Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Wrangler 44"
This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Ingi Arnarson 14 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.11.2009 at 17:59 #208456
Jæja,
Nú er maður alveg búinn að missa sig, ég ætla að fara setja wranglerinn á 44″ dick cepek dekk, er að smíða mér dana44 rev framhásingu og er með dana44 að aftan.
Ég veit að það eru til 2 svona wrangler á 44″ dekkjum og mig langar að forvitnast um reynslu þessara gæja á bílunum, t.d. drifgetu á móti 38″
Ég er einnig að pæla með að nota bara 15″ breyðar felgur fyrir cepekinn… ég veit að 18″ virkar víst best, en hvernig eru þau að koma út á svona mjóum felgum ?
Nú viktar bíllinn hjá mér 1600 kg tómur með v8 og ég reikna með að sú þyngd breytist ekki við 44″ dekkin, þar sem ég er á irok 39.5 í dag sem vikta ágætlega.
Hvað segiði félagar, er þetta rugl eða bara snilld
Einnig vitiði hvað síminn er hjá ljónsstöðum, ég hef heyrt að þeir eigi hugsanlega 4.88 hlutföll í ál dana44 afturhásinguna mína sem mig vantar.
k kv
Gunnar
Wrangler 39.5 verðandi 44″
V8 4.7 250 hross. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.11.2009 at 18:33 #667726
siminn er 4822858.
20.11.2009 at 18:39 #667728Flott hjá þér Gunnar síminn hjá Jeppasmiðjunni er 4822858.Það er allavega ekki verra að vera á 44" dekki undir svona jeppa upp á drifgetu í td.lausu færi en snerpan minnkar og bíllinn lætur allt öðruvísi þegar búið er að hleypa vel úr slettist og vaggar meira á svona miklum belg.Aftur á móti er hægt að keyra enn hraðar á mjög ósléttu undirlagi dekkin gleypa alveg ótrúlega mikið.Minn var um 1700 kg og virkaði ekki rassgat á 44" fyrr en undir 1 pundi hvorki flaut né greip.
20.11.2009 at 23:58 #667730Sæll Hrólfur,
Já ég býst við að þurfa hleypa almennilega úr þessum belgjum til að þeir fari að virka eitthvað að viti en það verður gaman að prufa þetta undir svona tiltölulega léttum bíl.
Hvað segiði annars 44" cepek kallar, eru 15" breiðar felgur í lagi á þessum dekkjum eða er það bara alltof mjótt, er einhver með reynslusögur handa mér ?
k kv
Gunnar ingi
21.11.2009 at 00:26 #667732Sæll Gunnar ég var með þetta undir CJ 7 og dana 44 framan og aftan. Var í öll tíu árin á 14 tommu breiðum felgum og var það að virka fínt. Fór bara í 5 pund og stóð hann með 400 + hross VÁ. En ef þú er slow motion maður þá er kanski betra að vera á breiðari felgum. Gangi þér vél á 44 tommu, en ertu ekki smádekkja maður.
22.11.2009 at 17:39 #667734Sælir,
Hehe ég er ekki slow motion maður hehe, ekki ef ég kemst hjá því. Þá ætla ég að prufa þau á 15" breiðum felgum til að byrja með og sjá hvað mótorinn getur snúið þeim, hann ætti nú ekki að eiga mjög erfitt með þau , hann snýr iroknum (39.5) mjög vel með 3.73 drifum eins og hanne rnúna og oftar en ekki botna ég ekki bílinn vegna fjöðrunar hömlunar… hehe.. aðeins of stuttur bíll.
Jæja ég ætla að halda smá myndasíðu yfir breytingarnar sem ég þarf að gera til að koma þeim fyrir, það verður örugglega ekkert mikið mál. Áætlað að byrja í byrjun Des.
Ég byrja á að setja undir hann Dana44 rev að framan og nýja fjöðrun og síðan annað tekið í framhaldi.
kv
Gunnar
22.11.2009 at 19:27 #667736Hverju ætlarðu að breyta í fjöðrun?
22.11.2009 at 20:58 #667738Sæll Gunnar, ég á svarta 44" Wranglerinn og ég er með hann á 16" breiðum felgum + beatlock hringi. Það virkar fínt.
Ég er með 4.0 L vélina og mér fannst ég nú ekki missa mikinn kraft við að fara á 44", fór reyndar í 5:13 hlutföll.
Er núna að lækka hann og lengja. Lækkaði hann um 7cm og ætla að hækka frambrettin og hækka afturkantana.
Lengdi skúffuna um 25cm þannig að maður fái meira geymslupláss inn í bílnum og meira hjólhaf, hann er núna 2,75 á milli hjóla.
Er síðan búin að fá mér 351W sem fer í hann næsta sumar.kv,
Ágúst.
26.11.2009 at 11:36 #667740Sæll Kristinn,
Ég er með ryðfríar heimasmíðaðar stífur að framan hjá mér (svipað og patrol) með polyurithane í staðinn fyrir gúmmí fóðringar í þeim, þetta polyurithane er alltof stíft efni til að bíllinn flexi almennilega hjá mér, ég ætla að prufa að setja Jimny framstífur undir hann hjá mér léttar stífur en sama fjöðrun í rauninni.Sælir Ágúst, takk fyrir svörin með 44 wranglerinn, það verður gaman að prufa þessi diagonal dekk, kvíði reyndar mest fyrir aksturseiginleikunum, leiðinleg þessi diagonal dekk.
Gangi þér vel með 351 vélina, 8 gata er alltaf betra Áttu ekki myndir af kagganum breyttum eins og hann er í dag ? gunnar@mt.is
k kv
Gunnar Ingi
11.12.2009 at 15:13 #667742Ekki veit einhver hvar hægt er að fá kanta fyrir svona blöðrur…. sýnist gunnar ingvi vera bara í 35" köntunum..
k kv
Gunnar ingiEinnig, vitiði um myndir af svarta wranglernum á 44" ?
11.12.2009 at 19:41 #667744Það er slatti af myndum af honum inn á torfaera.is td. hérna http://torfaera.is/spjall/viewtopic.php?t=3097
12.12.2009 at 01:39 #667746Sælir… Gunnar (brettakantar.is) á líka stærri kanta, fékk lánaða kanta hjá honum í dag sem voru 26cm á breidd.
Hann á mót upp í 32cm, að breidd.
Ég er með kanta sem eru 22cm á breidd (sem er of mjótt) en ég skar þá í sundur og lengdi fyrir 44"
Setti svo afturhásinguna eins mikið aftur og ég gat án þess að þurfa taka tankinn í burtu. Hitaði hann (er úr plasti) og beygði inn fyrir kúluna
[img:2ietowpm]http://photos-g.ak.fbcdn.net/photos-ak-sf2p/v644/50/93/587113900/n587113900_1385237_6006.jpg[/img:2ietowpm]Hérna eru svo nokkrar myndir af honum.
Er með hann inni núna svo þú getur bara bjallað í mig (896 6615) ef þú vilt kíkja á hann….. verð að vinna í honum um helgina.[img:2ietowpm]http://photos-h.ak.fbcdn.net/photos-ak-sf2p/v644/50/93/587113900/n587113900_1385271_3790.jpg[/img:2ietowpm]
[img:2ietowpm]http://photos-d.ak.fbcdn.net/photos-ak-snc1/v1307/50/93/587113900/n587113900_1134547_6696.jpg[/img:2ietowpm]
Hérna eru fleiri myndir af mínum síðasta vetur, í snjó.
[url:2ietowpm]http://www.torfaera.is/spjall/viewtopic.php?t=2308[/url:2ietowpm]Kv,
Ágúst.
12.12.2009 at 19:57 #667748Sæll Ágúst,
takk fyrir upplýsingarnar og það væri gaman að koma að skoða bílinn hjá þér, sé til hvort tími finnst á morgun.
Ég er með svipaða 22 cm kanta auk 4-5 cm breikkun á þeim, held samt að það dugi varla fyrir 44" á 16" breiðum felgum líkt og þetta verður á. Kantarnir mínir covera vel 38" dekk á 13" breiðum felgum en varla 44"
Það væri gaman að sjá þessa 28 cm kanta borna við bílinn þinn. Því ég nenni ekki að vera með vængi (32cm) á bílnum hjá mér, ég verð líklegast bara með 44" dekkin undir í ferðum. Segðu mér eitt ertu með sömu breidd á hásingum og bíllinn kemur original á ? Einnig, hvaða backspace ertu með á 16" breiðu felgunum þínum ?
ég hugsa að ég þurfi að skera grindina í sundur að framan og lengja aðeins til að færa stýrisvélina enn meira framar. Hún er núna sirka 4 cm framar, ætli ég fari ekki sirka 5cm í viðbót og færi hásinguna sem því nemur til að hafa nægilegt pláss fyrir dekkin til að rekast ekki í innri brettin.
Ég er búinn að færa afturhásinguna það aftarlega að ég þurfti að sleggja í bensíntanka hlífina sem er úr áli og gaf því vel eftir þar sem jú tankurinn okkar eru úr plasti til að gera pláss fyrir kúluna. Reyndar sé ég að þú ert örugglega sirka 2-3cm aftar en ég.
Heyrumst.
kærar þakkir og brjálaðar myndir hjá þér, mög flottur bíll hjá þér.k kv
Gunnar ingi
18.12.2009 at 20:42 #667750Jæja…….. hvernig gengur Gunnar ?
Ertu byrjaður ? Endilega settu inn myndir ef þú geturkv,
Ágúst.
18.12.2009 at 23:06 #667752Sæll Ágúst,
Jæja, ég er búinn að vera gera við bæði bensíndæluna hjá mér sem hélt ekki þrýsting, síðan að mála grindina í bílnum aðeins. Lagfæra eina festingu í afturfjöðruninni. Hækka millikassan upp. stytta í myllakassa útgangsöxlinum til að fá betra horn á drifskaftið.
síðan fer nýtt 4.88 hlutfall í afturhásinguna mína í næstu viku sem ég var reyndar að fá í hendurnar fyrir 2 klst síðan. Nýja framhásingin, dana 44 reverse er nærri því tilbúin og því fer ég í næstu viku að skera grindina í sundur og færa stýrisvélina framar og í leiðinni ríf ég dana30 hásinguna undan og set þá nýju undir í leiðinni færi staðsetninguna á framhásinguna sem nemur stýrisvéla færslunni. ca 5cm.
Ég mældi fjarlægðina frá grind í topp á framhásingu hjá þér og hún mældist 32 cm á milli. Ég mældi síðan hjá mér og þessi fjarlægð er 23cm hjá mér…. hann er núna á 39.5 Irok, ég þarf örugglega að hækka minn um sirka 1-2 tommur til að koma þeim undir hjá mér, en samkvæmt þessum mælingum ættir þú að geta lækkað þinn um eitthvað ef þú ferð í brettahækkunina að framan og aftan hjá þér.
Ég var reyndar að mæla kantana hjá mér og þeir mælast einungis 22cm og ég sé til hvort ég láti það duga í vetur eður ei. Annars er auðvelt að breikka þá út.
Ég set inn myndir líklegast á sunnudag eða mánudag af einhverjum breytingum í kringum þetta sem ég er búinn með, t.d. af framhásingasmíðinni sem heppnaðist mjög vel, 5mm mjórri en original hásing er og einungis standard öxlar úr 2 hásingum notaðir til að fá þessa breidd. þ.e.a.s. úr bronco stóra, lengri öxullinn og síðan styttri úr wagoneer hásingu.
er að fá 16" breiðar felgur í næstu viku og þá fæ ég loks 44" dekk til að máta við bílinn svo ég geti gert almennilegar breytingar til að koma þeim undir. G.J. Járnsmíði er að breikka þær fyrir mig og valsa í leiðinni.
þetta er bara gaman.
kv
Gunnar.
23.12.2009 at 14:25 #667754Jæja, smá myndir,
fyrst er það auðvitað bíllinn eins og hann fór í skúrinn, síðan eru myndir af Dana 44 Rev hásingunni fyrir og eftir breytingar. ég nota rör úr TJ wrangler í staðinn fyrir original rörin af dana44 rev hásingunni til að vera með léttari búnað,
[attachment=4:dv44gc6p]08122009.jpg[/attachment:dv44gc6p]
24.12.2009 at 01:10 #667756he he….
Held að þú sért eitthvað að misskilja 44" dekkinn
Hvort bíllinn sé 500 kg þyngri eða léttari skiptir bara ekki máli eftir að maður er kominn á hin svokölluð jeppadekk (nema kannski þú sért með 2.4 disel í húddinu
Ég er á bíl sem vegur ca 2300 – 2400 kg á fjöllum og til að hleypa úr honum á 44" virka engir venjulegir loftmælar. Þessir venjulegur eru barasta ekki nógu nákvæmir á milli 0 og 2 pund
Annars er flott að fylgjast með þessu hjá þér. Það að halda bílunum láum (hækka frambrettin) er örugglega lykilatriði í að fá út flottan keyrslubíl.
Eitt sem þú skalt athuga þó, Maggi í tækninefndinni styrkti hjá sér spindlana. Með 44" myndi ég halda að það væri afspyrnu sterkur leikur, allavega ef þú ætlar þér að nota bílinn. Bjallaðu bara í hann. Siminn hans er einhverstaðar undir "nefndir".kv
Rúnar.
11.01.2010 at 22:03 #667758Jæja, góðir hlutir gerast hægt, er núna að leggja lokahönd á að smíða upp afturfjöðrunina, semsagt að taka A-stýfuna sem eg er búinn að vera með í 10 ár og hvíla hana…. og er búinn að smíða standard 5 link í staðinn sem er smíðað eftir því að ég geti hækkað bílinn aðeins fyrir 44" dekkin. Núna er komið 4.88 líka í ál-afturhásinguna.
Kerfið er semsagt bara punktað á.. svona til afstemmningar.
býst við að klára afturfjöðrunina í vikunni og fara koma mér í framhásingaskiptin… loksins..
og uss ég þarf að taka grindina í gegn og skvetta smá málningu á greyið.
kv Gunnar
06.02.2010 at 13:06 #667760Jæja Breytingum miðar áfram,
Er búinn með afturfjöðrunina og lítur bara þokkalega út.
Annars er ég búinn að rífa framhásinguna undan að framan og er að færa stýrisvélina framar. Semsagt færsla um sirka 5-6cm í viðbót við þá 4cm sem ég var búinn að færa hana.
Annars er verið að skera álstýfur úr flugvélaáli (rándýrt hehe) sem er sterkara en tja… stál 37 t.d. brotþolið á þessu áli er um 480nm á móti venjulegu járni og ryðfríu sem er með um 350 til 370nm. sem ég mun nota að framan, radius arma.
Þetta verður skorið úr 20mm þykkri 7075 T651 álplötu frá Málmtækni. Set myndir þegar þær koma, Bjartur bróðir minn er með svipaðan búnað og hefur reynst vel.kv
Gunnar.
06.02.2010 at 14:22 #667762Sæll Gunnar
Þetta lýtur vel út. Hvað eru álstýfurnar þungar hjá bróður þínum?
Þú mátt gjarnan búa til þráð um bílinn og breytingarnar á JEEP svæðinu inná jeppaspjall.is
kv Maggi
PS. Ég hélt að þér þætti 44DC vonlaus dekk og D44rev óþarflega öflugt…
06.02.2010 at 14:52 #667764Hehe,
Ég veit ekki alveg vigtina á þeim, fékk aldrei að vita það hjá brósa, en ég skal láta vita hvað mínar munu vigta , þær verða tilbúnar núna í næstu viku vonandi.
Annars eignaðist ég 44dc fyrir slysni í skiptum fyrir önnur dekk sem ég átti og því ákvað ég bara að láta slag standa og troða honum á þau..
Ég ætlaði aldrei að fara í 44 rev að framan, einungis stóð til að setja dana 30 rev með engu vacum til að fá léttari hásingu, en þá hugsaði ég með mér að það kostaði alveg jafn mikið að fara í dana44 , síðan hringdi einn í mig og var með dana44 rev með réttum hlutföllum og nospin þannig að eg endaði bara með sterkari framhásingu fyrir sama pening og sú minni hefði kostað.. og allt endaði þetta með því að ég gat þá sett stærra en 38" dekk og semsagt endaði í 44" rugli… mig kvíður mjög svo fyrir því að keyra á þessum blöðrum á svona stuttum bíl en það verður víst bara að koma ljós hvort ég nenni að vera á þeim, því 39.5 irokinn minn drífur flest allt, hitt er í raun bara einhver prófunarstarfsemi… og ég frétti af því að hestaford á 49" dekkjum væri að drífa jafnmikið og einn félagi minn á wrangler og sá var á 38" dekkjum. Það er nú lágmark að drífa meira en 4 tonna flykki.
kv
Gunnar.. talsmaður radial dekkja hehe.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.