This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Eiður Ragnarsson 21 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Heil og sæl öllsömul!
Ég er svo að heita nýliði í jeppaheiminum, en var að fá mér hækkaðan (2″) 91′ Wrangler YJ á 33″ dekkjum. Það eru góðir kantar á honum, og hann virðist hafa verið hækkaður vel á sínum tíma, þótt ég viti ekki hversu mikið. Í honum er 4 lítra HO vél, og hann er beinskiptur.
Ég hef verið að keyra aðeins um á honum, og langar hef komist að eftirfarandi niðurstöðu:
Ég er í grundvallaratriðum mjög ánægður með bílinn, og hann hentar mér vel. Aftur á móti er ég tækjaóður, eins og örugglega margir hér inni, og langar svolítið til að betrumbæta enn og breyta þegar efni leyfa, og langar að fá álit þeirra sem vel til þekkja á eftirfarandi hlutum:
Gefum okkur forsendur fyrst. Ég er ekki að fara að byggja jöklabíl, og vil geta notað hann innanbæjar án óþæginda. Því held ég að ég láti mér nægja 33″ dekkjastærð, og miða breytingar við það. Hann þarf að geta komist vel um (nota hann aðallega fyrir ljósmynda og kvikmyndatökur), en ekkert extreme. Langar samt að geta gert bíl sem fer flestallt fyrir frekar lítinn pening.
Vandamál
Bíllinn höndlar eins og korktappi um leið og hann er hastur utanvegar. Þetta er svolítið karaktereinkenni þessara bíla, sér í lagi þegar þeir hafa verið hækkaðir. Synchroin fyrir 2 og 4 gír eru leiðinleg, og hann er tregur í þessa gíra. Það þarf ég einfaldlega að láta skoða.Það sem mig langar að gera:
Fjöðrun
Setja hann á gorma allan hringinn. Það ætti að gera kann mýkri og þægilegri í keyrslu, ásamt því að veita áfram góða fjöðrun. Comment?Læsa bílnum
ARB loftlæsingar að framan og Detroit lockers að aftan? Hvað segja menn um það?Bremsur
Setja diska úr Grand Cherokee að aftan, og vera þannig á diskum allan hringinn.Nú bið ég um góð ráð, hverju eru menn að mæla með sem getur verið ódýrt en vel gert fyrir menn sem eru ekki miklir bifvélavirkjar sjálfir…?
Og annað að lokum, er hægt að láta svona léttan bíl (um 1480 kg) fljóta á snjó á 33″ 12.5 á 15″ felgum?
Öll heilræði og athugasemdir eru óhugnalega vel þegnar.
Kær kveðja,
Pedro
You must be logged in to reply to this topic.