This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 13 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Ég þurfti nýlega að kaupa nokkra bremsuhluti og vegna góðrar reynslu af viðskiptum við Stillingu hringdi ég þangað og spurði um verðin. Flestir þeirra voru til, en mér fannst verðlagningin verulega undarleg og farin að minna á tískuverslanir:
Bremsudiskur kostaði 6.995 kr stykkið
Bremsuklossar að aftan 5.995 kr settið
Bremsuklossar að framan 5.995 kr. settið
Handbremsuskór 8.995 kr parið
Gormasett í handbremsu kostaði 2.743 kr. en var aðeins til á Selfossi. Ég væri ekki hissa á því ef það hefði farið í X.995 krónur eftir flutning til Reykjavíkur.Ég get skilið að verslanir sem selja tískuvörur og annan óþarfa séu að spila svona á verðskyn kaupandanna, en að farið sé að beita sömu trikkum við sölu á bílavarahlutum er alveg nýtt fyrir mér.
Ágúst
You must be logged in to reply to this topic.