Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Wrangler breyting, hvernig lýst mönnum á ?
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórarinn Þórðarson 15 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.02.2008 at 17:33 #201808
Jæja, er að breyta Wrangler fyrir 44″.
Hvernig lýst svo mönnum á ?Myndir inn á
http://www.jeepiceland.com/viewtopic.php?t=7 http://www.jeepiceland.com/viewtopic.php?t=7 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.02.2008 at 17:40 #613120
Afhverju virkar ekki hel…. linkurinn ?????
Þetta er allavegana rétt slóð, hægt að copy-a bara
05.02.2008 at 17:42 #613122þarfnast þetta ekki innskráningar ?
….. en öðru leiti líst mér vel á þetta !
05.02.2008 at 18:02 #613124þessi verður bara flottur, það verður gaman að sjá hann fullklárann.
kv:Kalli langarlíka
05.02.2008 at 18:45 #613126Það þýðir ekkert að vísa manni á eitthvað sem enginn má sjá. Vistaðu bara myndirnar á f4x4 þar sem allir geta notið.
Flottur jeep en bendi á að nú má ekki vera með 3 kastara á bílnum. Þeir verða að vera í pörum eða 2 eða 4
06.02.2008 at 01:15 #613128Jæja, var búin að gleyma að þetta væri læst síða…
En hérna koma myndirnar og smá texti :Brendum allt gamla dótið undan og allt smíðað upp á nýtt.
Turnarnir voru síkkaðir slatta til að hafa stífurnar sem beinastar, minka högin á bílinn þegar maður keyrir í holur, hóla eða sprungur.
Stífurnar voru minkaðar úr 70 cm í 50 cm og efri stífurnar settar innar á hásinguna.
Ingó (Gutti) sá um alla smíði……. og hann veit sko hvað hann er að gera.Verðið bara að afsaka myndirnar, þær eru teknar á síma
Hérna eru fremri turnarnir og stífur
[img:7iquu32v]http://i30.photobucket.com/albums/c336/hrannarm/16122007.jpg[/img:7iquu32v]Og hérna koma svo aftur turnarnir og stífur.
[img:7iquu32v]http://i30.photobucket.com/albums/c336/hrannarm/16122007003.jpg[/img:7iquu32v]Hérna eru svo dempararnir sem ég ætla að nota að aftan með loftpúðunum, og svo verð ég með svona "bump stop" að framan og aftan.
[img:7iquu32v]http://i30.photobucket.com/albums/c336/hrannarm/16122007007.jpg[/img:7iquu32v]Við færðum framhásinguna um 2 cm framar en hún var, afturhásinguna aftar um 3 cm ( var búið að færa hana slatta áður) og hækuðum hann um 3 cm. Svo er bara að mæla hversu langt er orðið á milli hjóla.
Það var búið að færa hásinguna eins aftarlega og hægt var þannig að núna þurfti að gera eitthvað í tankamálum…… hummm….. hey sniðugt, tankurinn er úr plasti……. úr með hann, tökum úr hlífinni, hitum tankinn og mótum hann svo að hann sleppi við hásinguna….. og viti með það gekk bara svona rosa vel…
[img:7iquu32v]http://i30.photobucket.com/albums/c336/hrannarm/16122007012.jpg[/img:7iquu32v]Hérna koma svo nokkrar myndir þegar það var búið að festa hann í sinni raunverulegri hæð…. þá 44" hent undir til að sjá hvernig þetta kæmi út.
Kom bara hel… vel út, getur beygt í botn ( rekst ekkert í).
Ætla samt að færa framstuðarann aðeins framar.
Þarf að vinna smá í kanntamálum, lengja og breikka smá.Þarna eru dekkin á 14,5" breiðum felgum en eiga eftir að fara á 16" breiðar… og svo á eftir að dunda í stigbrettum, brúsafestingum, kassa á hlerann, boga á toppinn og eitthvað fleira…..
[img:7iquu32v]http://i30.photobucket.com/albums/c336/hrannarm/15122007.jpg[/img:7iquu32v]
[img:7iquu32v]http://i30.photobucket.com/albums/c336/hrannarm/15122007004.jpg[/img:7iquu32v]
[img:7iquu32v]http://i30.photobucket.com/albums/c336/hrannarm/15122007003.jpg[/img:7iquu32v]
[img:7iquu32v]http://i30.photobucket.com/albums/c336/hrannarm/15122007002.jpg[/img:7iquu32v]
[img:7iquu32v]http://i30.photobucket.com/albums/c336/hrannarm/15122007001.jpg[/img:7iquu32v]
Jæja, vonandi líst ykkur á þetta. Hann er á hásingum undan Rubcon, dana 44, læstur að framan og aftan.
Hann er á 5:13 hlutföllum….. svo þarf ég að finna einhver 44" dekk svo ég geti farið að vinna í köntum.
Ef einhver á slitin 44" sem hann vill losna við skal ég sækja þau……. vantar bara til að stilla undir á meðan kantavinnan fer fram.
06.02.2008 at 07:21 #613130Hvaða mótor verður í honum?
06.02.2008 at 09:56 #613132Ég hef smá áhyggjur af turninum þínum.. hvað stendur hann langt niður úr grindinni… 40 – 50 cm…
Nær væri að færa neðri stífu festingarnar framan á hásinguna og hækka efri stífufestingarnar. Þarmeð nærðu 10 cm af þessum turn…
En samt alltaf gaman af svona framtaki,
ég hefði nú reyndar valið 42" irokinn fram yfir cepekinn… en það er nú aðallega útaf því að ég þoli ekki munstur sem fyllist og maður getur ekkert nýtt kraftinn til að þeyta sér áfram. Með flotið… þá er þetta það léttur bíll að irokinn er feiki nógu stór. Síðan eru þau mjórri og því þarf minni vængi á bílinn.
kv
Gunnar.
06.02.2008 at 10:14 #613134Þetta verður töff.
Þeir í Samtak í hafnafirði tóku mót af könntunum sem ég notaði með 44 á wrangler. Getur reynt að grafa það upp hjá þeim ef sú stærð myndi henta þér. Voru 30cm breiðir og vel langir. Kiddi Magnússon var nú búinn að spyrja þá Samtaksmenn eftir þessu og þeir könnuðust ekki við neitt. Greinilega ekki holt að vinna mikið í plastinu…
Þetta eru kanntarnir:
[img:2vg7z9b6]http://www.gerpi.net/myndir/d/4550-2/Copy+of+DSC06298.JPG[/img:2vg7z9b6]
06.02.2008 at 11:16 #613136Það veður gaman að sjá kvernig hann virkar á fjöllum
með góða vél 6 eða 8 vkv,,, MHN
06.02.2008 at 13:42 #613138Sæll Gunnar, varðandi 42" IROK þá er félagi minn með Willys á 42" IROK, hann þarf að hleypa niðurfyrir 2 pund svo hann fari að belgja þau.
Hann keyrir hérna innanbæjar í 5 pundum.En þetta með turnana þá hef ég fína trú á þeim, þetta eru vanir menn sem smíðuðu þetta undir hann (Guttarnir í Mosó).
En svo er alltaf hægt að breyta þessu ef þetta reynist illa.Ég ætla að byrja með 6cyl, 4.0 high output.
En stefni á að fara í V8, kannski fyrir næsta vetur.Er með ný 38" MTZ sem ég verð á í vetur og fer kannski einhverjar ferðir á 44", það var bara ákveðið að koma 44" undir hann fyrst við fórum í hásingarskipti.
06.02.2008 at 18:21 #613140Þetta lítur afspyrnu vel út. Núna verður spennandi að sjá í framhaldi af þessu hvernig bíllinn verður hjá Óskari Erlings þegar hann rúllar honum út.
12.02.2008 at 19:13 #613142Jæja, hlutföllin komin í…… nú er bara að bíða eftir efri kúplingdælunni og nýja vatnskassanum.
Er en að leita af slitnum 44" DC til að henda undir hjá mér svo ég geti farið að vinna í köntum.
Gefins eða fyrir lítið, kaupi ný dekk fyrir næsta vetur þannig að mig vantar bara eitthvað ódýrt.
Verð á lánsdekkjum það sem er eftir að þessum vetri, en fæ þau ekki fyrr en eftir mánuð, vill vera búin með kantana þá.Kv,
Ágúst
896 6615
asbergam@simnet.is
12.03.2008 at 10:30 #613144Jæja hérna koma nokkrar myndir, er að bíða eftir að felgurnar verði breikkaðar svo að ég geti sett 44" undir.
Búin að kaupa dekk, þannig að nú er bara að bíða.Ekki mikil breyting síðan síðast, fleir kastarar……. setti fjóra að framan því það var sett út á það að ég væri með þrjá síðast í skoðun.
Líka búinn að setja vinnuljós á toppinn.[img:3n4rcuqy]http://i30.photobucket.com/albums/c336/hrannarm/IMG_1557.jpg[/img:3n4rcuqy]
[img:3n4rcuqy]http://i30.photobucket.com/albums/c336/hrannarm/IMG_1558.jpg[/img:3n4rcuqy]
[img:3n4rcuqy]http://i30.photobucket.com/albums/c336/hrannarm/IMG_1559.jpg[/img:3n4rcuqy]
[img:3n4rcuqy]http://i30.photobucket.com/albums/c336/hrannarm/IMG_1566.jpg[/img:3n4rcuqy]
[img:3n4rcuqy]http://i30.photobucket.com/albums/c336/hrannarm/IMG_1556.jpg[/img:3n4rcuqy]
Vonandi fæ ég felgurnar í þessari viku, þá hendi ég inn nýjum myndum…
Kv,
Ágúst.
11.01.2009 at 12:04 #613146ef svo er er hægt ad fa ad skoða er i vandræðum med hvad eg a ad gera
11.01.2009 at 15:55 #613148Nei, ég færði hana ekki framar.
Þetta slapp allt…..Hérna er ein mynd frá sýningu 4×4
[img:33cu7ofp]http://photos-c.ll.facebook.com/photos-ll-snc1/v1847/50/93/587113900/n587113900_1140754_5003.jpg[/img:33cu7ofp]
Og hérna er mynd af honum í sínu rétt umhverfi
[img:33cu7ofp]http://photos-d.ll.facebook.com/photos-ll-snc1/v1307/50/93/587113900/n587113900_1134547_6696.jpg[/img:33cu7ofp]
Kv,
Ágúst.
11.01.2009 at 17:05 #613150Það hoppar í manni hjartað við að sjá þetta. Til hamingju með þetta allt saman!
11.01.2009 at 17:25 #613152Helvíti flottur trukkur,er hann ekki að svínvirka á fjöllum, hvað er svona tæki þungt???
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.