This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Sælir
Í dag þegar ég var að keyra heim úr vinnunni varð ég skyndilega var við minnkandi kraft í bílnum og lá við köfnun í hægagangi. Ég hélt bara að þetta væri veðrið en þegar ég kom heim og leit undir bílinn þá virtist vera einhvers konar olíusmit á bakborðshluta vélarinnar, neðarlega rétt fyrir ofan pönnu og aftarlega rétt fyrir framan kúplingshúsið. Ég gat ekki séð hvað þetta var í fljótu bragði og Haynes viðgerðarbókin stóð á gati. Það voru engar viðvarani í mælaborði og olíuþrýstingur er í lagi. Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hefði innsæi í það hvað þarna væri á ferðinni? Getur verið að vélin láti svona ef hún smitar út olíu eða er hugsanlega eitthvað stærra og meira að?
Til þess að það sé á hreinu þá er þetta 2.5L 4Cyl Jeep Wrangler ’97 keyrður 80þús km síðast smurður í sumar og aldrei neitt vesen.
kveðja
Sveinn
You must be logged in to reply to this topic.