This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Bragi Þór Jónsson 11 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Sælir Félagar,
Vildi bara láta ykkur vita af svolítið skemmtilegum hlut sem hægt er að gera við 1999-2001 módelið af Grand cherokee og Dodge Ram og Dakota sem eru með 45RFE sjálfskiptingunum. Þær koma 4 gíra í þessum módelum og síðan breytast þær í 5 gíra 545RFE árið 2002.
Málið er að þetta eru nákvæmlega sömu skiptingar nema hvað þeir breyta skiptingatölvunni þannig að hún raðar þessum 3 kúplingum á annan hátt inn í skiptingunni (ekki spurja mig um tæknileg atriði hehe) og býr til auka OD overdrive gír sem er 0,67 og semsagt fimmti gírinn á móti 4 gírnum sem er 0.75. Þetta þýðir bara minni eyðsla á þjóðvegsakstri. Reyndar bætir þetta líka skiptingarnar og hann skiptir sér mun betur.
Ég var að láta gera þetta við Wranglerinn minn sem er með 4.7 V8 mótorinn og 45RFE skiptinguna… tja reyndar er hún orðin 545RFE í dag hæstánægður með að þessa breytingu nú er ég með 5 gíra, reyndar eru 6 gírar í henni núna en þið getið lesið ykkur til um það á netinu afhverju það er …
Mín ástæða fyrir þessu er að geta komist hraðar í lága drifinu… 80 kmh var það sem ég komst síðast… núna er ég að horfa á 90+
Þið sem hafið áhuga á að fá 5 gíra skiptingu í ykkar bíla hafið samband við Hlöðver hjá Bíljöfur og þeir sjá um að flasha skiptingatölvuna og uppfæra þetta. PS. þetta er ekki dýrt.
kv
Gunnar v8 5-6 gíra sjálfskipting
You must be logged in to reply to this topic.