FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Wrangler 91′ – framkvæmdir framundan

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Wrangler 91′ – framkvæmdir framundan

This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Eiður Ragnarsson Eiður Ragnarsson 21 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 23.10.2003 at 20:30 #193057
    Profile photo of
    Anonymous

    Heil og sæl öllsömul!

    Ég er svo að heita nýliði í jeppaheiminum, en var að fá mér hækkaðan (2″) 91′ Wrangler YJ á 33″ dekkjum. Það eru góðir kantar á honum, og hann virðist hafa verið hækkaður vel á sínum tíma, þótt ég viti ekki hversu mikið. Í honum er 4 lítra HO vél, og hann er beinskiptur.

    Ég hef verið að keyra aðeins um á honum, og langar hef komist að eftirfarandi niðurstöðu:

    Ég er í grundvallaratriðum mjög ánægður með bílinn, og hann hentar mér vel. Aftur á móti er ég tækjaóður, eins og örugglega margir hér inni, og langar svolítið til að betrumbæta enn og breyta þegar efni leyfa, og langar að fá álit þeirra sem vel til þekkja á eftirfarandi hlutum:

    Gefum okkur forsendur fyrst. Ég er ekki að fara að byggja jöklabíl, og vil geta notað hann innanbæjar án óþæginda. Því held ég að ég láti mér nægja 33″ dekkjastærð, og miða breytingar við það. Hann þarf að geta komist vel um (nota hann aðallega fyrir ljósmynda og kvikmyndatökur), en ekkert extreme. Langar samt að geta gert bíl sem fer flestallt fyrir frekar lítinn pening.

    Vandamál
    Bíllinn höndlar eins og korktappi um leið og hann er hastur utanvegar. Þetta er svolítið karaktereinkenni þessara bíla, sér í lagi þegar þeir hafa verið hækkaðir. Synchroin fyrir 2 og 4 gír eru leiðinleg, og hann er tregur í þessa gíra. Það þarf ég einfaldlega að láta skoða.

    Það sem mig langar að gera:

    Fjöðrun
    Setja hann á gorma allan hringinn. Það ætti að gera kann mýkri og þægilegri í keyrslu, ásamt því að veita áfram góða fjöðrun. Comment?

    Læsa bílnum
    ARB loftlæsingar að framan og Detroit lockers að aftan? Hvað segja menn um það?

    Bremsur
    Setja diska úr Grand Cherokee að aftan, og vera þannig á diskum allan hringinn.

    Nú bið ég um góð ráð, hverju eru menn að mæla með sem getur verið ódýrt en vel gert fyrir menn sem eru ekki miklir bifvélavirkjar sjálfir…?

    Og annað að lokum, er hægt að láta svona léttan bíl (um 1480 kg) fljóta á snjó á 33″ 12.5 á 15″ felgum?

    Öll heilræði og athugasemdir eru óhugnalega vel þegnar.

    Kær kveðja,

    Pedro

  • Creator
    Topic
Viewing 19 replies - 1 through 19 (of 19 total)
  • Author
    Replies
  • 23.10.2003 at 20:40 #478956
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Sæll.
    Er sjálfur byrjandi í bílskúrsfræðum en átti í nokkur ár cherokee á 33". Get því svarað því til að hann fer lygilega mikið á þeim með úrhleypingum.

    Ég var með sjálfskiptan bíl með svona læsinga-millikassa (minnir að það heiti quadra-track eða eitthvað svoleiðis). Hann sat eftir í sumum tilfellum en í öðrum stakk ég 38" risana af. Þetta fer svo mikið eftir færi bara hvort það er nóg að vera léttur eða ekki.

    …Ég endaði nú samt á 38" bíl… ef það segir þér eitthvað :-)

    Kv.
    Einar





    23.10.2003 at 22:25 #478958
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Skrítið að þeir sem eru að stinga "38" risana af á "33 hjólum" skuli sjálfir enda á "38…

    Áyktun: Menn vitkast; Hætta Ameríkubullinu og fara á stærri hjól… þeir virðast bara ekki taka eftir því sjálfir þótt við hin sjáum það…

    :)

    BÞV





    23.10.2003 at 22:36 #478960
    Profile photo of Davíð Karl Davíðsson
    Davíð Karl Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1788

    Sælir…..

    ‘eg er búinn að eiga 2 33" bíla og 3 38" á undanförnum 2 árum fyrst átti ég gamla terrano á 33" sem var svona lala í snjó svo fékk ég mér stuttann Vitara á 33" sem fer lyginlega mikið og eins og þið segið stakk suma 38" af og allt í góðu með það en svo fór ég útí 38" og ég get vitnað í það að maður endar alltaf á meira breyttum bílum.eftir fyrsta 38" bílinn hafði ég ferðast meira á jökla og hálendi heldur en nokkurntímann á 33" bíl og mín ráð væru að taka þennann wrangler og setja 38" undir hann með tilheyrandi læsingum ljósashowi og fjöðrun og fara á fjöll óhræddur en sumir eru auðvitað með minni dellu en aðrir en þetta er það sem ég mundi gera:D

    með von um að cherokeeinn minn fari fljótlega á fjöll

    fjallakveðja Davíð R-2856





    24.10.2003 at 00:29 #478962
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Ég veit svo sem ekki hvort það var eitthvað sérlegt gáfnastökk að fara á 38 tommur, en það er nú ekki alltaf skynsemin sem ræður því hvað maður gerir í bílamálum.

    Þeir sem hafa átt léttan bíl vita hinsvegar að stundum er það nóg til að komast lengra en aðrir…

    …og þeir sem nenna að lesa sjá hvað maður skrifar.

    kv.
    Einar





    24.10.2003 at 00:31 #478964
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    … án þess að ég meini neitt illt :-)





    24.10.2003 at 08:52 #478966
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það er hægt að ferðast helling á 33" dekkjum undir Wrangler. En ég held að það sé mjög hæpið að setja slík dekk á felgur sem eru breiðari en 12".

    Ég treysti mér líka til að fullyrða að bíll í þessum þyngdarflokki fer í flestum tilfellum meira á 35" dekkjum (með 10" felgum) en TLC 80 eða nýjasta gerð af Patrol á 38" dekkjum. Hvort það er [b:2ipp2bsq]nóg[/b:2ipp2bsq] er svo önnur saga.

    -Einar





    24.10.2003 at 09:02 #478968
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Vandamálið við léttan bíl á "litlum" dekkjum er að hann virkar ekki nema honum sé haldið léttum… ergo, ekkert dót og bílstjórinn í megrun!!

    Þú verður að vera mjög meðvitaður um hvað það dót og aukahlutir (tæki, fólk) sem þú setur í og á bílinn eru þungir og velja og hafna, jafnvel skilja uppáhalds dótið þitt og fjölskylduna eftir heima!! (Þetta gildir reyndar alltaf, en þessa stóru og "þungu" munar minna um þetta)

    T.d. löng helgarferð þar sem þú þarft að vera sjálfbjarga: 200 lítrar af bensíni ( >200kg), drullutjakkur, teigjuspotti, kolsýrukútur (100kg), varahlutir og verkfæri (50-100kg), nesti, fatnaður og viðleguútbúnaður (50-100kg), farþegi með öllu (100-150kg pr. stk.), jafnvel eitthvað fleira. Settu þetta allt í létta bílinn og keyrðu upp á vigtina… léttur???

    Sértu á ferð með góðum félögum á "stórum" bílum á "stórum" dekkjum, er hægt að komast af með minna t.d.:

    Jói og Palli eru alltaf með drullutjakk og spotta, og báðir með loftdælur og kút, sleppi þessu. Trogið hjá Jóa er hvort eð er akandi verkfærataska, sleppi verkfærunum, það er svo mikið pláss í DC hjá Palla, fæ að setja allt nema nestisboxið þar… og svo framvegis.
    Ef maður leysir málið svona er ekkert mál að leika sér á léttum bíl, stinga þessa stóru af og gera grín að þessu bruðli með stór dekk!!

    En þetta með þyngdina á "nauðsynlegu" dóti og þeim sem taka á með held ég að sé aðal ástæðan fyrir því að menn gefast upp á léttum bílum á "litlum" dekkjum til ferðalaga.
    Þeir eru aftur á móti stórskemmtilegir sem leiktæki í sköflunum í kring (af það kemur einhvertíman sjór).

    Kv.
    Siggi_F

    P.S.
    Léttir bílar eða lítil dekk er reyndar svo afstætt, 38" undir Nýjan Patrol eða LC80 verða nú eiginlega að teljast "lítil" dekk undir Humm, Hrumm "léttum" bíl…

    49"an undir TOYOTUNNI hjá Emil eru ekki LÍTIL" dekk…





    24.10.2003 at 09:05 #478970
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    Sælir allir.

    Getur verið strákar að þið hafið ekki lesið hvað Pétur (Wrongler) skrifaði???

    Hann segist vera í grundvallaratriðum ánægður með bílinn, og ekki ætla að smíða jöklabíl.

    Þið megið heldur ekki gleyma því að það er engin skilda að allir jeppar séu á 38" dekkjum. Menn meiga jú hafa þetta eins og þeir vilja.

    Því sýnist mér Pétur, að það sem þig vanti sé mýkri fjöðrun. þá eru gormarnir auðvitað mjög góður kostur. Og einnig góðir demparar. Ef þú ert til í talsverðar breytingar, þá væri örugglega vænlegur kostur að færa afturhásinguna aðeins aftur. Við það fengirðu betri aksturseiginleika.

    Svo eru það drifin.
    Mér lýst vel á loftlæsinguna að framan, en er ekki eins hrifinn af Nospin að aftan. Ég hef átt 2 bíla með þeim gæðabúnaði að aftan. Annar var Bronco, og hinn Toyota. Broncoinn var mun styttri á milli hjóla, og hann var mjög leiðinlegur í hálku. Hafði þá leiðinlegu áráttu að vilja skjóta afturendanum útundan sér, og vildi helst alltaf keyra beint áfram. Toyotan en miklu skárri með það að gera. Reglulega koma svo smellir úr læsingunni þannig að maður heldur að hjólin séu að detta undan.
    Ekki skilja það svo að ég sé á móti Nospin. Alls ekki. Þetta er nokkuð ódýr læsing, og klikkar aldrei. Hún hefur bara nokkra ókosti, og sérstaklega í stuttum bílum sem eru notaðir daglega á malbikinu.
    Mín niðurstaða er því, ef þú getur, settu þá ARB í báðar hásingar.

    Og diskabremsurnar.
    Menn hafa notað bremsudiska úr Lada Sport, og dælur úr Subaru. Það mun vera lang ódýrasti kosturinn, og hefur virkað mjög vel.

    Emil Borg





    24.10.2003 at 09:19 #478972
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Kemur góður þá getið er, rétt Emil lesum póstana og verum málefnalegir…

    (og hættum þessu bulli, og höldum áfram að vinna!!)

    Er svo mikill verðmunur á loftlæsingu nr. 2 (+ nokkrir metra af slöngum) og nospin þegar búið er að fjárfesta í loftdælunni, stýringu og festingum fyrir loftlæsingu nr. 1??

    Kv.
    Siggi_F

    P.S
    Hversu miklu munar í kostnaði á Wrangler ´91 + kostnaður við gormafjöðrun og Wrangler ´98 sem er þegar með gormafjöðrun??





    24.10.2003 at 10:16 #478974
    Profile photo of Trausti Bergland Traustas
    Trausti Bergland Traustas
    Participant
    • Umræður: 105
    • Svör: 381

    Bróðir minn átti svona bíl á 33". Hann fór svo til allt sem hann vildi. Hann prófaði að setja undir hann 35" og varð varð mjög ánægður með það yfir vetrartímann. Mín skoðun er sú að ef þú ætlar að setja gorma gerðu þá ráð fyrir að setja 35una undir sem vetrardekk. Það eru ábyggilega sömu kantarnir.
    Kveðja

    Trausti





    24.10.2003 at 12:10 #478976
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Takk Emil, fyrir að lesa allan póstinn, og ykkur öllum fyrir ráðin.

    Það hljómar ekki illa með ARB á báðum, þetta er jú munur upp á einhvern 60.000 kall, en borgar sig sennilega ef bíllinn er viðráðanlegri fyrir vikið og er ekki að vera leiðinlegur í beygjum. Sömuleiðis hljómar 35" möguleikinn ekki illa.

    Það sem mér líst einna best á er að fá einhvern til þess að gera þetta fyrir mig allt í einu, svona alhliða heildarlausn, ef svo má að orði komast. Einhver fróður maður nefndi "Ljónsstaðabræður" sem toppmenn í svona pælingum, eigið þið fleiri góð ráð með framkvæmdaraðila?

    Mynd af bílnum eins og hann lítur út í dag er að finna hér:
    donpedro.typepad.com/pedro/2003/10/komdu_vetur_kon.html

    Takk fyrir ráðleggingarnar, og skjótiði endilega á mig fróðleik sem þið lumið á.

    Pétur





    24.10.2003 at 12:22 #478978
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Hér er mælt með að setja ARB læsingu á afturdrif á Wrangler. Hvað segja menn um [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=1958:n075v4e7]þetta?[/url:n075v4e7]

    -Einar





    24.10.2003 at 13:07 #478980
    Profile photo of Birkir Jónsson
    Birkir Jónsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 1596

    EF ég væri þú þá myndi ég leggjast undir bílinn og sjá hvort þú sért ekki með diskalæsingu sem þarfnast limited slip til að virka að aftan.

    Þeir sem skiptu um olíu sjá ekki endilega málm flipan sem þetta stendur á þegar bílarnir eru farnir að eldast.

    Ég er með limited slip að aftan og fannst ég græða helling við að setja arb læsingu að framan.

    Þú ættir að skoða svona Go4It breytingu ef þú vilt gorma. Ég setti svoleiðis af aftan hjá mér og líkar mjög vel.

    Kveðja Fastur





    24.10.2003 at 14:22 #478982
    Profile photo of Ragnar Karl Gústafsson
    Ragnar Karl Gústafsson
    Participant
    • Umræður: 35
    • Svör: 167

    Sællir!

    Þú segist vilja nota bílinn innanbæjar sem mest.

    Að mínu mati þá skaltu ekki setja No spin í aftur drifid. Þessar auto læsingar eru ekki SKEMMTILEGER í innanbæjarakstri.

    Loft, barka, glussa eða rafmagn.. Ekki spurning!

    Og gangi þér vel.





    24.10.2003 at 14:30 #478984
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég á svona bíl sjálfur á 33" og get sagt þér það að hann kemst alveg slatta í snjó á þessum dekkjum.
    Ef ég væri í þínum sporum, þá myndi ég gera eftirfarandi:

    Skella honum á gorma og lyfta honum ögn í leiðinni til að geta sett undir hann 35" dekk. Því á 35" þá ætti hann að vera velþolanlegur innanbæjar ásamt því að komast helling á fjöllum.
    Ef það er LSD að aftan, þá er það allt gott og blessað og gott væri að skella ARB í framdrifið. En ef þú ert ekki með tregðulæsingu að aftan, þá myndi ég persónulega setja ARB þar líka, þar sem þetta verður að miklu leiti innanbæjarbíll og mér skilst, án þess þó að alhæfa neitt, að Detroit locker sé helst til gróf læsing í bíl sem er mest á götunni.
    Það var reyndar uppi einhver umræða um styrkleika ARB læsinga í d35 hásinguna sem vert væri að líta á í þessu samhengi. En ef það er vandamál, þá er jú Detroit alltaf sterk og góð.
    Diskabremsur að aftan og slíkt ætti ekki að skemma fyrir, þótt það sé kannski ekki foransatriði í breytingunni.

    En ef þú vilt halda þig við 33" dekkin, þá ætti það að vera alveg prýðilegt að mestu leyti. Held samt að 35" væri skemmtilegra, því það er án efa mjög svekkjandi að vera búinn að henda bílnum á gorma, skipta um hlutföll og læti þegar maður kemst að því að það vanti bara ögn meira flot á snjónum. Og þar sem gormaaðgerð er engin ódýr aðgerð, þá er vert að hugsa sig vel um áður en anað er út í hlutina.

    Gangi þér vel með þessar breytingar og vonandi verðurðu ánægður með útkomuna.

    Kveðja Andri.





    24.10.2003 at 14:50 #478986
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Breyttu honum fyrir 35". Þetta léttur bíll fer hrúgu þannig.
    Svo ef og þegar þig langar í stærri dekk, þá er bara að lifta bodyinu smá og skipta um kanta, eða lifta smá kaupa bara 37".

    Kveðja
    Rúnar.





    24.10.2003 at 16:45 #478988
    Profile photo of Hjalti Guðmundsson
    Hjalti Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 292

    Fastur, þú talar um eitthvað sem heitir limited slip á drif með orginal diskalæsingu. Ég er með Cherokee sem er með svona dóti og það eru alltaf einhverjir smellir í þessu. Hvað er þetta limited slip???

    Kveðja Hjalti





    27.10.2003 at 16:22 #478990
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta er allt að verða daginum ljósara. ARB skal það vera heillinn, allavega að framan, og ef ég geri eitthvað að aftan verður það ARB líka. Er farinn að efast um gormana, vegna kostnaðar við það, verður aldrei minna en um 200.000. Farinn út að safna glerjum:ö)

    Takk fyrir góð ráð





    27.10.2003 at 17:28 #478992
    Profile photo of Eiður Ragnarsson
    Eiður Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 315

    Eitthvað voru menn að spekulera í felgubreiddum hér ofar.
    Það er ekki spurning farðu í 12 tommur og 35 tommu dekk fyrir veturinn. Það svínvirkar ég get vottað það, ég á sjálfur 4-Runner á 33", var fyrst með 10" felgur undir honum og fanst það virka bara fínt,(svo langt sem 33" ná) svo áskotnuðust mér 12" felgur og ég ákvað að prufa að nota þær, og viti menn það virkaði mun betur úrhleypt. (ég notaði sömu dekk, færði þau bara á milli)
    Taka 12" ekki spurning





  • Author
    Replies
Viewing 19 replies - 1 through 19 (of 19 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.