keypti HID frá honum Benna:
https://old.f4x4.is/index.php?option=com … =XENON+HIDÞetta virkar vel – sérstaklega í myrkri 😉 Mig minnir að ég sé méð 6500 K. Það er nokkuð hvítt ljós.
Þar sem menn setja einna helst út á HID eru háuljósin – þau lýsa jú lengra en láguljósin en eru ekki bjartari eins og halogen perurnar.Kv Hafsteinn.
25.10.2009 at 00:40 #6635963000K eru gul ljós, 6500K eru þessi venjulegu hvít-bláu sem eru orginal í flestum bílum, 8000K eru blá, 10.000K eru dökkblá, 14.000K eru fjólublá.
Ég myndi mæla með 3000K í þokuljós og 6500K í aðalljós.
Sjálfur er ég með 100/90W gular halogen í Cruisernum og með IPF fiskiaugu, sem eru náttúrulega gul líka. Ég ætla í 3000K HID í aðalljósin þegar ég finn mér ljós af 2000+ bíl, ljós með skornum sgegli virðast ekki blinda jafnmikið og ljós með skornu gleri.
Ég prufaði hvít og blá ljós í langan tíma en ég endaði í gulu, mér finnst þau virka við fleiri aðstæður og þau blinda fólk ekki jafn mikið og blá ljós.
25.10.2009 at 12:34 #663598Ég var áður með 100w halogen í háa geislanum og varð fyrir pínu vonbrigðum hvað xenonið var svipað, það var búið að lýsa því fyrir mér hvað það væri mikið betra og allt frábært við það. En ég varð fyrir vonbrigðum með þetta xenon dót yfir höfuð, fljótlega dó annar spennirinn hjá mér, Benni brást vel við og sendi mér annan spenni fljótlega en svo dó önnur peran og þá átti hann ekki aðra handa mér, svo dó hin og nú er ég bara kominn með gamlar og góðar perur. Ég hefði kannski mátt gera meira í því að reyna að redda mér öðrum perum, en þetta átti bara að endast líftíma þessa bíls og jafnvel næsta líka.
Kv, Elli sem er þreyttur á xenon veseni
25.10.2009 at 14:23 #663600[quote="HÞS":1kb89efu]3000K eru gul ljós, 6500K eru þessi venjulegu hvít-bláu sem eru orginal í flestum bílum, 8000K eru blá, 10.000K eru dökkblá, 14.000K eru fjólublá.
[/quote:1kb89efu]
Smá leiðrétting, 4300K er það sem er orginal í þessum bílum, 6000-6500K er blárra.Ég er með 4300K í jeppanum hjá mér og lýsa þau mjög vel. (það er hvítt)
Ég varð frekar fyrir vonbrigðum með 100W kastarana með háu ljósunum, því xenonið lýsir svo vel að kastararanir gera ekki mikið gagn.Ég er búinn að setja xenon í 4 bíla og hef ekki lent í neinu veseni með þau.
25.10.2009 at 21:08 #663602Svo má benda framtíðar Xenon notendum á það að það eru til perur sem eru gerðar fyrir venjuleg Halogen aðalljós, þær eru merktar með stafnum R og heita þá D1R eða D2R og svo framvegis. Þær eru húðaðar á sérstökum stöðum til að mynda skurð á geislanum og minka þetta óþolandi stjórnlausa ljósmagn sem blindar alla sem mæta þér.
25.10.2009 at 21:34 #663604Svo má líka benda mönnum á að xenon perurnar eru lengri en halogen og ljósið í perunni er utar í ljóskerinu en með halogen. Það breytir brennipunkti ljóssins og þar af leiðandi sjá menn oftar en ekki lítinn mun á ljósmagninu því þótt það sé 3svar sinnum meira úr 35w xenon peru en 55w halogen þá nær ljóskerið ekki að senda það á rétta staði og menn fá mjög ófókusaðann geisla sem oft blindar ökumenn sem koma úr gagnstæðri átt. Geislinn dreifist í allar átti í staðinn fyrir að lýsa niður á veginn.
Í kösturum eins og LightForce er hægt að laga þetta því þeir eru með breytilegum brennipunkti en það er ekki hægt í venjulegum aðalljóskerum bíla. Þessvegna mætir maður svona óþolandi mörgum bílum í dag með óþolandi björtum aðalljósum. Ég tek fram að nú er ég bara að tala um bíla með venjuleg ljósker en ekki projector/linsu ljós.
Fyrir utan að maður skilur ekki af hverju menn fá sér ljós með geisla fyrir ofan 6000K því eftir því sem ljósið er blárra, því minna nýtilegt ljós er. 8000K og yfir er bara fyrir "lúkkið" en ekki fyrir betri lýsingu.Kv,
Valdi
25.10.2009 at 21:48 #663606Held að þetta sé ekki rétt hjá þér Stebbi, getur ekki betur séð en að þessar perur sem þú ert að tala um séu perur sem passa í orginal Xenon, jú það sem kemur með bílnum frá framleiðanda. Þetta eru ekki perur sem passa í aftermarket Xenon líkt og við erum að setja í.
Því blárri geisli, því þreyttari verður maður í augunum, því blárri geisli því minni birta. Að vera með 3000K eða 4300K gefur besta ljósmagnið og besta birtan fyrir augun. Allt þar fyrir ofan fer að hafa áhrif sem þreyta í augum.
Hef ekki orði var við það að fá lítið minna ljósmagn úr Xenon peru heldur en halogen peru, og ófáir bílar sem ég hef setið í með Xenon. Þvert á móti, mun meira ljósamagn og hef ég ekki notað háa geislann eftir að ég fór að vera með Xenon, nema þar sem lági og hái geisli eru aðskildir, þar gilda önnur lögmál. Annars hef ég notað kastarana með, og þá er maður líka kominn með flóðlýsingu. Að bera saman 100w halogen peru og xenon í háa geisla er ekki marktækt, þú notar ekki háu ljósin í umferð, fyrir utan það að þú ert ekki alltaf að nota háuljósin og ennþá síður í blindbyl eða á fjöllum á lítilli ferð, það er ávísun á ónýtt ljósker og fleirra og engin ljós.
En það eru gallar á öllu þó þetta hafi marga kosti, stofnkostnaður er dýr, perurnar endast álíka og halogen eða ívið meira en kosta formúgu, spennarnir geta bilað, í sumum ljósum speglast ljósið þannig að það blindar ökumenn á móti, það er sérstaklega mikil hætta á þessu í jeppum þar sem ljósið er enn ofar en það ætti að vera. Og þú hoppar ekkert útá næstu bensínstöð til að fá perur.
Kv, Kristján
25.10.2009 at 22:23 #663608[quote:2gy1htzw]Held að þetta sé ekki rétt hjá þér Stebbi, getur ekki betur séð en að þessar perur sem þú ert að tala um séu perur sem passa í orginal Xenon, jú það sem kemur með bílnum frá framleiðanda. Þetta eru ekki perur sem passa í aftermarket Xenon líkt og við erum að setja í.
[/quote:2gy1htzw]Ég var að reyna að benda á það að það eru til Xenon perur fyrir venjuleg aðaljós með venjulegum speglum sem eru gerð fyrir halogen perur. Þessar perur eru að öllu jöfnu merktar með bókstafnum R. Þær eru bæði blindaðar á ákveðnum stöðum og með sérstakri húð til að stoppa útfjólubláa geisla sem steikja plast.
Svo má velvera að þær heiti eitthvað allt annað en D1 eða D3, kanski H7 eða H4 enda fer það væntanlega eftir ljóskerinu sem peran á að fara í. Svo hefur mér sýnst á þessum síðum sem selja "greatest lægt per in China" að þeir séu eitthvað lítið að velta sér uppúr stöðlum og merkingum.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.